„Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 2. nóvember 2025 16:47 Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður Ríkisútvarpsins, og Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður. Samsett Stjórnarformaður Ríkisútvarpsins telur að þorsti Ríkisútvarpsins í auglýsingafé sé of mikill en í stóra samhenginu myndi brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði ekki gjöbreyta stöðu einkarekinna fjölmiðla. Deilt var um hvort í raun væri þörf á ríkisreknum fjölmiðli í Sprengisandi í morgun. „Ég tel við núverandi aðstæður, miðað við það að við búum á þessum heimsmarkaði, efnisveitna og auglýsingamarkaðar, að þá þurfum við bara að hugsa okkur í heild upp á nýtt og þar er Ríkisútvarpið undir eins og aðrir,“ segir Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður Ríkisútvarpsins, í Sprengisandi í morgun. Hann og Sigurður G. Guðjónsson lögmaður ræddu hvort að taka ætti Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og stöðu íslenskra fjölmiðla. „Þetta skiptir svo litlu máli í þessu stóra samhengi, Ríkisútvarpið. Ég held að fólk átti sig ekkert á því að á heildarauglýsingamarkaði á Íslandi er Ríkisútvarpið með tíu prósent,“ segir Stefán og vísar í tölur frá Hagstofunni frá árinu 2023 en þá var auglýsingamarkaðurinn á Íslandi 26 milljarðar króna. Bróðurpartur teknanna fari erlendis. Sigurður bendir á að ríkið spili samt sem áður stóran hlut „Allt þetta fólk kemur út af fréttastofunum, út af fjölmiðlunum, vegna þess að ríkið getur boðið í hærra kaup. Ofan á þetta bætist svo við að ríkið rekur líka Ríkisútvarpið sem allir einstaklingar sem lögaðilar þurfa að borga árlegan skatt. Svo getur það farið inn á auglýsingamarkaðinn,“ segir hann. „Þeir sem hafa rekið einkarekna miðla sjá bara ekki alveg að þörf sé á Ríkisútvarpi. Að Ríkisútvarpið geti bæði haft skatttekjur, skylduáskrift, nokkurs konar eins og var í gamla daga, og líka verið í stöðugri samkeppni á auglýsingamarkaði og verið með mjög agressíva auglýsingasölu.“ Að auki einoki Ríkisútvarpið auglýsingamarkaðinn þegar til að mynda Eurovision er í gangi eða stórmót í íþróttum. Stefán segir að ekki sé um jafn þrúgandi ástand að ræða og Sigurður teiknar upp. Hann tekur undir að RÚV eigi ekki að vera á auglýsingamarkaði en ekki sé um að ræða fjármagn sem myndi gjörbreyta slakri stöðu einkarekinna fjölmiðla. Ríkisútvarpið þurfi einnig að fylgja ákveðnum skilyrðum, til dæmis sé þak á mínútufjölda auglýsinga á sjónvarpsstöðvum þess. „Já, þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu og það er ekki hollur þorsti. Það á að svala honum með öðrum hætti,“ segir Stefán. Hann leggur til dæmis til að búið verði til eins konar íslenskt sambland af Facebook, Youtube og öðrum samfélagsmiðlum, efnisveitu sem sé ekki stjórnað af erlendum auðmönnum. Þá þyrfti hið opinbera einnig að hætta að auglýsa á erlendum miðlum, til dæmis í gegnum Google, og beina viðskiptum sínum að íslensku miðlum. Deilt um hvort þörf sé á Ríkisútvarpinu Sigurður telur það rangt að ríkið reki einn fjölmiðil og hann sé einungis í útvarpi og sjónvarpi en gefi ekki út dagblað. Hann spyr af hverju íslenskt samfélag þurfi Ríkisútvarpið. Stefán segir að um almannavald væri að ræða sem sé ekki hátt viðskiptavaldinu eða pólitíska valdinu og hafi ábyrgt gagnvar almenningi. Sigurður segir þá að þá þurfi Ríkisútvarpið ekki að vera á auglýsingamarkaði heldur eigi það einungis að vera styrkt með ríkisframlagi og koma opinberum skoðunum á framfæri. „Sigurður. Ríkisútvarpið var stofnað 1930, þar um bil. Við vitum alveg hversu frábær miðill Ríkisútvarpið hefur verið að mörgu leyti og uppbyggilegur fyrir íslenskt menningarlíf og lýðræðiskerfi og heldur áfram að hafa það hlutverk,“ segir Stefán. „Ég get bara ekki tekið undir það að Ríkisútvarpið hafi verið algjörlega frábær miðill á öllum sviðum,“ segir Sigurður og tekur sem dæmi tónlist sem ekki mátti spila í útvarpi RÚV þegar hann var ungur. Stefán segist muna sjálfur eftir slíku og benti á að forsjárhyggja hafi verið ríkjandi þar á níunda áratug síðustu aldar. Stjórnmálamenn hafi haft meiri áhrif á dagskrá miðilsins en það sé ekki eins í dag. Sigurður bendir þá á lóðasölumál Reykjavíkurborgar, mál sem fréttamaður Ríkisútvarpsins vann þátt um en Kveikur afþakkaði umfjöllunina. Þátturinn var seinna sýndur í Kastljósinu. „Það var eftir mikla baráttu innandyra sem að það var eitthvað sýnt af þessum þætti vegna þess að yfirmaður Kastljóss hafði aðrar skoðanir á því hvað væri fréttnæmt og hvað ekki,“ segir Sigurður. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
„Ég tel við núverandi aðstæður, miðað við það að við búum á þessum heimsmarkaði, efnisveitna og auglýsingamarkaðar, að þá þurfum við bara að hugsa okkur í heild upp á nýtt og þar er Ríkisútvarpið undir eins og aðrir,“ segir Stefán Jón Hafstein, stjórnarformaður Ríkisútvarpsins, í Sprengisandi í morgun. Hann og Sigurður G. Guðjónsson lögmaður ræddu hvort að taka ætti Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og stöðu íslenskra fjölmiðla. „Þetta skiptir svo litlu máli í þessu stóra samhengi, Ríkisútvarpið. Ég held að fólk átti sig ekkert á því að á heildarauglýsingamarkaði á Íslandi er Ríkisútvarpið með tíu prósent,“ segir Stefán og vísar í tölur frá Hagstofunni frá árinu 2023 en þá var auglýsingamarkaðurinn á Íslandi 26 milljarðar króna. Bróðurpartur teknanna fari erlendis. Sigurður bendir á að ríkið spili samt sem áður stóran hlut „Allt þetta fólk kemur út af fréttastofunum, út af fjölmiðlunum, vegna þess að ríkið getur boðið í hærra kaup. Ofan á þetta bætist svo við að ríkið rekur líka Ríkisútvarpið sem allir einstaklingar sem lögaðilar þurfa að borga árlegan skatt. Svo getur það farið inn á auglýsingamarkaðinn,“ segir hann. „Þeir sem hafa rekið einkarekna miðla sjá bara ekki alveg að þörf sé á Ríkisútvarpi. Að Ríkisútvarpið geti bæði haft skatttekjur, skylduáskrift, nokkurs konar eins og var í gamla daga, og líka verið í stöðugri samkeppni á auglýsingamarkaði og verið með mjög agressíva auglýsingasölu.“ Að auki einoki Ríkisútvarpið auglýsingamarkaðinn þegar til að mynda Eurovision er í gangi eða stórmót í íþróttum. Stefán segir að ekki sé um jafn þrúgandi ástand að ræða og Sigurður teiknar upp. Hann tekur undir að RÚV eigi ekki að vera á auglýsingamarkaði en ekki sé um að ræða fjármagn sem myndi gjörbreyta slakri stöðu einkarekinna fjölmiðla. Ríkisútvarpið þurfi einnig að fylgja ákveðnum skilyrðum, til dæmis sé þak á mínútufjölda auglýsinga á sjónvarpsstöðvum þess. „Já, þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu og það er ekki hollur þorsti. Það á að svala honum með öðrum hætti,“ segir Stefán. Hann leggur til dæmis til að búið verði til eins konar íslenskt sambland af Facebook, Youtube og öðrum samfélagsmiðlum, efnisveitu sem sé ekki stjórnað af erlendum auðmönnum. Þá þyrfti hið opinbera einnig að hætta að auglýsa á erlendum miðlum, til dæmis í gegnum Google, og beina viðskiptum sínum að íslensku miðlum. Deilt um hvort þörf sé á Ríkisútvarpinu Sigurður telur það rangt að ríkið reki einn fjölmiðil og hann sé einungis í útvarpi og sjónvarpi en gefi ekki út dagblað. Hann spyr af hverju íslenskt samfélag þurfi Ríkisútvarpið. Stefán segir að um almannavald væri að ræða sem sé ekki hátt viðskiptavaldinu eða pólitíska valdinu og hafi ábyrgt gagnvar almenningi. Sigurður segir þá að þá þurfi Ríkisútvarpið ekki að vera á auglýsingamarkaði heldur eigi það einungis að vera styrkt með ríkisframlagi og koma opinberum skoðunum á framfæri. „Sigurður. Ríkisútvarpið var stofnað 1930, þar um bil. Við vitum alveg hversu frábær miðill Ríkisútvarpið hefur verið að mörgu leyti og uppbyggilegur fyrir íslenskt menningarlíf og lýðræðiskerfi og heldur áfram að hafa það hlutverk,“ segir Stefán. „Ég get bara ekki tekið undir það að Ríkisútvarpið hafi verið algjörlega frábær miðill á öllum sviðum,“ segir Sigurður og tekur sem dæmi tónlist sem ekki mátti spila í útvarpi RÚV þegar hann var ungur. Stefán segist muna sjálfur eftir slíku og benti á að forsjárhyggja hafi verið ríkjandi þar á níunda áratug síðustu aldar. Stjórnmálamenn hafi haft meiri áhrif á dagskrá miðilsins en það sé ekki eins í dag. Sigurður bendir þá á lóðasölumál Reykjavíkurborgar, mál sem fréttamaður Ríkisútvarpsins vann þátt um en Kveikur afþakkaði umfjöllunina. Þátturinn var seinna sýndur í Kastljósinu. „Það var eftir mikla baráttu innandyra sem að það var eitthvað sýnt af þessum þætti vegna þess að yfirmaður Kastljóss hafði aðrar skoðanir á því hvað væri fréttnæmt og hvað ekki,“ segir Sigurður.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira