Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 12:02 Gunnar Ormslev er að standa sig vel í Fantasy-leiknum á þessu tímabili. @gunnarormslev Albert Þór Guðmundsson fékk góðan gest í nýjasta þáttinn af Fantasýn en þar var á ferðinni einn heitasti Fantasy-spilari landsins það sem af er tímabilinu. Sjónvarpslýsandinn góðkunni Gunnar Ormslev kom í þáttinn en hann situr eins og sakir standa í fimmta sæti á Íslandi. Albert og Gunnar fóru yfir ótrúlegt tímabil hjá Gunnari hingað til, ræddu elleftu umferðir og spáðu í spilin fyrir framhaldið. Það er ekkert spilað í ensku úrvalsdeildinni þar sem það er landsleikjahlé og það þýðir bara meiri tími fyrir pælingar. Fimmta sæti á Íslandi „Við ættum kannski að fara að kíkja á liðið þitt. Ef það kom ekki nógu skýrt fram áðan, þá situr þú í fimmta sæti á Íslandi sem er nú bara eftirsóknarverður árangur,“ sagði Albert Þór Guðmundsson. „Við fórum svona aðeins yfir hvaða pikk hafa verið að hitta hjá þér hingað til. Eigum við kannski að fara bara yfir liðið þitt eins og það stendur núna og hvernig það leit út í þessari leikviku? Kannski er aðalfréttin fyrir mér var að þú valdir ekki Haaland sem fyrirliða,“ sagði Albert. Ákvað að taka bara svona pínu séns „Hann er oft svolítið happa, glappa í stóru leikjunum. Þannig að ég ákvað að taka bara svona pínu séns, setja fyrirliðabandið á Bruno [Fernandes]. Ég var að hugsa um annaðhvort Bruno eða [Bryan] Mbeumo,“ sagði Gunnar Ormslev. Gunnar fór síðan yfir allt liðið sitt. „Þetta var ein versta vikan mín hingað til en samt fór ég upp um sæti sem er galið. Ég hafði það á tilfinningunni út frá því hvernig leikirnir þróuðust þessa helgina að þetta væri svona vika þar sem menn væru almennt að fá lítið,“ sagði Gunnar. „Ég átti eftir að athuga hvað þú værir mörgum stigum frá toppnum á Íslandi. Við erum að tala um að þú sért bara nítján stigum frá toppnum,“ sagði Albert. „Ættum við að setja mini-markmið? Efstur fyrir áramót,“ spurði Albert. „Já, já. Ég er alveg til í það. Það er komið smá keppnisskap í mig. Ég efast þó um að ég fari það mikið all-in að ég fari að fylgja þrjátíu mismunandi gæjum á X-inu sem eru að spekúlera,“ sagði Gunnar. Þú hlustar bara á þennan þátt „Þú hlustar bara á þennan þátt, það er nóg,“ skaut Albert inn í. „Ég þarf að fara að hlusta meira. Það er rétt og fá tips hér,“ sagði Gunnar. „Eða bara að halda áfram að gera það sem þú ert að gera, það virðist vera að ganga ágætlega,“ sagði Albert. Fer bara eftir tilfinningu „Ég er búinn að vera að spila þetta svolítið eftir eyranu. Fer bara eftir tilfinningu,“ sagði Gunnar. Það má heyra allt um liðið hans og hvernig hann sér Fantasy-leikinn í nýjasta hlaðvarpsþætti Fantasýn sem er aðgengilegur hér fyrir neðan. Þátturinn heitir að þessu sinni: Góð vika til að eiga slæma viku. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Sjá meira
Sjónvarpslýsandinn góðkunni Gunnar Ormslev kom í þáttinn en hann situr eins og sakir standa í fimmta sæti á Íslandi. Albert og Gunnar fóru yfir ótrúlegt tímabil hjá Gunnari hingað til, ræddu elleftu umferðir og spáðu í spilin fyrir framhaldið. Það er ekkert spilað í ensku úrvalsdeildinni þar sem það er landsleikjahlé og það þýðir bara meiri tími fyrir pælingar. Fimmta sæti á Íslandi „Við ættum kannski að fara að kíkja á liðið þitt. Ef það kom ekki nógu skýrt fram áðan, þá situr þú í fimmta sæti á Íslandi sem er nú bara eftirsóknarverður árangur,“ sagði Albert Þór Guðmundsson. „Við fórum svona aðeins yfir hvaða pikk hafa verið að hitta hjá þér hingað til. Eigum við kannski að fara bara yfir liðið þitt eins og það stendur núna og hvernig það leit út í þessari leikviku? Kannski er aðalfréttin fyrir mér var að þú valdir ekki Haaland sem fyrirliða,“ sagði Albert. Ákvað að taka bara svona pínu séns „Hann er oft svolítið happa, glappa í stóru leikjunum. Þannig að ég ákvað að taka bara svona pínu séns, setja fyrirliðabandið á Bruno [Fernandes]. Ég var að hugsa um annaðhvort Bruno eða [Bryan] Mbeumo,“ sagði Gunnar Ormslev. Gunnar fór síðan yfir allt liðið sitt. „Þetta var ein versta vikan mín hingað til en samt fór ég upp um sæti sem er galið. Ég hafði það á tilfinningunni út frá því hvernig leikirnir þróuðust þessa helgina að þetta væri svona vika þar sem menn væru almennt að fá lítið,“ sagði Gunnar. „Ég átti eftir að athuga hvað þú værir mörgum stigum frá toppnum á Íslandi. Við erum að tala um að þú sért bara nítján stigum frá toppnum,“ sagði Albert. „Ættum við að setja mini-markmið? Efstur fyrir áramót,“ spurði Albert. „Já, já. Ég er alveg til í það. Það er komið smá keppnisskap í mig. Ég efast þó um að ég fari það mikið all-in að ég fari að fylgja þrjátíu mismunandi gæjum á X-inu sem eru að spekúlera,“ sagði Gunnar. Þú hlustar bara á þennan þátt „Þú hlustar bara á þennan þátt, það er nóg,“ skaut Albert inn í. „Ég þarf að fara að hlusta meira. Það er rétt og fá tips hér,“ sagði Gunnar. „Eða bara að halda áfram að gera það sem þú ert að gera, það virðist vera að ganga ágætlega,“ sagði Albert. Fer bara eftir tilfinningu „Ég er búinn að vera að spila þetta svolítið eftir eyranu. Fer bara eftir tilfinningu,“ sagði Gunnar. Það má heyra allt um liðið hans og hvernig hann sér Fantasy-leikinn í nýjasta hlaðvarpsþætti Fantasýn sem er aðgengilegur hér fyrir neðan. Þátturinn heitir að þessu sinni: Góð vika til að eiga slæma viku.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Sjá meira