Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. október 2025 20:03 Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. vísir/vilhelm Þungt andrúmsloft er innan dómsmálaráðuneytisins og ákveðinna deilda embættis ríkislögreglustjóra vegna greiðslna embættisins til ráðgjafafyrirtækisins Intru. Þremur reynsluboltum var sagt upp hjá embættinu í gær sem skjóti skökku við að mati starfsfólks sem baðst undan því að koma fram undir nafni. Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra vegna fjárútláta embættisins til eina starfsmanns ráðgjafafyrirtækisins Intru snemma í morgun. Dómsmálaráðherra hefur sagt það ljóst að verklagi hjá embættinu hafi verið ábótavant. Engin niðurstaða eða ákvörðun var tekin á fundinum en Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra óskaði eftir skýringum og upplýsingum fyrir fjárútlátum embættisins til Þórunnar Óðinsdóttur, stjórnunarráðgjafa og eiganda Intru. Eins og greint hefur verið frá hlaut hún verktakagreiðslur í fimm ár, sem nema samtals um 130 milljónum án virðisaukaskatts, eða frá því að Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók við embættinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er andrúmsloftið innan dómsmálaráðuneytisins þungt vegna málsins. Fólk sé hissa og blöskri fjárútlátin. Málið er til frekari vinnslu innan ráðuneytisins. Samkvæmt heimildum hefur dómsmálaráðuneytið verið að fylgjast með fjárútlátum ríkislögreglustjóra áður en fréttaflutningur vegna málsins hófst. Í málaskrá ráðuneytisins kemur fram að það hafi verið búið að vinna úttekt á fjármálum ríkislögreglustjóra í sumar. Fréttastofa Sýnar hefur óskað eftir umræddri úttekt. Ætla ekki að vera varðhundar kerfisins Bæði ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðherra hafa hafnað viðtalsbeiðnum fréttastofu í dag en Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði að loknum húsnæðisfundi í Úlfársárdal að málið væri litið alvarlegum augum. „Auðvitað slær þetta mig ekki vel. Þetta er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins núna að ná betur utan um málið. Við leggjum auðvitað mikið á okkur að senda þau skilaboð til allrar stjórnsýslunnar að fara vel með fé. Það eru ákveðnar reglur sem snúa að útboðsmálum og það verður að virða þær. Ég treysti dómsmálaráðuneytinu vel að komast til botns í þessu máli.“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.vísir/Ívar Telurðu hættu á að það séu fleiri svona mál í stjórnkerfinu? „Það er auðvitað erfitt að segja. Þetta kom mörgum að óvörum. Þegar um svona háar upphæðir er að ræða telur maður að það þurfi að fara í útboð. Þetta þarf að skoða betur. Við ætlum ekki að vera varðhundar kerfisins. Við ætlum að lyfta öllum steinum og ef það þarf að fara betur með fé einhvers staðar þá munum við auðvitað hvetja til þess.“ Uppsagnir skjóti skökku við í ljósi ráðningar ráðgjafans Starfsmannafundur fór fram í húsakynnum ríkislögreglustjóra í morgun í kjölfar fundar með dómsmálaráðherra. Eins og greint hefur verið frá voru uppsagnir tilkynntar innan embættisins í gær. Samkvæmt starfsfólki sem fréttastofa hefur rætt við skjóti það skökku við, sérstaklega í ljósi þeirra fjárútláta sem hafa verið í umfjöllun. Ráðgjafi Intru var ráðin í tímabundið starf tveimur dögum eftir að fréttastofa Ríkisútvarpsins fór að grennslast um fyrir málinu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var fundurinn til þess gerður að bæta móralinn á vinnustaðnum. Starfsfólk sem hefur gefið sig á tal við fréttastofu í dag segir að fólki hafi verið nokkuð brugðið vegna málsins og uppsagna. Ósætti sé innan ákveðinna deilda vegna þessa. Í gær var greint frá því að um tíu uppsagnir væri að ræða en í raun eru það fimm til sex uppsagnir. Í heildina falla um tuttugu stöður niður þar sem ekki er verið að endurráða í lausar stöður. Sumir tímabundnir samningar verða ekki endurnýjaðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu var til dæmis þremur konum í landamæraeftirliti Ríkislögreglustjóra sagt upp. Engar konur starfa lengur innan deildarinnar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Um reynslumikið og duglegt starfsfólk hafi verið að ræða. Ósætti innan ákveðinna deilda Samkvæmt þeim sem fréttastofa hefur rætt við í dag er andrúmsloftið nokkuð mismunandi eftir deildum. Sumir hafa talað um að ríkislögreglustjóri sé „búinn að missa klefann“ innan ákveðinna deilda. Aðrir eru ánægðir með hennar störf. Þá virtist vera þó nokkur hræðsla meðal starfsfólks við að tjá sig við fjölmiðla. Sumt starfsfólk lýsti ákveðinni frændhygli innan embættisins. Fólk innan ákveðinna deilda var verulega ósátt með störf ráðgjafa Intru innan embættisins. Þórunn var ráðin sem sérfræðingur í straumlínulögun og tók að sér ýmis verkefni fyrir embættið. Sumir virðast upplifa að hún hafi í rauninni gert það sem hana langaði til að hverju sinni. „Hún er á opnum tékka að gera bara eitthvað. Við vorum farin að spá í því hver þessi manneskja væri og við hvað hún væri að vinna við fyrir ári síðan,“ sagði einn starfsmaður til að mynda. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur hafnað viðtalsbeiðnum fréttastofu til að varpa ljósi á nákvæm störf ráðgjafans. Lögreglan Rekstur hins opinbera Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira
Dómsmálaráðherra fundaði með ríkislögreglustjóra vegna fjárútláta embættisins til eina starfsmanns ráðgjafafyrirtækisins Intru snemma í morgun. Dómsmálaráðherra hefur sagt það ljóst að verklagi hjá embættinu hafi verið ábótavant. Engin niðurstaða eða ákvörðun var tekin á fundinum en Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra óskaði eftir skýringum og upplýsingum fyrir fjárútlátum embættisins til Þórunnar Óðinsdóttur, stjórnunarráðgjafa og eiganda Intru. Eins og greint hefur verið frá hlaut hún verktakagreiðslur í fimm ár, sem nema samtals um 130 milljónum án virðisaukaskatts, eða frá því að Sigríður Björk Guðjónsdóttir tók við embættinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er andrúmsloftið innan dómsmálaráðuneytisins þungt vegna málsins. Fólk sé hissa og blöskri fjárútlátin. Málið er til frekari vinnslu innan ráðuneytisins. Samkvæmt heimildum hefur dómsmálaráðuneytið verið að fylgjast með fjárútlátum ríkislögreglustjóra áður en fréttaflutningur vegna málsins hófst. Í málaskrá ráðuneytisins kemur fram að það hafi verið búið að vinna úttekt á fjármálum ríkislögreglustjóra í sumar. Fréttastofa Sýnar hefur óskað eftir umræddri úttekt. Ætla ekki að vera varðhundar kerfisins Bæði ríkislögreglustjóri og dómsmálaráðherra hafa hafnað viðtalsbeiðnum fréttastofu í dag en Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði að loknum húsnæðisfundi í Úlfársárdal að málið væri litið alvarlegum augum. „Auðvitað slær þetta mig ekki vel. Þetta er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins núna að ná betur utan um málið. Við leggjum auðvitað mikið á okkur að senda þau skilaboð til allrar stjórnsýslunnar að fara vel með fé. Það eru ákveðnar reglur sem snúa að útboðsmálum og það verður að virða þær. Ég treysti dómsmálaráðuneytinu vel að komast til botns í þessu máli.“ Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.vísir/Ívar Telurðu hættu á að það séu fleiri svona mál í stjórnkerfinu? „Það er auðvitað erfitt að segja. Þetta kom mörgum að óvörum. Þegar um svona háar upphæðir er að ræða telur maður að það þurfi að fara í útboð. Þetta þarf að skoða betur. Við ætlum ekki að vera varðhundar kerfisins. Við ætlum að lyfta öllum steinum og ef það þarf að fara betur með fé einhvers staðar þá munum við auðvitað hvetja til þess.“ Uppsagnir skjóti skökku við í ljósi ráðningar ráðgjafans Starfsmannafundur fór fram í húsakynnum ríkislögreglustjóra í morgun í kjölfar fundar með dómsmálaráðherra. Eins og greint hefur verið frá voru uppsagnir tilkynntar innan embættisins í gær. Samkvæmt starfsfólki sem fréttastofa hefur rætt við skjóti það skökku við, sérstaklega í ljósi þeirra fjárútláta sem hafa verið í umfjöllun. Ráðgjafi Intru var ráðin í tímabundið starf tveimur dögum eftir að fréttastofa Ríkisútvarpsins fór að grennslast um fyrir málinu. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var fundurinn til þess gerður að bæta móralinn á vinnustaðnum. Starfsfólk sem hefur gefið sig á tal við fréttastofu í dag segir að fólki hafi verið nokkuð brugðið vegna málsins og uppsagna. Ósætti sé innan ákveðinna deilda vegna þessa. Í gær var greint frá því að um tíu uppsagnir væri að ræða en í raun eru það fimm til sex uppsagnir. Í heildina falla um tuttugu stöður niður þar sem ekki er verið að endurráða í lausar stöður. Sumir tímabundnir samningar verða ekki endurnýjaðir. Samkvæmt heimildum fréttastofu var til dæmis þremur konum í landamæraeftirliti Ríkislögreglustjóra sagt upp. Engar konur starfa lengur innan deildarinnar samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Um reynslumikið og duglegt starfsfólk hafi verið að ræða. Ósætti innan ákveðinna deilda Samkvæmt þeim sem fréttastofa hefur rætt við í dag er andrúmsloftið nokkuð mismunandi eftir deildum. Sumir hafa talað um að ríkislögreglustjóri sé „búinn að missa klefann“ innan ákveðinna deilda. Aðrir eru ánægðir með hennar störf. Þá virtist vera þó nokkur hræðsla meðal starfsfólks við að tjá sig við fjölmiðla. Sumt starfsfólk lýsti ákveðinni frændhygli innan embættisins. Fólk innan ákveðinna deilda var verulega ósátt með störf ráðgjafa Intru innan embættisins. Þórunn var ráðin sem sérfræðingur í straumlínulögun og tók að sér ýmis verkefni fyrir embættið. Sumir virðast upplifa að hún hafi í rauninni gert það sem hana langaði til að hverju sinni. „Hún er á opnum tékka að gera bara eitthvað. Við vorum farin að spá í því hver þessi manneskja væri og við hvað hún væri að vinna við fyrir ári síðan,“ sagði einn starfsmaður til að mynda. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri hefur hafnað viðtalsbeiðnum fréttastofu til að varpa ljósi á nákvæm störf ráðgjafans.
Lögreglan Rekstur hins opinbera Greiðslur ríkislögreglustjóra til Intra Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Sjá meira