Handbolti

„Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“

Hjörvar Ólafsson skrifar
Birgir Már Birgisson var öflugur á báðum endum vallarins í kvöld. 
Birgir Már Birgisson var öflugur á báðum endum vallarins í kvöld.  Vísir/Pawel

Birgir Már Birgisson var hetja FH-liðsins þegar liðið bar sigurorð af Haukum í áttundu umferð Olís-deildar karla í hanbolta í Kaplakrika í kvöld. 

„Mér leið bara mjög vel þegar ég fór inn úr horninu og var nokkuð viss um að ég myndi skora. Við náðum góðri sókn, spiluðum vel og strákarnir opnuðu hornið fyrir mig. Það var mjög ljúft að sjá boltann í netinu,“ sagði Birgir Már um færið sem hann skoraði úr og tryggði FH montréttinn fram að næstu rimmu liðanna.

„Þetta var bara týpískur FH-Haukar leikur. Hart barist, mikið um pústra og hörku stemming hér í Krikanum. Bara allt eins og það á að vera.

Það er frábært að ná að tryggja okkur sigurinn eftir allt sem við lögðum í leikinn,“ sagði Birgir Már enn fremur.

„Það eru margir leikmenn hjá okkur að spila sinn fyrsta nágrannaslag í meistaraflokki og þeir stóðu sig bara heilt yfir mjög vel. Við fengum framlag úr mörgum áttum og það var liðsheildin sem skilaði þessum sigri,“ sagði hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×