Enski boltinn

Van Dijk frábiður sér leti­lega gagn­rýni Rooneys

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Virgil van Dijk og félagar hans í Liverpool unnu langþráðan sigur á Aston Villa á laugardaginn.
Virgil van Dijk og félagar hans í Liverpool unnu langþráðan sigur á Aston Villa á laugardaginn. getty/Jan Kruger

Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, segir að Wayne Rooney sé á villigötum með ummælum sínum um skort á sterkum leiðtogum í liði Englandsmeistaranna.

Eftir tapið fyrir Brentford, 3-2, sagði Rooney að Van Dijk og Mohamed Salah hefðu ekki sýnt leiðtogahæfileika sína á þessu tímabili. Van Dijk kvittar ekki undir það.

„Ég heyrði ekki í honum á síðasta ári,“ sagði Van Dijk eftir 2-0 sigur Liverpool á Aston Villa í fyrradag.

„Þetta særir mig ekki. Ég get bara sagt jákvæða hluti um þennan leikmann, augljóslega goðsögn sem hafði svo mikil áhrif, en mér fannst þessi ummæli vera letileg gagnrýni. Það er auðvelt að gagnrýna hina leikmennina en hann veit að við stöndum saman og reynum að komast í gegnum þetta. Þegar hlutirnir gengu vel í fyrra heyrðist ekkert. Þetta er hluti af starfi álitsgjafa. Hann er með skoðun og við þurfum að takast á við það. Ég tók þessu ekki persónulega.“

Sigur Liverpool á Villa á laugardaginn var fyrsti sigur liðsins eftir fjögur töp í röð í ensku úrvalsdeildinni. Rauði herinn er í 3. sæti hennar með átján stig, sjö stigum á eftir toppliði Arsenal.

Framundan eru tveir stórleikir hjá Liverpool. Annað kvöld mætir liðið Real Madrid í Meistaradeild Evrópu og á sunnudaginn sækir það Manchester City heim í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir

Viðtökurnar á Anfi­eld munu ekki breyta neinu

Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Real Madríd, segir að viðtökurnar sem hann muni fá á Anfield þegar lið hans mætir Rauða hernum muni ekki breyta tilfinningum hans í garð Liverpool.

Liver­pool loks á sigur­braut á ný

Eftir fjögur töp í ensku úrvalsdeildinni í röð er sennilega þungu fargi af leikmönnum Liverpool létt en liðið lagði Aston Villa í kvöld 2-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×