„Ákveðið sjokk“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. október 2025 11:30 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks. Vísir/Sigurjón Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir leikmenn liðsins ákveðna í því að vinna sinn fyrsta leik í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar gegn KuPS frá Finnlandi á Laugardalsvelli í dag. Vikan hefur vægast sagt verið viðburðarrík. Leikmenn Blika fengu ákveðið sjokk á mánudaginn var þegar Halldóri Árnasyni var sagt upp störfum sem þjálfari liðsins, aðeins ári eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum. „Auðvitað eru þetta mikil viðbrigði og ákveðið sjokk. En svo er bara það stutt í þennan risa leik að fókusinn neyðist til að vera á morgundeginum og að undirbúa hann. Fyrst og fremst finnst mér hópurinn vera einbeittur á leikinn,“ segir Höskuldur. Ólafur Ingi Skúlason hætti sem þjálfari U21 landsliðs karla til að taka við þjálfarastarfinu hjá Blikum. Hann er í fyrsta sinn aðalþjálfari hjá félagsliði en Höskuldur segir hann hafa komið ágætlega inn - þó hann hafi haft skamman tíma að vinna með liðinu fyrir leik dagsins. „Þetta eru tvær heilar æfingar. Hann hefur komið fínt inn í þetta og fundið gott jafnvægi í því að innleiða ekki of mikið of fljótt. Teymið hefur unnið í því að greina andstæðinginn og hvernig við getum sært þá í þessum leik. Núna er að gíra upp stemninguna og fá góðan skriðþunga í þessari keppni,“ segir Höskuldur. Skammt er stórra högga á milli en Blikar spila hreinan úrslitaleik við Stjörnuna á sunnudaginn kemur sem ræður því hvort liðanna leikur í Evrópukeppni á næsta ári. Eftir það tekur restin af deildarkeppni Sambandsdeildarinnar við. „Þetta eru stórir leikir sem eru fram undan í þessari viku, tveir risa leikir. Það er lygilega mikið eftir af tímabilinu hjá okkur. Að einhverju leyti er deildarkeppnina að hefjast og við erum sannarlega í færi að gera gott mót hér. Allir sjá að við horfum í að sækja stig í þessum heimaleikjum. Vonandi gerum við það og komum okkur í góða stöðu,“ segir Höskuldur. „Við ætlum að sækja til sigurs. Það er ásetningur okkar fyrir leikinn, án þess að ég kannist mikið við þetta lið eða finnsku deildina, þá held ég að þetta sé lið á svipuðum stað og við. Þú þarft að fara í alla leiki með virkilega trú á því að þú getir sótt til sigurs og tengt saman góða frammistöðu og úrslitin með. Það er það sem við þurfum að knýja fram,“ segir Höskuldur enn fremur. Klippa: Ákveðið sjokk en fullur fókus Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik og KuPS mætast klukkan 16:45 í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Leikmenn Blika fengu ákveðið sjokk á mánudaginn var þegar Halldóri Árnasyni var sagt upp störfum sem þjálfari liðsins, aðeins ári eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum. „Auðvitað eru þetta mikil viðbrigði og ákveðið sjokk. En svo er bara það stutt í þennan risa leik að fókusinn neyðist til að vera á morgundeginum og að undirbúa hann. Fyrst og fremst finnst mér hópurinn vera einbeittur á leikinn,“ segir Höskuldur. Ólafur Ingi Skúlason hætti sem þjálfari U21 landsliðs karla til að taka við þjálfarastarfinu hjá Blikum. Hann er í fyrsta sinn aðalþjálfari hjá félagsliði en Höskuldur segir hann hafa komið ágætlega inn - þó hann hafi haft skamman tíma að vinna með liðinu fyrir leik dagsins. „Þetta eru tvær heilar æfingar. Hann hefur komið fínt inn í þetta og fundið gott jafnvægi í því að innleiða ekki of mikið of fljótt. Teymið hefur unnið í því að greina andstæðinginn og hvernig við getum sært þá í þessum leik. Núna er að gíra upp stemninguna og fá góðan skriðþunga í þessari keppni,“ segir Höskuldur. Skammt er stórra högga á milli en Blikar spila hreinan úrslitaleik við Stjörnuna á sunnudaginn kemur sem ræður því hvort liðanna leikur í Evrópukeppni á næsta ári. Eftir það tekur restin af deildarkeppni Sambandsdeildarinnar við. „Þetta eru stórir leikir sem eru fram undan í þessari viku, tveir risa leikir. Það er lygilega mikið eftir af tímabilinu hjá okkur. Að einhverju leyti er deildarkeppnina að hefjast og við erum sannarlega í færi að gera gott mót hér. Allir sjá að við horfum í að sækja stig í þessum heimaleikjum. Vonandi gerum við það og komum okkur í góða stöðu,“ segir Höskuldur. „Við ætlum að sækja til sigurs. Það er ásetningur okkar fyrir leikinn, án þess að ég kannist mikið við þetta lið eða finnsku deildina, þá held ég að þetta sé lið á svipuðum stað og við. Þú þarft að fara í alla leiki með virkilega trú á því að þú getir sótt til sigurs og tengt saman góða frammistöðu og úrslitin með. Það er það sem við þurfum að knýja fram,“ segir Höskuldur enn fremur. Klippa: Ákveðið sjokk en fullur fókus Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik og KuPS mætast klukkan 16:45 í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira