Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. nóvember 2025 20:03 Bekkurinn var þétt skipaður í salnum í félagsheimilinu Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi í dag en á annað hundrað sumarbústaðaeigendur mættu á fundinn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill hugur er í eigendum frístundahúsa í Grímsnes- og Grafningshreppi, sem komu saman á fundi í dag til að undirbúa málefnaskrá vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor þar sem lögð verður áhersla á bætta þjónustu, fjölbreyttra búsetuform og náttúruvernd í sveitarfélaginu. Það var góð mætingin í félagsheimilið á Borg i Grímsnesi í dag á fundinn en á annað hundrað manns mættu enda þurfti alltaf að bæta fleiri og fleiri stólum við í salinn. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru um 3.400 sumarhús og heilsárshúsum fjölgar og fjölgar. Tveir frummælendur voru á fundi dagsins, annars vegar Heimir Karlsson, íbúi í sveitarfélaginu og Ragna Ívarsdóttir, sem býr líka í sveitarfélaginu. Mikill hugur er í fólkinu að bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningum í maí í vor. „Ég kem úr hópi þeirra íbúa, sem bý hér ótilgreint og við viljum yfirstíga þetta viðhorf þið og við. Við lítum á okkur sem íbúa hér og viljum vera með og gera hlutina saman,“ segir Ragna. Þannig að þið fáið ekki að vera með? „Ósköp lítið, við þurfum allavega mikið að hafa fyrir því,“ segi hún. Ragna Ívarsdóttir, íbúi í Grímsnes- og Grafningshreppi og annar af frummælendum dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjölmargir tjáðu skoðun sína í pontu á fundinum þegar orðið var gefið laust. Fram kom að sumarbústaðaeigendur margir hverjir eru til dæmis óánægðir með tíðni á losun rotþróa og kostnað við losunina og þá óska eigendurnir eftir betri þjónustu frá sveitarfélaginu þar sem allir sitja jafnir við borðið en sumarhúsaeigendur segjast standa undir 40% af ráðstöfunartekjum hreppsins með fasteignagjöldum sínum, sem eru 0,45% á meðan þau eru 0,18% í Reykjavík. Heimir Karlsson, sem býr í sveitarfélaginu með sinni konu var líka frummælandi á fundinum í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson En óstaðsettur í húsi, hvað þýðir það á mannamáli? „Óstaðsettur í húsi þýðir það að ég bý í mínu húsi en ég má ekki eiga lögheimili í því. Þannig að ég er svokallað ótilgreint í hreppnum” segir Ragna. Og færð því enga þjónustu? „Nei og ekki í sjálfum sér það sem við erum að leitast eftir heldur það að fá að vera skráð í okkar hús fyrst og fremst.” Í fljótu bragði sást ekki neinn úr sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps á fundinum í dag en fulltrúar meirihlutans hafa þó verið að skrifa greinar um málefnið í fjölmiðlum, nú síðast á Vísi. Fulltrúar meirihlutans í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hafa verið að skrifa greinar um málefni frístundahúsaeigenda í sveitarfélaginu í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi 23. október.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er best við Grímsnes og Grafningshrepp? „Horfuð bara í kringum þig, það er allt. Það er fólkið, það er náttúran, já það er bara svo ótrúlega margt. Hér veljum við vera og við viljum vera,“ segir Ragna. Lára V. Júlíusdóttir var fundarstjóri dagsins en hún býr í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Það var góð mætingin í félagsheimilið á Borg i Grímsnesi í dag á fundinn en á annað hundrað manns mættu enda þurfti alltaf að bæta fleiri og fleiri stólum við í salinn. Í Grímsnes- og Grafningshreppi eru um 3.400 sumarhús og heilsárshúsum fjölgar og fjölgar. Tveir frummælendur voru á fundi dagsins, annars vegar Heimir Karlsson, íbúi í sveitarfélaginu og Ragna Ívarsdóttir, sem býr líka í sveitarfélaginu. Mikill hugur er í fólkinu að bjóða fram lista í sveitarstjórnarkosningum í maí í vor. „Ég kem úr hópi þeirra íbúa, sem bý hér ótilgreint og við viljum yfirstíga þetta viðhorf þið og við. Við lítum á okkur sem íbúa hér og viljum vera með og gera hlutina saman,“ segir Ragna. Þannig að þið fáið ekki að vera með? „Ósköp lítið, við þurfum allavega mikið að hafa fyrir því,“ segi hún. Ragna Ívarsdóttir, íbúi í Grímsnes- og Grafningshreppi og annar af frummælendum dagsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjölmargir tjáðu skoðun sína í pontu á fundinum þegar orðið var gefið laust. Fram kom að sumarbústaðaeigendur margir hverjir eru til dæmis óánægðir með tíðni á losun rotþróa og kostnað við losunina og þá óska eigendurnir eftir betri þjónustu frá sveitarfélaginu þar sem allir sitja jafnir við borðið en sumarhúsaeigendur segjast standa undir 40% af ráðstöfunartekjum hreppsins með fasteignagjöldum sínum, sem eru 0,45% á meðan þau eru 0,18% í Reykjavík. Heimir Karlsson, sem býr í sveitarfélaginu með sinni konu var líka frummælandi á fundinum í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson En óstaðsettur í húsi, hvað þýðir það á mannamáli? „Óstaðsettur í húsi þýðir það að ég bý í mínu húsi en ég má ekki eiga lögheimili í því. Þannig að ég er svokallað ótilgreint í hreppnum” segir Ragna. Og færð því enga þjónustu? „Nei og ekki í sjálfum sér það sem við erum að leitast eftir heldur það að fá að vera skráð í okkar hús fyrst og fremst.” Í fljótu bragði sást ekki neinn úr sveitarstjórn Grímsnes og Grafningshrepps á fundinum í dag en fulltrúar meirihlutans hafa þó verið að skrifa greinar um málefnið í fjölmiðlum, nú síðast á Vísi. Fulltrúar meirihlutans í sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps hafa verið að skrifa greinar um málefni frístundahúsaeigenda í sveitarfélaginu í fjölmiðlum, meðal annars á Vísi 23. október.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er best við Grímsnes og Grafningshrepp? „Horfuð bara í kringum þig, það er allt. Það er fólkið, það er náttúran, já það er bara svo ótrúlega margt. Hér veljum við vera og við viljum vera,“ segir Ragna. Lára V. Júlíusdóttir var fundarstjóri dagsins en hún býr í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira