Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2025 10:14 Fíkniefni sem lögregla lagði hald á í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi. Vísir/Vilhelm Skipulögð brotastarfsemi er orðin ein helsta áskorun lögreglunnar hér á landi, eins og víða annarsstaðar í heiminum. Á síðustu tíu árum hefur fjöldi hópa sem stunda skipulagða glæpastarfsemi hér á landi tvöfaldast. Greina má stigmögnun í starfsemi þessara hópa hér á landi og aukinn sýnileika. Sú stigmögnun felst í aukinni tíðni og alvarleika ofbeldis, umfangsmeiri brotum og aukinni aðsókn erlendra brotahópa hingað til lands. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi hér á landi en skýrslan var birt í morgun og má finna hana hér. Í yfirlýsingu frá ríkislögreglustjóra segir að helstu niðurstöður skýrslunnar séu að þeir brotahópar sem starfi hér á landi séu fyrst og fremst hagnaðardrifnir, tækifærissinnaðir og fljótir að tileinka sér nýjar aðferðir. Þeir hagnýti viðkvæma einstaklinga, eins og ungmenni eða aðra í viðkvæmri stöðu, og séu dæmi um að þeir leiti uppi umsækjendur um vernd í búsetuúrræðum yfirvalda. Þá eru netbrot í stöðugum vexti hér á Íslandi og verða líklega stór hluti af verkefnum lögreglunnar innan fárra ára. Enn fremur segir að auknar vísbendingar séu um mansal á Íslandi sem sjáist meðal annars í vændismansali sem sé að stórum hluta stýrt af skipulögðum brotahópum með alþjóðlegar tengingar. Þá er meðal helstu niðurstaðna skýrslunnar að vaxandi spenna í alþjóðamálum hafi leitt til aukinna tengsla skipulagðra brotahópa við hryðjuverk og erlend ríki. „Ef horft er til framtíðar telur greiningardeild ríkislögreglustjóra mikilvægt að tryggja að lögreglan sé betur í stakk búin til að bregðast við tækniþróun og aukningu á sviði netbrota. Leggja þurfi megináherslu á vinnu gegn peningaþvætti, auk þess sem mikilvægt sé að styðja áfram við rannsóknar- og greiningargetu á sviði skipulagðrar brotastarfsemi.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingunni. Aukin tíðni og alvarlegri brot Talið er samkvæmt skýrslunni að hér á landi starfi um tuttugu hópar sem stunda skipulagða brotastarfsemi og markar það tvöföldun á tíu árum. Hóparnir eru sagðir starfa um land allt og bæði sé um að ræða hópa erlendra manna sem tengjast alþjóðlegum brotahópum og íslenskra. Einn af þessum íslensku hafi verið talinn á meðal hættulegustu brotahópa Evrópu. Í skýrslu ríkislögreglustjóra segir þó að fjöldinn segi ekki til um þá samfélagslegu ógn sem af hópunum stafar. Þessir hópar stunda ýmsa glæpi, eins og mansal, fíkniefnasölu, smygl á fólki, vændi, eignaþjófnað, peningaþvætti og fleira. „Hröð þróun hefur verið í skipulagðri brotastarfsemi á undanförnum árum. Tíðni og alvarleiki ofbeldis hefur aukist en jafnframt hefur fagmennska og færni brotahópa orðið meiri. Seigla brotahópa er veruleg, sem sést m.a. í því að þó að meðlimir þeirra fái fangelsisdóm dregur það ekki úr starfseminni, heldur er verkefnunum útdeilt annað,“ segir í skýrslunni. Peningaþvætti forsenda glæpastarfsemi Í lok skýrslunnar segir að breyttur veruleiki Íslendinga varðandi skipulagða brotastarfsemi hafi bein áhrif á samfélagsmyndina, upplifun og öryggi landsmanna. „Ofbeldi er eitt sýnilegasta einkenni ógnarlandslagsins sem fylgir skipulögðum brotahópum á Íslandi og hefur alvarleiki þess aukist. Enn umfangsmeiri brotastarfsemi á sér þó stað hulin augum almennings og er hún oft falin í bland við löglega gjörninga.“ Peningaþvætti sé forsenda þess að glæpahópar geti nýtt ávinning sinn óáreittir og sé meginforsenda þess að starfsemi þeirra þrífist. Því sé algert lykilatriði í baráttunni við skipulagða brotahópa að svipta þá ávinningnum, með upptöku ólöglegs fjár og draga þannig úr hvatanum. Haldlagning, kyrrsetning og upptaka fjárhagslegs ágóða hafi varnaráhrif og fælingarmátt. Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Greina má stigmögnun í starfsemi þessara hópa hér á landi og aukinn sýnileika. Sú stigmögnun felst í aukinni tíðni og alvarleika ofbeldis, umfangsmeiri brotum og aukinni aðsókn erlendra brotahópa hingað til lands. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi hér á landi en skýrslan var birt í morgun og má finna hana hér. Í yfirlýsingu frá ríkislögreglustjóra segir að helstu niðurstöður skýrslunnar séu að þeir brotahópar sem starfi hér á landi séu fyrst og fremst hagnaðardrifnir, tækifærissinnaðir og fljótir að tileinka sér nýjar aðferðir. Þeir hagnýti viðkvæma einstaklinga, eins og ungmenni eða aðra í viðkvæmri stöðu, og séu dæmi um að þeir leiti uppi umsækjendur um vernd í búsetuúrræðum yfirvalda. Þá eru netbrot í stöðugum vexti hér á Íslandi og verða líklega stór hluti af verkefnum lögreglunnar innan fárra ára. Enn fremur segir að auknar vísbendingar séu um mansal á Íslandi sem sjáist meðal annars í vændismansali sem sé að stórum hluta stýrt af skipulögðum brotahópum með alþjóðlegar tengingar. Þá er meðal helstu niðurstaðna skýrslunnar að vaxandi spenna í alþjóðamálum hafi leitt til aukinna tengsla skipulagðra brotahópa við hryðjuverk og erlend ríki. „Ef horft er til framtíðar telur greiningardeild ríkislögreglustjóra mikilvægt að tryggja að lögreglan sé betur í stakk búin til að bregðast við tækniþróun og aukningu á sviði netbrota. Leggja þurfi megináherslu á vinnu gegn peningaþvætti, auk þess sem mikilvægt sé að styðja áfram við rannsóknar- og greiningargetu á sviði skipulagðrar brotastarfsemi.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingunni. Aukin tíðni og alvarlegri brot Talið er samkvæmt skýrslunni að hér á landi starfi um tuttugu hópar sem stunda skipulagða brotastarfsemi og markar það tvöföldun á tíu árum. Hóparnir eru sagðir starfa um land allt og bæði sé um að ræða hópa erlendra manna sem tengjast alþjóðlegum brotahópum og íslenskra. Einn af þessum íslensku hafi verið talinn á meðal hættulegustu brotahópa Evrópu. Í skýrslu ríkislögreglustjóra segir þó að fjöldinn segi ekki til um þá samfélagslegu ógn sem af hópunum stafar. Þessir hópar stunda ýmsa glæpi, eins og mansal, fíkniefnasölu, smygl á fólki, vændi, eignaþjófnað, peningaþvætti og fleira. „Hröð þróun hefur verið í skipulagðri brotastarfsemi á undanförnum árum. Tíðni og alvarleiki ofbeldis hefur aukist en jafnframt hefur fagmennska og færni brotahópa orðið meiri. Seigla brotahópa er veruleg, sem sést m.a. í því að þó að meðlimir þeirra fái fangelsisdóm dregur það ekki úr starfseminni, heldur er verkefnunum útdeilt annað,“ segir í skýrslunni. Peningaþvætti forsenda glæpastarfsemi Í lok skýrslunnar segir að breyttur veruleiki Íslendinga varðandi skipulagða brotastarfsemi hafi bein áhrif á samfélagsmyndina, upplifun og öryggi landsmanna. „Ofbeldi er eitt sýnilegasta einkenni ógnarlandslagsins sem fylgir skipulögðum brotahópum á Íslandi og hefur alvarleiki þess aukist. Enn umfangsmeiri brotastarfsemi á sér þó stað hulin augum almennings og er hún oft falin í bland við löglega gjörninga.“ Peningaþvætti sé forsenda þess að glæpahópar geti nýtt ávinning sinn óáreittir og sé meginforsenda þess að starfsemi þeirra þrífist. Því sé algert lykilatriði í baráttunni við skipulagða brotahópa að svipta þá ávinningnum, með upptöku ólöglegs fjár og draga þannig úr hvatanum. Haldlagning, kyrrsetning og upptaka fjárhagslegs ágóða hafi varnaráhrif og fælingarmátt.
Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira