Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2025 10:14 Fíkniefni sem lögregla lagði hald á í tengslum við rannsókn á skipulagðri brotastarfsemi. Vísir/Vilhelm Skipulögð brotastarfsemi er orðin ein helsta áskorun lögreglunnar hér á landi, eins og víða annarsstaðar í heiminum. Á síðustu tíu árum hefur fjöldi hópa sem stunda skipulagða glæpastarfsemi hér á landi tvöfaldast. Greina má stigmögnun í starfsemi þessara hópa hér á landi og aukinn sýnileika. Sú stigmögnun felst í aukinni tíðni og alvarleika ofbeldis, umfangsmeiri brotum og aukinni aðsókn erlendra brotahópa hingað til lands. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi hér á landi en skýrslan var birt í morgun og má finna hana hér. Í yfirlýsingu frá ríkislögreglustjóra segir að helstu niðurstöður skýrslunnar séu að þeir brotahópar sem starfi hér á landi séu fyrst og fremst hagnaðardrifnir, tækifærissinnaðir og fljótir að tileinka sér nýjar aðferðir. Þeir hagnýti viðkvæma einstaklinga, eins og ungmenni eða aðra í viðkvæmri stöðu, og séu dæmi um að þeir leiti uppi umsækjendur um vernd í búsetuúrræðum yfirvalda. Þá eru netbrot í stöðugum vexti hér á Íslandi og verða líklega stór hluti af verkefnum lögreglunnar innan fárra ára. Enn fremur segir að auknar vísbendingar séu um mansal á Íslandi sem sjáist meðal annars í vændismansali sem sé að stórum hluta stýrt af skipulögðum brotahópum með alþjóðlegar tengingar. Þá er meðal helstu niðurstaðna skýrslunnar að vaxandi spenna í alþjóðamálum hafi leitt til aukinna tengsla skipulagðra brotahópa við hryðjuverk og erlend ríki. „Ef horft er til framtíðar telur greiningardeild ríkislögreglustjóra mikilvægt að tryggja að lögreglan sé betur í stakk búin til að bregðast við tækniþróun og aukningu á sviði netbrota. Leggja þurfi megináherslu á vinnu gegn peningaþvætti, auk þess sem mikilvægt sé að styðja áfram við rannsóknar- og greiningargetu á sviði skipulagðrar brotastarfsemi.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingunni. Aukin tíðni og alvarlegri brot Talið er samkvæmt skýrslunni að hér á landi starfi um tuttugu hópar sem stunda skipulagða brotastarfsemi og markar það tvöföldun á tíu árum. Hóparnir eru sagðir starfa um land allt og bæði sé um að ræða hópa erlendra manna sem tengjast alþjóðlegum brotahópum og íslenskra. Einn af þessum íslensku hafi verið talinn á meðal hættulegustu brotahópa Evrópu. Í skýrslu ríkislögreglustjóra segir þó að fjöldinn segi ekki til um þá samfélagslegu ógn sem af hópunum stafar. Þessir hópar stunda ýmsa glæpi, eins og mansal, fíkniefnasölu, smygl á fólki, vændi, eignaþjófnað, peningaþvætti og fleira. „Hröð þróun hefur verið í skipulagðri brotastarfsemi á undanförnum árum. Tíðni og alvarleiki ofbeldis hefur aukist en jafnframt hefur fagmennska og færni brotahópa orðið meiri. Seigla brotahópa er veruleg, sem sést m.a. í því að þó að meðlimir þeirra fái fangelsisdóm dregur það ekki úr starfseminni, heldur er verkefnunum útdeilt annað,“ segir í skýrslunni. Peningaþvætti forsenda glæpastarfsemi Í lok skýrslunnar segir að breyttur veruleiki Íslendinga varðandi skipulagða brotastarfsemi hafi bein áhrif á samfélagsmyndina, upplifun og öryggi landsmanna. „Ofbeldi er eitt sýnilegasta einkenni ógnarlandslagsins sem fylgir skipulögðum brotahópum á Íslandi og hefur alvarleiki þess aukist. Enn umfangsmeiri brotastarfsemi á sér þó stað hulin augum almennings og er hún oft falin í bland við löglega gjörninga.“ Peningaþvætti sé forsenda þess að glæpahópar geti nýtt ávinning sinn óáreittir og sé meginforsenda þess að starfsemi þeirra þrífist. Því sé algert lykilatriði í baráttunni við skipulagða brotahópa að svipta þá ávinningnum, með upptöku ólöglegs fjár og draga þannig úr hvatanum. Haldlagning, kyrrsetning og upptaka fjárhagslegs ágóða hafi varnaráhrif og fælingarmátt. Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Greina má stigmögnun í starfsemi þessara hópa hér á landi og aukinn sýnileika. Sú stigmögnun felst í aukinni tíðni og alvarleika ofbeldis, umfangsmeiri brotum og aukinni aðsókn erlendra brotahópa hingað til lands. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi hér á landi en skýrslan var birt í morgun og má finna hana hér. Í yfirlýsingu frá ríkislögreglustjóra segir að helstu niðurstöður skýrslunnar séu að þeir brotahópar sem starfi hér á landi séu fyrst og fremst hagnaðardrifnir, tækifærissinnaðir og fljótir að tileinka sér nýjar aðferðir. Þeir hagnýti viðkvæma einstaklinga, eins og ungmenni eða aðra í viðkvæmri stöðu, og séu dæmi um að þeir leiti uppi umsækjendur um vernd í búsetuúrræðum yfirvalda. Þá eru netbrot í stöðugum vexti hér á Íslandi og verða líklega stór hluti af verkefnum lögreglunnar innan fárra ára. Enn fremur segir að auknar vísbendingar séu um mansal á Íslandi sem sjáist meðal annars í vændismansali sem sé að stórum hluta stýrt af skipulögðum brotahópum með alþjóðlegar tengingar. Þá er meðal helstu niðurstaðna skýrslunnar að vaxandi spenna í alþjóðamálum hafi leitt til aukinna tengsla skipulagðra brotahópa við hryðjuverk og erlend ríki. „Ef horft er til framtíðar telur greiningardeild ríkislögreglustjóra mikilvægt að tryggja að lögreglan sé betur í stakk búin til að bregðast við tækniþróun og aukningu á sviði netbrota. Leggja þurfi megináherslu á vinnu gegn peningaþvætti, auk þess sem mikilvægt sé að styðja áfram við rannsóknar- og greiningargetu á sviði skipulagðrar brotastarfsemi.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingunni. Aukin tíðni og alvarlegri brot Talið er samkvæmt skýrslunni að hér á landi starfi um tuttugu hópar sem stunda skipulagða brotastarfsemi og markar það tvöföldun á tíu árum. Hóparnir eru sagðir starfa um land allt og bæði sé um að ræða hópa erlendra manna sem tengjast alþjóðlegum brotahópum og íslenskra. Einn af þessum íslensku hafi verið talinn á meðal hættulegustu brotahópa Evrópu. Í skýrslu ríkislögreglustjóra segir þó að fjöldinn segi ekki til um þá samfélagslegu ógn sem af hópunum stafar. Þessir hópar stunda ýmsa glæpi, eins og mansal, fíkniefnasölu, smygl á fólki, vændi, eignaþjófnað, peningaþvætti og fleira. „Hröð þróun hefur verið í skipulagðri brotastarfsemi á undanförnum árum. Tíðni og alvarleiki ofbeldis hefur aukist en jafnframt hefur fagmennska og færni brotahópa orðið meiri. Seigla brotahópa er veruleg, sem sést m.a. í því að þó að meðlimir þeirra fái fangelsisdóm dregur það ekki úr starfseminni, heldur er verkefnunum útdeilt annað,“ segir í skýrslunni. Peningaþvætti forsenda glæpastarfsemi Í lok skýrslunnar segir að breyttur veruleiki Íslendinga varðandi skipulagða brotastarfsemi hafi bein áhrif á samfélagsmyndina, upplifun og öryggi landsmanna. „Ofbeldi er eitt sýnilegasta einkenni ógnarlandslagsins sem fylgir skipulögðum brotahópum á Íslandi og hefur alvarleiki þess aukist. Enn umfangsmeiri brotastarfsemi á sér þó stað hulin augum almennings og er hún oft falin í bland við löglega gjörninga.“ Peningaþvætti sé forsenda þess að glæpahópar geti nýtt ávinning sinn óáreittir og sé meginforsenda þess að starfsemi þeirra þrífist. Því sé algert lykilatriði í baráttunni við skipulagða brotahópa að svipta þá ávinningnum, með upptöku ólöglegs fjár og draga þannig úr hvatanum. Haldlagning, kyrrsetning og upptaka fjárhagslegs ágóða hafi varnaráhrif og fælingarmátt.
Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira