„Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 12. nóvember 2025 14:01 Agla María er fyrirliði Íslandsmeistaranna. vísir Íslandsmeistarar Breiðabliks rúlla boltanum af stað í glænýrri Evrópubikarkeppni á Kópavogsvelli í kvöld. Fortuna Hjörring kemur í heimsókn og Blikafyrirliðinn Agla María Albertsdóttir er spennt að máta liðið við dönsku meistarana. „Ég er mjög spennt að sjá hvað þær geta, eða þannig, sjá hversu góð danska deildin er. Alltaf gaman að mæta alvöru liði“ sagði Agla María í samtali við Vísi. „Ég átta mig ekki alveg fullkomnlega á því [hvar íslensku meistararnir standa gegn dönsku meisturunum], við erum bara búnar að fara yfir leiki sem þær spila í deildinni hjá sér. Ég held að danska deildin sé betri en sú íslenska, en hversu mikið betri? Maður áttar sig ekki alveg á því, en þetta er mjög vel spilandi lið“ sagði Agla María einnig um andstæðing kvöldsins en tók fram að Breiðablik stefndi á að afsanna það, að danska deildin væri betri en sú íslenska. Tæpur mánuður síðan tímabilið í Bestu kláraðist Undirbúningurinn fyrir þetta tveggja leikja einvígi hefur verið aðeins slitróttur hjá Blikunum því tímabilið í Bestu deildinni kláraðist fyrir tæpum mánuði. „Flestar fengu frí eftir að við kláruðum deildina, sem var mjög gott, en ég var reyndar í landsliðsverkefni. Svo byrjuðu æfingar aftur eftir það, þannig að þetta hefur ekkert verið svo langur tími og það er bara skemmtilegra að spila svona leik, frekar en að vera að byrja undirbúningstímabil. Þetta er bara gaman.“ Síðustu leikirnir undir stjórn Nik Þessir tveir leikir, á Kópavogsvelli í kvöld og úti í Danmörku næsta miðvikudag, verða síðustu leikir liðsins undir stjórn Nik Chamberlain og aðstoðarþjálfara hans, Eddu Garðarsdóttur. Ian Jeffs tekur svo við störfum sem nýr aðalþjálfari liðsins, hann er reyndar nú þegar byrjaður í skrifstofustörfunum og hefur átt í fullu fangi við að framlengja samninga við leikmenn liðsins. Agla María er ekki ein af þeim sextán sem eru að renna út á samningi og líst vel á verðandi þjálfarann. „Ég er með samning í eitt ár til viðbótar en það eru margar sem eiga eftir að semja og vonandi klárast það fljótlega. Gott að Berglind sé búin að semja og nú þegar það er búið að ráða nýjan þjálfara eru leikmenn auðvitað líklegri til að vilja endursemja, það er lykilatriði. Ég var mjög sátt með þessa ráðningu. Mér datt hún að vísu ekki strax í hug, þegar við vorum að velta fyrir okkur nýjum þjálfara, en ég þekki aðeins til hans og hann er virkilega góður taktískur þjálfari. Smástund síðan hann var í kvennaboltanum en ég held að þetta sé mjög öflug ráðning fyrir okkur.“ Breiðablik Evrópubikar kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur framlengt samning sinn við Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks. 7. nóvember 2025 10:43 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Sjá meira
„Ég er mjög spennt að sjá hvað þær geta, eða þannig, sjá hversu góð danska deildin er. Alltaf gaman að mæta alvöru liði“ sagði Agla María í samtali við Vísi. „Ég átta mig ekki alveg fullkomnlega á því [hvar íslensku meistararnir standa gegn dönsku meisturunum], við erum bara búnar að fara yfir leiki sem þær spila í deildinni hjá sér. Ég held að danska deildin sé betri en sú íslenska, en hversu mikið betri? Maður áttar sig ekki alveg á því, en þetta er mjög vel spilandi lið“ sagði Agla María einnig um andstæðing kvöldsins en tók fram að Breiðablik stefndi á að afsanna það, að danska deildin væri betri en sú íslenska. Tæpur mánuður síðan tímabilið í Bestu kláraðist Undirbúningurinn fyrir þetta tveggja leikja einvígi hefur verið aðeins slitróttur hjá Blikunum því tímabilið í Bestu deildinni kláraðist fyrir tæpum mánuði. „Flestar fengu frí eftir að við kláruðum deildina, sem var mjög gott, en ég var reyndar í landsliðsverkefni. Svo byrjuðu æfingar aftur eftir það, þannig að þetta hefur ekkert verið svo langur tími og það er bara skemmtilegra að spila svona leik, frekar en að vera að byrja undirbúningstímabil. Þetta er bara gaman.“ Síðustu leikirnir undir stjórn Nik Þessir tveir leikir, á Kópavogsvelli í kvöld og úti í Danmörku næsta miðvikudag, verða síðustu leikir liðsins undir stjórn Nik Chamberlain og aðstoðarþjálfara hans, Eddu Garðarsdóttur. Ian Jeffs tekur svo við störfum sem nýr aðalþjálfari liðsins, hann er reyndar nú þegar byrjaður í skrifstofustörfunum og hefur átt í fullu fangi við að framlengja samninga við leikmenn liðsins. Agla María er ekki ein af þeim sextán sem eru að renna út á samningi og líst vel á verðandi þjálfarann. „Ég er með samning í eitt ár til viðbótar en það eru margar sem eiga eftir að semja og vonandi klárast það fljótlega. Gott að Berglind sé búin að semja og nú þegar það er búið að ráða nýjan þjálfara eru leikmenn auðvitað líklegri til að vilja endursemja, það er lykilatriði. Ég var mjög sátt með þessa ráðningu. Mér datt hún að vísu ekki strax í hug, þegar við vorum að velta fyrir okkur nýjum þjálfara, en ég þekki aðeins til hans og hann er virkilega góður taktískur þjálfari. Smástund síðan hann var í kvennaboltanum en ég held að þetta sé mjög öflug ráðning fyrir okkur.“
Breiðablik Evrópubikar kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur framlengt samning sinn við Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks. 7. nóvember 2025 10:43 Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Sjá meira
Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur framlengt samning sinn við Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks. 7. nóvember 2025 10:43
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu