Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Eiður Þór Árnason skrifar 28. október 2025 18:52 Umferð hefur víða raskast vegna snjóþungans í dag. Landsbjörg Áfram eru miklar tafir á ferðum Strætó á höfuðborgarsvæðinu og eru farþegar beðnir um að sýna þolinmæði. Fimm strætisvagnar eru fastir en aðeins einn sagður trufla umferð. Engir vagnar eru á nagladekkjum. Mælt er með því að fólk fylgist með staðsetningu vagna á rauntímakorti sem aðgengilegt er í appi og á heimasíðu Strætó í stað þess að einblína á tímatöflur. Þetta sagði Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs hjá Strætó, í samtali við fréttastofu á sjötta tímanum í dag. Steinar Karl Hlífarsson segir daginn hafa verið krefjandi fyrir Strætó eins og aðra. Strætó „Það gengur ekkert sérstaklega vel en það er svona að greiðast úr þessu. Það er líka því að þakka að það er búið að minnka mikið umferð á götunum núna og hætt að snjóa. Áætlunin er mjög mikið úr skorðum en við erum samt með bíla á öllum leiðum og að halda þjónustu á öllum leiðum,“ segir Steinar. Ólíklegt sé að það náist að rétta af tímaáætlanir fyrr en seint í kvöld. Mikið af fólki sé búið að vera í vögnunum í dag og greinileg aukning eftir hádegi miðað við venjubundnari þriðjudag. „Þetta gengur hægt en þetta gengur. Heilt yfir er þetta allt í lagi og engin óhöpp eða þannig. Þetta hefur gengið ágætlega miðað við aðstæður.“ Steinar segir að vagnar séu fastir við Óla Rún tún og Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði, Stekkjarbakka og Gufunes í Reykjavík og Miðgarð í Garðabæ. Sá fyrsti sé bilaður en aðrir séu ekki fastir í umferðinni. Unnið sé að því að láta dráttarbíl færa vagnana. Ekki á nöglum Engir strætisvagnar eru á nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu í dag. „Það var samningur gerður við borgina um að strætóleiðir væru í forgangi varðandi mokstur og þá værum við ekki á nöglum. Þetta hefur gengið ágætlega og við þurfum í 99,99% tilfella ekki að vera á nöglum,“ segir Steinar. Hann á von á því að staðan á leiðakerfinu lagist í kvöld eftir því sem snjómokstur heldur áfram og umferð minnkar. Fréttin hefur verið uppfærð. Strætó Veður Tengdar fréttir Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag. 28. október 2025 13:58 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira
Mælt er með því að fólk fylgist með staðsetningu vagna á rauntímakorti sem aðgengilegt er í appi og á heimasíðu Strætó í stað þess að einblína á tímatöflur. Þetta sagði Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs hjá Strætó, í samtali við fréttastofu á sjötta tímanum í dag. Steinar Karl Hlífarsson segir daginn hafa verið krefjandi fyrir Strætó eins og aðra. Strætó „Það gengur ekkert sérstaklega vel en það er svona að greiðast úr þessu. Það er líka því að þakka að það er búið að minnka mikið umferð á götunum núna og hætt að snjóa. Áætlunin er mjög mikið úr skorðum en við erum samt með bíla á öllum leiðum og að halda þjónustu á öllum leiðum,“ segir Steinar. Ólíklegt sé að það náist að rétta af tímaáætlanir fyrr en seint í kvöld. Mikið af fólki sé búið að vera í vögnunum í dag og greinileg aukning eftir hádegi miðað við venjubundnari þriðjudag. „Þetta gengur hægt en þetta gengur. Heilt yfir er þetta allt í lagi og engin óhöpp eða þannig. Þetta hefur gengið ágætlega miðað við aðstæður.“ Steinar segir að vagnar séu fastir við Óla Rún tún og Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði, Stekkjarbakka og Gufunes í Reykjavík og Miðgarð í Garðabæ. Sá fyrsti sé bilaður en aðrir séu ekki fastir í umferðinni. Unnið sé að því að láta dráttarbíl færa vagnana. Ekki á nöglum Engir strætisvagnar eru á nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu í dag. „Það var samningur gerður við borgina um að strætóleiðir væru í forgangi varðandi mokstur og þá værum við ekki á nöglum. Þetta hefur gengið ágætlega og við þurfum í 99,99% tilfella ekki að vera á nöglum,“ segir Steinar. Hann á von á því að staðan á leiðakerfinu lagist í kvöld eftir því sem snjómokstur heldur áfram og umferð minnkar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Strætó Veður Tengdar fréttir Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag. 28. október 2025 13:58 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Sjá meira
Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag. 28. október 2025 13:58