Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2025 10:30 Leikmenn norðurírska landsliðsins sprelluðu í Reykjavík í gær en alvaran tekur við í dag. Skjáskot/@northernireland Norðurírsku landsliðskonurnar virðast síður en svo hafa látið það á sig fá að lenda í snjókomunni miklu í Reykjavík í gær. Þær hafa brugðið á leik á samfélagsmiðlum á meðan að þær bíða eftir leiknum mikilvæga við Ísland í dag, í umspili Þjóðadeildarinnar í fótbolta. Ísland er í góðri stöðu í einvígi liðanna eftir 2-0 sigur ytra á föstudaginn. Seinni leikurinn átti að vera á Laugardalsvelli í gær en honum var frestað og hann færður, og ráðast úrslitin á Þróttarvelli klukkan 17 í dag. Fyrst að þær gátu ekki spilað í gær ákváðu norðurírsku stelpurnar að búa til örstuttan fréttaþátt um stöðuna á Íslandi, á laufléttum nótum, til að sýna stuðningsmönnum sínum heima fyrir. Útkomuna má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Northern Ireland (@northernireland) Leyla McFarland, sem lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Íslandi á föstudaginn, er ákveðinn senuþjófur í myndbandinu þar sem hún er í hlutverki fréttakonu á staðnum. Fámáll snjókall kemur líka við sögu. Íslensku landsliðskonurnar voru einnig á ferli í snjókomunni í gær og létu sig ekki muna um að hjálpa bílstjórum í vanda eins og fjallað var um í gær. Alvaran tekur við klukkan 17 í dag þegar seinni leikur þjóðanna hefst en vonir standa til þess að hægt verði að hreinsa Þróttarvöll í dag og gera gervigrasið þar klárt fyrir þennan mikilvæga landsleik. Sigurliðið spilar í A-deild í undankeppni HM 2027 á næsta ári og mun eiga umtalsvert betri möguleika á að komast á sitt fyrsta heimsmeistaramót. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Ísland er í góðri stöðu í einvígi liðanna eftir 2-0 sigur ytra á föstudaginn. Seinni leikurinn átti að vera á Laugardalsvelli í gær en honum var frestað og hann færður, og ráðast úrslitin á Þróttarvelli klukkan 17 í dag. Fyrst að þær gátu ekki spilað í gær ákváðu norðurírsku stelpurnar að búa til örstuttan fréttaþátt um stöðuna á Íslandi, á laufléttum nótum, til að sýna stuðningsmönnum sínum heima fyrir. Útkomuna má sjá hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Northern Ireland (@northernireland) Leyla McFarland, sem lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Íslandi á föstudaginn, er ákveðinn senuþjófur í myndbandinu þar sem hún er í hlutverki fréttakonu á staðnum. Fámáll snjókall kemur líka við sögu. Íslensku landsliðskonurnar voru einnig á ferli í snjókomunni í gær og létu sig ekki muna um að hjálpa bílstjórum í vanda eins og fjallað var um í gær. Alvaran tekur við klukkan 17 í dag þegar seinni leikur þjóðanna hefst en vonir standa til þess að hægt verði að hreinsa Þróttarvöll í dag og gera gervigrasið þar klárt fyrir þennan mikilvæga landsleik. Sigurliðið spilar í A-deild í undankeppni HM 2027 á næsta ári og mun eiga umtalsvert betri möguleika á að komast á sitt fyrsta heimsmeistaramót.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira