„Ákveðið sjokk“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. október 2025 11:30 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks. Vísir/Sigurjón Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir leikmenn liðsins ákveðna í því að vinna sinn fyrsta leik í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar gegn KuPS frá Finnlandi á Laugardalsvelli í dag. Vikan hefur vægast sagt verið viðburðarrík. Leikmenn Blika fengu ákveðið sjokk á mánudaginn var þegar Halldóri Árnasyni var sagt upp störfum sem þjálfari liðsins, aðeins ári eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum. „Auðvitað eru þetta mikil viðbrigði og ákveðið sjokk. En svo er bara það stutt í þennan risa leik að fókusinn neyðist til að vera á morgundeginum og að undirbúa hann. Fyrst og fremst finnst mér hópurinn vera einbeittur á leikinn,“ segir Höskuldur. Ólafur Ingi Skúlason hætti sem þjálfari U21 landsliðs karla til að taka við þjálfarastarfinu hjá Blikum. Hann er í fyrsta sinn aðalþjálfari hjá félagsliði en Höskuldur segir hann hafa komið ágætlega inn - þó hann hafi haft skamman tíma að vinna með liðinu fyrir leik dagsins. „Þetta eru tvær heilar æfingar. Hann hefur komið fínt inn í þetta og fundið gott jafnvægi í því að innleiða ekki of mikið of fljótt. Teymið hefur unnið í því að greina andstæðinginn og hvernig við getum sært þá í þessum leik. Núna er að gíra upp stemninguna og fá góðan skriðþunga í þessari keppni,“ segir Höskuldur. Skammt er stórra högga á milli en Blikar spila hreinan úrslitaleik við Stjörnuna á sunnudaginn kemur sem ræður því hvort liðanna leikur í Evrópukeppni á næsta ári. Eftir það tekur restin af deildarkeppni Sambandsdeildarinnar við. „Þetta eru stórir leikir sem eru fram undan í þessari viku, tveir risa leikir. Það er lygilega mikið eftir af tímabilinu hjá okkur. Að einhverju leyti er deildarkeppnina að hefjast og við erum sannarlega í færi að gera gott mót hér. Allir sjá að við horfum í að sækja stig í þessum heimaleikjum. Vonandi gerum við það og komum okkur í góða stöðu,“ segir Höskuldur. „Við ætlum að sækja til sigurs. Það er ásetningur okkar fyrir leikinn, án þess að ég kannist mikið við þetta lið eða finnsku deildina, þá held ég að þetta sé lið á svipuðum stað og við. Þú þarft að fara í alla leiki með virkilega trú á því að þú getir sótt til sigurs og tengt saman góða frammistöðu og úrslitin með. Það er það sem við þurfum að knýja fram,“ segir Höskuldur enn fremur. Klippa: Ákveðið sjokk en fullur fókus Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik og KuPS mætast klukkan 16:45 í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Sjá meira
Leikmenn Blika fengu ákveðið sjokk á mánudaginn var þegar Halldóri Árnasyni var sagt upp störfum sem þjálfari liðsins, aðeins ári eftir að hafa gert liðið að Íslandsmeisturum. „Auðvitað eru þetta mikil viðbrigði og ákveðið sjokk. En svo er bara það stutt í þennan risa leik að fókusinn neyðist til að vera á morgundeginum og að undirbúa hann. Fyrst og fremst finnst mér hópurinn vera einbeittur á leikinn,“ segir Höskuldur. Ólafur Ingi Skúlason hætti sem þjálfari U21 landsliðs karla til að taka við þjálfarastarfinu hjá Blikum. Hann er í fyrsta sinn aðalþjálfari hjá félagsliði en Höskuldur segir hann hafa komið ágætlega inn - þó hann hafi haft skamman tíma að vinna með liðinu fyrir leik dagsins. „Þetta eru tvær heilar æfingar. Hann hefur komið fínt inn í þetta og fundið gott jafnvægi í því að innleiða ekki of mikið of fljótt. Teymið hefur unnið í því að greina andstæðinginn og hvernig við getum sært þá í þessum leik. Núna er að gíra upp stemninguna og fá góðan skriðþunga í þessari keppni,“ segir Höskuldur. Skammt er stórra högga á milli en Blikar spila hreinan úrslitaleik við Stjörnuna á sunnudaginn kemur sem ræður því hvort liðanna leikur í Evrópukeppni á næsta ári. Eftir það tekur restin af deildarkeppni Sambandsdeildarinnar við. „Þetta eru stórir leikir sem eru fram undan í þessari viku, tveir risa leikir. Það er lygilega mikið eftir af tímabilinu hjá okkur. Að einhverju leyti er deildarkeppnina að hefjast og við erum sannarlega í færi að gera gott mót hér. Allir sjá að við horfum í að sækja stig í þessum heimaleikjum. Vonandi gerum við það og komum okkur í góða stöðu,“ segir Höskuldur. „Við ætlum að sækja til sigurs. Það er ásetningur okkar fyrir leikinn, án þess að ég kannist mikið við þetta lið eða finnsku deildina, þá held ég að þetta sé lið á svipuðum stað og við. Þú þarft að fara í alla leiki með virkilega trú á því að þú getir sótt til sigurs og tengt saman góða frammistöðu og úrslitin með. Það er það sem við þurfum að knýja fram,“ segir Höskuldur enn fremur. Klippa: Ákveðið sjokk en fullur fókus Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik og KuPS mætast klukkan 16:45 í dag. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu