Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2025 22:31 Þyngdarstjórnunarlyf á borð við Ozempic eru meðal þeirra eftirsóttustu á Norðurlöndunum. EPA Töluverð hætta er á því að skipulagðir glæpahópar nýti sér eftirspurn eftir megrunarlyfjum hér á landi og komi fölsuðum lyfjum í umferð, að mati sérfræðings. Dæmi eru um að fólk hafi látið lífið við neyslu lyfja sem það keypti á netinu, í því skyni að grennast. Martin Burman fer fyrir samevrópskum vinnuhópi gegn lyfjafölsun, og var meðal ræðumanna á málþingi Lyfjastofnunar í gær um fölsuð lyf. Hann segir þyngdarstjórnunarlyf vera meðal þeirra eftirsóttustu á Norðurlöndum. „Vandinn er að það fá ekki allir uppáskrift fyrir lyfjunum en vilja þau samt. Núna er mjög auðvelt að finna þau á netinu,“ segir Burman. Á ýmsum vefsíðum megi finna gylliboð um þyngdarstjórnunarlyf, sem séu jafnvel ódýrari en ef þau eru keypt með lyfseðli í apóteki. Oft sé ágóði af sölu á fölsuðum lyfjum notaður til fjármögnunar skipulagðrar glæpastarfsemi. Dæmi séu um að þyngdarstjórnarlyfin séu fölsuð í Svíþjóð og þau flutt til annarra landa. Burman segir hættuna á að fölsuð lyf komi til landsins sannarlega fyrir hendi. Vísir/Lýður Valberg „Nýlega var stórri ólöglegri framleiðslustöð í Svíþjóð lokað og þar var líklega verið að selja fyrir milljónir evra. Efnin voru keypt frá Kína og síðan voru stungulyfjaglös útbúin í yfirgefnu húsi í skóginum.“ Burman segir áhættuna af því að kaupa fölsuð lyf, sem fást almennt í apóteki eftir læknisráði, ekki léttvæga. „Við höfum dæmi um fólk sem hefur fengið hjartaáfall eftir að hafa keypt lyf við ristruflunum. Fyrir örfáum vikum varð atvik á Bretlandi þar sem kona lést af völdum megrunarlyfs sem hún keypti á naglastofu í stað apóteks. Þetta eru sterk lyf sem ætti aðeins að nota með uppáskrift læknis og það ætti aðeins að kaupa þau í apóteki. Þannig veistu að lyfin eru örugg.“ Fölsuð þyngdarstjórnunarlyf hafa ekki ratað inn á borð rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands, og Burman veit ekki til þess að slík mál hafi komið upp hér á landi. Eftirspurnin eftir lyfjunum sé þó til staðar hér eins og annars staðar. „Allir í Evrópu vilja grennast og kaupa megrunarlyf. Það er eitthvað sem glæpamenn munu nýta sér. Ég veit ekki hvenær þau berast hingað en hættan er sannarlega fyrir hendi.“ Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Martin Burman fer fyrir samevrópskum vinnuhópi gegn lyfjafölsun, og var meðal ræðumanna á málþingi Lyfjastofnunar í gær um fölsuð lyf. Hann segir þyngdarstjórnunarlyf vera meðal þeirra eftirsóttustu á Norðurlöndum. „Vandinn er að það fá ekki allir uppáskrift fyrir lyfjunum en vilja þau samt. Núna er mjög auðvelt að finna þau á netinu,“ segir Burman. Á ýmsum vefsíðum megi finna gylliboð um þyngdarstjórnunarlyf, sem séu jafnvel ódýrari en ef þau eru keypt með lyfseðli í apóteki. Oft sé ágóði af sölu á fölsuðum lyfjum notaður til fjármögnunar skipulagðrar glæpastarfsemi. Dæmi séu um að þyngdarstjórnarlyfin séu fölsuð í Svíþjóð og þau flutt til annarra landa. Burman segir hættuna á að fölsuð lyf komi til landsins sannarlega fyrir hendi. Vísir/Lýður Valberg „Nýlega var stórri ólöglegri framleiðslustöð í Svíþjóð lokað og þar var líklega verið að selja fyrir milljónir evra. Efnin voru keypt frá Kína og síðan voru stungulyfjaglös útbúin í yfirgefnu húsi í skóginum.“ Burman segir áhættuna af því að kaupa fölsuð lyf, sem fást almennt í apóteki eftir læknisráði, ekki léttvæga. „Við höfum dæmi um fólk sem hefur fengið hjartaáfall eftir að hafa keypt lyf við ristruflunum. Fyrir örfáum vikum varð atvik á Bretlandi þar sem kona lést af völdum megrunarlyfs sem hún keypti á naglastofu í stað apóteks. Þetta eru sterk lyf sem ætti aðeins að nota með uppáskrift læknis og það ætti aðeins að kaupa þau í apóteki. Þannig veistu að lyfin eru örugg.“ Fölsuð þyngdarstjórnunarlyf hafa ekki ratað inn á borð rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði hjá Háskóla Íslands, og Burman veit ekki til þess að slík mál hafi komið upp hér á landi. Eftirspurnin eftir lyfjunum sé þó til staðar hér eins og annars staðar. „Allir í Evrópu vilja grennast og kaupa megrunarlyf. Það er eitthvað sem glæpamenn munu nýta sér. Ég veit ekki hvenær þau berast hingað en hættan er sannarlega fyrir hendi.“
Þyngdarstjórnunarlyf Lyf Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira