Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. október 2025 12:06 Strætisvagnar hafa víða verið á eftir áætlun, en útlit er fyrir að það ástand vari áfram fram eftir degi. Vísir/Anton Brink Vonir standa til að hægt verði að opna hringveginn að fullu nú upp úr hádegi, en honum var lokað á tveimur stöðum á Suðurlandi vegna veðurs. Bráðamóttaka Landspítalans býr sig undir aukið álag vegna hálkuslysa í dag og útlit er fyrir að Strætó verði á eftir áætlun fram eftir degi. Gular viðvaranir hafa nú tekið gildi víðast hvar á landinu, ef frá eru talin Vestfirðir, Norðausturland og Faxaflói, vegna hvassviðris, rigningar og asahláku. Slík viðvörun tekur þó gildi á Vestfjörðum klukkan tvö. Eftir því sem líður á daginn falla þær úr gildi, fyrst á austurhluta landsins, en síðast við Faxaflóa klukkan níu í fyrramálið. Hringvegurinn er sem stendur lokaður á tveimur stöðum, annars vegar við Sandfell í Öræfum, og hins vegar frá Markarfljóti og austur að Vík, vegna mikils vinds. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er staðan þó nokkuð vænleg upp á framhaldið. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir vonir standa til þess að hægt verði að opna upp úr hádegi.Vísir/Einar „Veðrið er að ganga niður, þannig að við erum að undirbúa að opna aftur. Fyrst undir Eyjafjöllum og aðeins seinna í Öræfunum,“ segir G. Pétur Matthíasson, hjá Vegagerðinni. „Það er kannski svona upp úr hádeginu, sem það gæti farið að gerast.“ Búa sig undir aukið álag á slysó Á höfuðborgarsvæðinu og mun víðar hefur mikillar hálku gætt. Þrátt fyrir að nú sé tekið að leysa getur hálkan verið meiri en áður. Yfirlæknir á brátamóttökunni segir á þriðja tug hafa leitað aðhlynningar vegna hálkuslysa frá því tók að snjóa á þriðjudag. Hætta sé á að fleiri bætist við. „Það hefur verið nokkuð um beinbrot og jafnvel fólk sem hefur þurft innlagnir vegna þessa,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Hjalti Már Björnsson er yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Arnar „Miðað við reynslu fyrri ára er það einmitt þegar það fer að rigna og hlýna sem hálkan verður verri. Þannig að ég hef umtalsverðar áhyggjur af því að það verði mikið álag á spítalanum í dag, út af þessum hálkuslysum sem gætu orðið í dag þegar fer að hlýna.“ Strætó á eftir áætlun fram eftir degi Síðustu daga hefur umferðarþungi á höfuðborgarsvæðinu verið mikill, og strætisvagnar óvíða á áætlun. „Mér þykir alveg líklegt að það verði í dag, og fram eftir þessum degi, þangað til það hreinsast betur af götunum. Umferðin er á köflum mjög hæg,“ segir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturs hjá Strætó. Steinar Karl Hlífarsson segir útlit fyrir að Strætó verði sums staðar á eftir áætlun í dag. Fólk komist þó á milli staða að endingu.Strætó Borið hafi á því að fleiri hafi nýtt sér þjónustuna en oft áður, enda hafi fólk verið hvatt til að skilja bílinn eftir heima til að létta á umferðinni. „Tilfinningin segir okkur að það er meira af fólki í vögnunum, sérstaklega seinnipartinn. Við höfum fengið einhverjar tilkynningar um það, allavega eina í morgun, um að vagn fylltist og komst ekki meira í hann. Það hefur merkjanlega verið fleira fólk.“ Veður Færð á vegum Vegagerð Strætó Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Gular viðvaranir hafa nú tekið gildi víðast hvar á landinu, ef frá eru talin Vestfirðir, Norðausturland og Faxaflói, vegna hvassviðris, rigningar og asahláku. Slík viðvörun tekur þó gildi á Vestfjörðum klukkan tvö. Eftir því sem líður á daginn falla þær úr gildi, fyrst á austurhluta landsins, en síðast við Faxaflóa klukkan níu í fyrramálið. Hringvegurinn er sem stendur lokaður á tveimur stöðum, annars vegar við Sandfell í Öræfum, og hins vegar frá Markarfljóti og austur að Vík, vegna mikils vinds. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er staðan þó nokkuð vænleg upp á framhaldið. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir vonir standa til þess að hægt verði að opna upp úr hádegi.Vísir/Einar „Veðrið er að ganga niður, þannig að við erum að undirbúa að opna aftur. Fyrst undir Eyjafjöllum og aðeins seinna í Öræfunum,“ segir G. Pétur Matthíasson, hjá Vegagerðinni. „Það er kannski svona upp úr hádeginu, sem það gæti farið að gerast.“ Búa sig undir aukið álag á slysó Á höfuðborgarsvæðinu og mun víðar hefur mikillar hálku gætt. Þrátt fyrir að nú sé tekið að leysa getur hálkan verið meiri en áður. Yfirlæknir á brátamóttökunni segir á þriðja tug hafa leitað aðhlynningar vegna hálkuslysa frá því tók að snjóa á þriðjudag. Hætta sé á að fleiri bætist við. „Það hefur verið nokkuð um beinbrot og jafnvel fólk sem hefur þurft innlagnir vegna þessa,“ segir Hjalti Már Björnsson, yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans. Hjalti Már Björnsson er yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Arnar „Miðað við reynslu fyrri ára er það einmitt þegar það fer að rigna og hlýna sem hálkan verður verri. Þannig að ég hef umtalsverðar áhyggjur af því að það verði mikið álag á spítalanum í dag, út af þessum hálkuslysum sem gætu orðið í dag þegar fer að hlýna.“ Strætó á eftir áætlun fram eftir degi Síðustu daga hefur umferðarþungi á höfuðborgarsvæðinu verið mikill, og strætisvagnar óvíða á áætlun. „Mér þykir alveg líklegt að það verði í dag, og fram eftir þessum degi, þangað til það hreinsast betur af götunum. Umferðin er á köflum mjög hæg,“ segir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturs hjá Strætó. Steinar Karl Hlífarsson segir útlit fyrir að Strætó verði sums staðar á eftir áætlun í dag. Fólk komist þó á milli staða að endingu.Strætó Borið hafi á því að fleiri hafi nýtt sér þjónustuna en oft áður, enda hafi fólk verið hvatt til að skilja bílinn eftir heima til að létta á umferðinni. „Tilfinningin segir okkur að það er meira af fólki í vögnunum, sérstaklega seinnipartinn. Við höfum fengið einhverjar tilkynningar um það, allavega eina í morgun, um að vagn fylltist og komst ekki meira í hann. Það hefur merkjanlega verið fleira fólk.“
Veður Færð á vegum Vegagerð Strætó Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira