Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 10. nóvember 2025 19:15 Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekki öll kurl komin til grafar í málinu. Vísir/Einar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir málflutning dómsmálaráðherra í tengslum við brotthvarf ríkislögreglustjóra hafa verið mjög villandi og það sé áhyggjuefni að vísað hafi verið til almenningsálits í umræðu stjórnarliða um málið. Skýringar dómsmálaráðherra standist ekki og skoða þurfi málið frekar. „Það liggur alveg fyrir að hér var ekki um afsögn að ræða. Það liggur fyrir að ráðherra flutti viðkomandi starfsmann úr því embætti sem viðkomandi starfsmaður var í og yfir í ráðuneytið,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kvöldfréttum Sýnar. Þetta hafi komið fram í máli Þorbjargar S. Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra á þinginu í dag. „Á þessu er stór munur en það var öllum ljóst sem sáu fréttir og lásu viðtöl við ráðherrann að það var ekki það sem var sagt í upphafi.“ Klippa: Hætt sem ríkislögreglustjóri Sigríður starfar áfram hjá ríkinu Dómsmálaráðuneytið tilkynnti í dag að dómsmálaráðherra hafi orðið við beiðni Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur um að hún láti af embætti ríkislögreglustjóra. Þá var greint frá því að hún muni hefja störf sem sérfræðingur í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Staða Sigríðar hefur verið umdeild eftir að fram kom að embættið hefði greitt einum ráðgjafa 160 milljónir króna. „Ef viðkomandi segir af sér þá er viðkomandi með sinn uppsagnarfrest en ráðherra hefur tekið ákvörðun um það að færa embættismanninn inn í ráðuneytið og þá eiga menn að segja frá því en ekki segja að það hafi verið einhver afsögn. Því það sér það hver maður og þarf ekki mikið að skoða að ef einhver segir af sér þá fer viðkomandi ekki áfram á sömu launum að vinna í ráðuneyti eða annars staðar,“ segir Guðlaugur. Ertu þá að saka dómsmálaráðherra um að ljúga? „Í besta falli er þetta mjög villandi en ég held að það skipti máli að við skoðum þetta mál frá öllum hliðum því að það var líka áhyggjuefni að við sáum hvernig stjórnarþingmenn gengu fram en sömuleiðis þá vísaði ráðherrann sérstaklega til almenningsálitsins í umræðum um málið. Nú er það þannig að ráðherrann er gæslumaður réttarríkisins og hér verða alltaf að gilda lög og reglur. Svo verða menn auðvitað að segja satt og rétt frá þegar hlutir eins og þessir gerast.“ Guðlaugur segir augljóst að þetta mál verði rætt áfram. Það verði að vera skýrt hvað gerðist og af hverju. Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur um árabil gegnt lykilembættum innan lögreglunnar á Íslandi, en hefur nú sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra í kjölfar umdeildra mála. Í tilkynningu á vef ríkislögreglustjóra er tíðrætt um farsælan feril hennar í starfi en þó er óhætt að segja að gustað hafi um Sigríði Björk þar sem mál sem tengjast henni fjölskylduböndum hafa vakið hvað mesta athygli. 10. nóvember 2025 14:11 Heldur fullum launum Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýju starfi sem sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra segir það betri nýtingu á opinberum fjármunum en ef Sigríður Björk sæti heima á launum. 10. nóvember 2025 12:09 Sigríður Björk segir af sér Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi, hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið. 10. nóvember 2025 11:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
„Það liggur alveg fyrir að hér var ekki um afsögn að ræða. Það liggur fyrir að ráðherra flutti viðkomandi starfsmann úr því embætti sem viðkomandi starfsmaður var í og yfir í ráðuneytið,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kvöldfréttum Sýnar. Þetta hafi komið fram í máli Þorbjargar S. Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra á þinginu í dag. „Á þessu er stór munur en það var öllum ljóst sem sáu fréttir og lásu viðtöl við ráðherrann að það var ekki það sem var sagt í upphafi.“ Klippa: Hætt sem ríkislögreglustjóri Sigríður starfar áfram hjá ríkinu Dómsmálaráðuneytið tilkynnti í dag að dómsmálaráðherra hafi orðið við beiðni Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur um að hún láti af embætti ríkislögreglustjóra. Þá var greint frá því að hún muni hefja störf sem sérfræðingur í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Staða Sigríðar hefur verið umdeild eftir að fram kom að embættið hefði greitt einum ráðgjafa 160 milljónir króna. „Ef viðkomandi segir af sér þá er viðkomandi með sinn uppsagnarfrest en ráðherra hefur tekið ákvörðun um það að færa embættismanninn inn í ráðuneytið og þá eiga menn að segja frá því en ekki segja að það hafi verið einhver afsögn. Því það sér það hver maður og þarf ekki mikið að skoða að ef einhver segir af sér þá fer viðkomandi ekki áfram á sömu launum að vinna í ráðuneyti eða annars staðar,“ segir Guðlaugur. Ertu þá að saka dómsmálaráðherra um að ljúga? „Í besta falli er þetta mjög villandi en ég held að það skipti máli að við skoðum þetta mál frá öllum hliðum því að það var líka áhyggjuefni að við sáum hvernig stjórnarþingmenn gengu fram en sömuleiðis þá vísaði ráðherrann sérstaklega til almenningsálitsins í umræðum um málið. Nú er það þannig að ráðherrann er gæslumaður réttarríkisins og hér verða alltaf að gilda lög og reglur. Svo verða menn auðvitað að segja satt og rétt frá þegar hlutir eins og þessir gerast.“ Guðlaugur segir augljóst að þetta mál verði rætt áfram. Það verði að vera skýrt hvað gerðist og af hverju.
Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Sjálfstæðisflokkurinn Lögreglan Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur um árabil gegnt lykilembættum innan lögreglunnar á Íslandi, en hefur nú sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra í kjölfar umdeildra mála. Í tilkynningu á vef ríkislögreglustjóra er tíðrætt um farsælan feril hennar í starfi en þó er óhætt að segja að gustað hafi um Sigríði Björk þar sem mál sem tengjast henni fjölskylduböndum hafa vakið hvað mesta athygli. 10. nóvember 2025 14:11 Heldur fullum launum Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýju starfi sem sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra segir það betri nýtingu á opinberum fjármunum en ef Sigríður Björk sæti heima á launum. 10. nóvember 2025 12:09 Sigríður Björk segir af sér Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi, hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið. 10. nóvember 2025 11:00 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur um árabil gegnt lykilembættum innan lögreglunnar á Íslandi, en hefur nú sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra í kjölfar umdeildra mála. Í tilkynningu á vef ríkislögreglustjóra er tíðrætt um farsælan feril hennar í starfi en þó er óhætt að segja að gustað hafi um Sigríði Björk þar sem mál sem tengjast henni fjölskylduböndum hafa vakið hvað mesta athygli. 10. nóvember 2025 14:11
Heldur fullum launum Sigríður Björk Guðjónsdóttir verður á fullum launum ríkislögreglustjóra í nýju starfi sem sérfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu. Dómsmálaráðherra segir það betri nýtingu á opinberum fjármunum en ef Sigríður Björk sæti heima á launum. 10. nóvember 2025 12:09
Sigríður Björk segir af sér Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sagt af sér embætti ríkislögreglustjóra. Öll spjót hafa staðið á henni frá því að greint var frá því að embætti hennar hefði greitt ráðgjafarfyrirtæki 160 milljónir króna, meðal annars fyrir verslunarferðir í Jysk. Hún verður flutt í stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Grímur Hergeirsson, lögreglustjórinn á Suðurlandi, hefur verið settur ríkislögreglustjóri tímabundið. 10. nóvember 2025 11:00