Innlent

Líf og Dóra í nýjum hlut­verkum út kjör­tíma­bilið

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Dóra og Líf skipta um sæti út kjörtímabilið.
Dóra og Líf skipta um sæti út kjörtímabilið. Vísir/Samsett

Líf Magneudóttir, oddviti VG í Reykjavík, hefur tekið við embætti formanns umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar í stað Dóru Bjartar Guðjónsdóttur, oddvita Pírata, sem áður var formaður ráðsins. Á móti hefur Dóra Björt nú tekið við hlutverki formanns borgarráðs sem Líf hefur stýrt síðan núverandi fimm flokka meirihluti tók til starfa í borginni.

Sætaskiptin eru í takt við samkomulag flokkanna frá því nýr meirihluti tók í febrúar um að hlutverkaskiptin myndu eiga sér stað þegar liðinn væri helmingur af tímabili þessa meirihluta fram að kosningum í vor.

Líf staðfestir í samtali við Vísi að sætaskiptin hafi verið afgreidd á síðasta borgarstjórnarfundi og nú hafi þær báðar stýrt sínum fyrsta fundi í nýju embætti, Dóra sem formaður borgarráðs og Líf sem formaður umhverfis- og samgönguráðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×