Fyrsta jafntefli Real Madrid Siggeir Ævarsson skrifar 9. nóvember 2025 14:45 Mbappe náði ekki að koma boltanum í netið í dag frekar en neinn af samherjum hans í Real Madrid Diego Souto/Getty Image Real Madrid sótti Rayo Vallecano heim í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag með með sigri hefðu Madrídingar náð átta stiga forskoti á toppi deildarinnar. Þeir þurftu þó að sætta sig við 0-0 jafntefli. Gestirnir frá Madríd voru töluvert sterkara liðið í leiknum og skutu mikið á markið en skotfærin voru ekki þau bestu og ógnuðu marki heimamanna lítið. Markalaust jafntefli sennilega sanngjörn niðurstaða og Real Madrid með sex stiga forskot á Villareal en Barcelona getur minnkað muninn í þrjú stig ef liðið leggur Celta í kvöld. Spænski boltinn
Real Madrid sótti Rayo Vallecano heim í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag með með sigri hefðu Madrídingar náð átta stiga forskoti á toppi deildarinnar. Þeir þurftu þó að sætta sig við 0-0 jafntefli. Gestirnir frá Madríd voru töluvert sterkara liðið í leiknum og skutu mikið á markið en skotfærin voru ekki þau bestu og ógnuðu marki heimamanna lítið. Markalaust jafntefli sennilega sanngjörn niðurstaða og Real Madrid með sex stiga forskot á Villareal en Barcelona getur minnkað muninn í þrjú stig ef liðið leggur Celta í kvöld.