Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2025 11:52 Ljóst má vera að lánakjör fyrstu kaupenda hafa versnað. Vísir/Vilhelm Yfir þúsund kaupsamningum var þinglýst í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði og voru þeir nokkru fleiri en í mánuðinum á undan. Íbúðalán á breytilegum vöxtum eru nú nánast ófáanleg hjá bönkunum en lífeyrissjóðirnir hafa ekki enn kynnt breytingar á lánaframboði og er ljóst að lánakjör fyrstu kaupenda hafa versnað umfram kjör annarra á síðustu vikum, auk þess sem færri lánaform standa þeim til boða. Fram kemur að þinglýstir kaupsamningar um íbúðarhúsnæði hafi verið að minnsta kosti 1.037 í nýliðnum októbermánuði samkvæmt bráðabirgðatölum úr mælaborði HMS um veltu og fjölda kaupsamninga. „Til samanburðar voru þinglýstir kaupsamningar 985 talsins í septembermánuði. Fjölgun kaupsamninga milli mánaða í október virðist að mestu leyti drifin áfram af lögaðilum sem kaupendum, þó samningum þar sem einstaklingar voru kaupendur hafi jafnframt fjölgað lítillega milli mánaða. Nokkur tími getur liðið frá því að lánsumsókn er samþykkt þar til kaupsamningur er undirritaður. Þeir kaupsamningar sem dagsettir eru í seinni hluta októbermánaðar geta því varðað viðskipti sem áttu sér stað áður en vaxtadómurinn féll og aðgengi að lánsfjármagni var takmarkað. Lánakjör fyrstu kaupenda hafa versnað á síðustu vikum Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn hafa skert lánaframboð sitt vegna vaxtamálsins og er nú hvergi hægt að taka verðtryggt lán á breytilegum vöxtum. Samhliða tilkynningum um breytt lánaframboð lækkuðu bankarnir hámarksveðhlutfall fyrir grunnlán niður í 50%, en sú breyting er í samræmi við innleiðingu CRR III reglugerðarinnar sem kveður á um breyttar áhættuvogir fyrir íbúðalán eftir veðhlutföllum. Minna lánaframboð og lægra hámarksveðhlutfall fyrir grunnlán er ígildi vaxtahækkunar fyrir fyrstu kaupendur, sem taka lán með mikilli veðsetningu. Í meðfylgjandi töflu má sjá samanburð á vaxtakjörum fyrir og eftir breytingar fyrir lán með 70% veðhlutfall eftir lánastofnunum og tegund lána. Ofangreindar breytingar eru ekki til þess fallnar að bæta lánakjör á íbúðalánum heldur frekar að rýra lánakjör, a.m.k. á lánum með veðhlutfall yfir 50%. Breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum frá Landsbankanum hækka um 1 prósentustig og fastir óverðtryggðir vextir hækka um 0,05 – 0,31 prósentustig hjá bönkunum þremur. Fastir vextir af verðtryggðum lánum hækka hins vegar um 0,3 – 0,41 prósentustig hjá bönkunum,“ segir á vef HMS. Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Sjá meira
Fram kemur að þinglýstir kaupsamningar um íbúðarhúsnæði hafi verið að minnsta kosti 1.037 í nýliðnum októbermánuði samkvæmt bráðabirgðatölum úr mælaborði HMS um veltu og fjölda kaupsamninga. „Til samanburðar voru þinglýstir kaupsamningar 985 talsins í septembermánuði. Fjölgun kaupsamninga milli mánaða í október virðist að mestu leyti drifin áfram af lögaðilum sem kaupendum, þó samningum þar sem einstaklingar voru kaupendur hafi jafnframt fjölgað lítillega milli mánaða. Nokkur tími getur liðið frá því að lánsumsókn er samþykkt þar til kaupsamningur er undirritaður. Þeir kaupsamningar sem dagsettir eru í seinni hluta októbermánaðar geta því varðað viðskipti sem áttu sér stað áður en vaxtadómurinn féll og aðgengi að lánsfjármagni var takmarkað. Lánakjör fyrstu kaupenda hafa versnað á síðustu vikum Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn hafa skert lánaframboð sitt vegna vaxtamálsins og er nú hvergi hægt að taka verðtryggt lán á breytilegum vöxtum. Samhliða tilkynningum um breytt lánaframboð lækkuðu bankarnir hámarksveðhlutfall fyrir grunnlán niður í 50%, en sú breyting er í samræmi við innleiðingu CRR III reglugerðarinnar sem kveður á um breyttar áhættuvogir fyrir íbúðalán eftir veðhlutföllum. Minna lánaframboð og lægra hámarksveðhlutfall fyrir grunnlán er ígildi vaxtahækkunar fyrir fyrstu kaupendur, sem taka lán með mikilli veðsetningu. Í meðfylgjandi töflu má sjá samanburð á vaxtakjörum fyrir og eftir breytingar fyrir lán með 70% veðhlutfall eftir lánastofnunum og tegund lána. Ofangreindar breytingar eru ekki til þess fallnar að bæta lánakjör á íbúðalánum heldur frekar að rýra lánakjör, a.m.k. á lánum með veðhlutfall yfir 50%. Breytilegir vextir á óverðtryggðum lánum frá Landsbankanum hækka um 1 prósentustig og fastir óverðtryggðir vextir hækka um 0,05 – 0,31 prósentustig hjá bönkunum þremur. Fastir vextir af verðtryggðum lánum hækka hins vegar um 0,3 – 0,41 prósentustig hjá bönkunum,“ segir á vef HMS.
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Mest lesið Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Sjá meira