„Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 5. nóvember 2025 15:01 Jóhannes hyggst ekki snúa aftur. Vísir Jóhannes Jónsson, sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun, segist hafa reynt að leysa úr ófremdarástandi sem ríki innan veggja stofnunarinnar en það hafi ekki tekist. Þögn Alþingis sé óskiljanleg en þingmenn hafa völd til að vísa ríkisendurskoðanda úr embætti. Jóhannes er nú í veikindaleyfi og hyggst ekki snúa aftur vegna ástandsins. Jóhannes deildi sinni skoðun fyrst opinberlega í gær í pistli á Facebook þar sem hann sagðist vera í veikindaleyfi vegna alvarlegra svokallaðra EKKO-mála sem komið hafa upp á skrifstofu ríkisendurskoðanda. EKKO-mál varða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreitni og ofbeldi. Nýlega var greint frá ófremdarástandi innan veggja ríkisendurskoðanda sem hófst í kjölfar þess að Guðmundur Björgvin Helgason tók við embættinu árið 2022. Sjálfur hefur hann fullyrt að starfsandi sé góður innan stofnunarinnar. Fréttastofa hefur óskað eftir viðtali við Jóhannes en hann segist ekki hafa í hyggju að tjá sig frekar við fjölmiðla í nýrri yfirlýsingu í ljósi umfjöllunarinnar. „Ég sjálfur er ekki þolandi í þeim EKKO-málum sem upp hafa komið hjá Ríkisendurskoðun, en ég hef orðið vitni að slíkum málum oftar en ég kæri um. Mér hefur mislíkað verulega hvernig komið hefur verið fram við starfsfólk embættisins. Þetta ástand hefur viðgengst í allt of langan tíma,“ segir Jóhannes í yfirlýsingunni. Hann er í veikindaleyfi og segir það vera vegna ástandsins innan stofnunarinnar. Jóhannes hyggst ekki snúa aftur. Í veikindaleyfinu hafi runnið upp fyrir honum hve alvarlegt ástandið væri í raun. Það væri ekki hægt að láta bjóða sér hvað sem er. „Sem sviðsstjóri hjá embættinu, og sem hluti af framkvæmdastjórn þess, reyndi ég - ásamt öðrum sviðsstjórum - að hafa áhrif og stuðla að breytingum, en án árangurs. Þrír stjórnendur hafa farið í veikindaleyfi vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast,“ segir Jóhannes. Áður hefur verið greint frá að Guðmundur Björgvin lagði niður framkvæmdastjórn embættisins og sjái nú sjálfur um mannauðsmál sem komi upp líkt og EKKO-mál. Hann sagði í samtali við fréttastofu að engin slík mál væru uppi á borðum. Sé hægt að víkja Guðmundi úr embætti Jóhannes segir þögn Alþingis ærandi og illskiljanlega. Í starfsánægjukönnun sem var framkvæmd innan stofnunarinnar kemur fram að rúm fjörutíu prósent starfsmanna hafi orðið vitni að EKKO-málum og ellefu prósent hafi orðið fyrir slíku. „Allar þessar upplýsingar og gögn liggja fyrir hjá forseta Alþingis, sem hefur verið kunnugt um ástand mála hjá Ríkisendurskoðun í langan tíma. Þrátt fyrir það hefur forseti þingsins kosið að tjá sig ekki um þessi mál. Það má ekki gleymast í þessu samhengi að það er venjulegt fólk sem starfar hjá embætti ríkisendurskoðanda – fólk sem þarf áfram að búa við þetta ástand. Það er skelfileg tilhugsun,“ segir Jóhannes. Hann bendir á að njóti ríkisendurskoðandi ekki trausts geti Alþingi vikið honum úr embætti. Til þess þarf samþykki tveggja þriðju hluta þingmanna, en aldrei hefur áður verið gripið til slíkra aðgerða. „Ég velti því fyrir mér hvort ríkisendurskoðandi njóti enn trausts Alþingis - og hvað það segir um gildi og siðferðileg viðmið þingmanna.“ Ríkisendurskoðun Mannauðsmál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sjá meira
Jóhannes deildi sinni skoðun fyrst opinberlega í gær í pistli á Facebook þar sem hann sagðist vera í veikindaleyfi vegna alvarlegra svokallaðra EKKO-mála sem komið hafa upp á skrifstofu ríkisendurskoðanda. EKKO-mál varða einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreitni og ofbeldi. Nýlega var greint frá ófremdarástandi innan veggja ríkisendurskoðanda sem hófst í kjölfar þess að Guðmundur Björgvin Helgason tók við embættinu árið 2022. Sjálfur hefur hann fullyrt að starfsandi sé góður innan stofnunarinnar. Fréttastofa hefur óskað eftir viðtali við Jóhannes en hann segist ekki hafa í hyggju að tjá sig frekar við fjölmiðla í nýrri yfirlýsingu í ljósi umfjöllunarinnar. „Ég sjálfur er ekki þolandi í þeim EKKO-málum sem upp hafa komið hjá Ríkisendurskoðun, en ég hef orðið vitni að slíkum málum oftar en ég kæri um. Mér hefur mislíkað verulega hvernig komið hefur verið fram við starfsfólk embættisins. Þetta ástand hefur viðgengst í allt of langan tíma,“ segir Jóhannes í yfirlýsingunni. Hann er í veikindaleyfi og segir það vera vegna ástandsins innan stofnunarinnar. Jóhannes hyggst ekki snúa aftur. Í veikindaleyfinu hafi runnið upp fyrir honum hve alvarlegt ástandið væri í raun. Það væri ekki hægt að láta bjóða sér hvað sem er. „Sem sviðsstjóri hjá embættinu, og sem hluti af framkvæmdastjórn þess, reyndi ég - ásamt öðrum sviðsstjórum - að hafa áhrif og stuðla að breytingum, en án árangurs. Þrír stjórnendur hafa farið í veikindaleyfi vegna þeirra aðstæðna sem hafa skapast,“ segir Jóhannes. Áður hefur verið greint frá að Guðmundur Björgvin lagði niður framkvæmdastjórn embættisins og sjái nú sjálfur um mannauðsmál sem komi upp líkt og EKKO-mál. Hann sagði í samtali við fréttastofu að engin slík mál væru uppi á borðum. Sé hægt að víkja Guðmundi úr embætti Jóhannes segir þögn Alþingis ærandi og illskiljanlega. Í starfsánægjukönnun sem var framkvæmd innan stofnunarinnar kemur fram að rúm fjörutíu prósent starfsmanna hafi orðið vitni að EKKO-málum og ellefu prósent hafi orðið fyrir slíku. „Allar þessar upplýsingar og gögn liggja fyrir hjá forseta Alþingis, sem hefur verið kunnugt um ástand mála hjá Ríkisendurskoðun í langan tíma. Þrátt fyrir það hefur forseti þingsins kosið að tjá sig ekki um þessi mál. Það má ekki gleymast í þessu samhengi að það er venjulegt fólk sem starfar hjá embætti ríkisendurskoðanda – fólk sem þarf áfram að búa við þetta ástand. Það er skelfileg tilhugsun,“ segir Jóhannes. Hann bendir á að njóti ríkisendurskoðandi ekki trausts geti Alþingi vikið honum úr embætti. Til þess þarf samþykki tveggja þriðju hluta þingmanna, en aldrei hefur áður verið gripið til slíkra aðgerða. „Ég velti því fyrir mér hvort ríkisendurskoðandi njóti enn trausts Alþingis - og hvað það segir um gildi og siðferðileg viðmið þingmanna.“
Ríkisendurskoðun Mannauðsmál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sjá meira