„Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2025 10:43 Viktor Bjarki Daðason skráði sig í sögubækur Meistaradeildar Evrópu. EPA/Liselotte Sabroe „Ég get ekki einu sinni lýst tilfinningunni. Það er auðvitað búinn að vera draumur að spila í Meistaradeild Evrópu síðan ég var lítill, og að skora er náttúrulega bara annar draumur,“ segir Viktor Bjarki Daðason, yngsti markaskorari Íslands í Meistaradeildinni í fótbolta frá upphafi. Viktor Bjarki ræddi við Stefán Árna Pálsson eftir að hafa orðið sá þriðji yngsti í allri sögunni til að skora í Meistaradeildinni, aðeins 17 ára og 113 daga gamall, fyrir FCK gegn Dortmund í vikunni. Viðtalið má sjá hér að neðan. Viktor segir það hafa verið magnað að heyra Meistaradeildarlagið í fyrsta sinn sem leikmaður: „Það var gæsahúð. Ég fékk alltaf gæsahúð þegar ég var uppi í stúku eða hreinlega heima að horfa á Champions League en að vera svo á bekknum þegar lagið var spilað var allt önnur tilfinning.“ Aðeins stjörnurnar Ansu Fati og Lamine Yamal hafa verið yngri og skorað í Meistaradeild Evrópu. Viktor, sem sló ungur í gegn hjá Fram áður en hann fór svo til FCK, er því í þriðja sæti listans en var ekkert að spá í það fyrir fram. „Nei, ég hafði enga hugmynd. Ég var ekki að pæla í því fyrir leikinn. Ég var meira búinn að pæla í að gera mig ready til að koma inn á. Svo fékk ég bara skilaboð eftir leikinn um að ég væri á topp 3 yfir yngstu markaskorara í Champions League. Það er auðvitað líka skemmtilegt. Yamal er líka ungur en er búinn að skapa sér svo stórt nafn að allir í heiminum vita hver hann er. Hann er rosalegur og það er heiður að fá að vera í sama flokki og hann,“ sagði Viktor. Viktor er sonur þeirra Dagbjartar Rutar Bjarnadóttur og Daða Hafþórssonar, fyrrverandi handboltamanns, og þau styðja vel við soninn í fyrstu sporunum í atvinnumennsku: „Pabbi er oftast með mér, því hann getur unnið að heiman, og svo kemur mamma þegar hún getur líka,“ segir Viktor. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Markið sem kom Viktori Bjarka Daðasyni í sögubækurnar, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld, má nú sjá á Vísi sem og öll mörkin sem Arsenal, PSG, Barcelona og fleiri lið röðuðu inn. 22. október 2025 08:29 Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Íslenski framherjinn Viktor Bjarki Daðason komst í kvöld í hóp yngstu markaskorara í sögu Meistaradeildarinnar. Þá erum við ekki að tala um Ísland heldur alla Evrópu. 21. október 2025 21:35 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira
Viktor Bjarki ræddi við Stefán Árna Pálsson eftir að hafa orðið sá þriðji yngsti í allri sögunni til að skora í Meistaradeildinni, aðeins 17 ára og 113 daga gamall, fyrir FCK gegn Dortmund í vikunni. Viðtalið má sjá hér að neðan. Viktor segir það hafa verið magnað að heyra Meistaradeildarlagið í fyrsta sinn sem leikmaður: „Það var gæsahúð. Ég fékk alltaf gæsahúð þegar ég var uppi í stúku eða hreinlega heima að horfa á Champions League en að vera svo á bekknum þegar lagið var spilað var allt önnur tilfinning.“ Aðeins stjörnurnar Ansu Fati og Lamine Yamal hafa verið yngri og skorað í Meistaradeild Evrópu. Viktor, sem sló ungur í gegn hjá Fram áður en hann fór svo til FCK, er því í þriðja sæti listans en var ekkert að spá í það fyrir fram. „Nei, ég hafði enga hugmynd. Ég var ekki að pæla í því fyrir leikinn. Ég var meira búinn að pæla í að gera mig ready til að koma inn á. Svo fékk ég bara skilaboð eftir leikinn um að ég væri á topp 3 yfir yngstu markaskorara í Champions League. Það er auðvitað líka skemmtilegt. Yamal er líka ungur en er búinn að skapa sér svo stórt nafn að allir í heiminum vita hver hann er. Hann er rosalegur og það er heiður að fá að vera í sama flokki og hann,“ sagði Viktor. Viktor er sonur þeirra Dagbjartar Rutar Bjarnadóttur og Daða Hafþórssonar, fyrrverandi handboltamanns, og þau styðja vel við soninn í fyrstu sporunum í atvinnumennsku: „Pabbi er oftast með mér, því hann getur unnið að heiman, og svo kemur mamma þegar hún getur líka,“ segir Viktor.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Tengdar fréttir Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Markið sem kom Viktori Bjarka Daðasyni í sögubækurnar, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld, má nú sjá á Vísi sem og öll mörkin sem Arsenal, PSG, Barcelona og fleiri lið röðuðu inn. 22. október 2025 08:29 Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Íslenski framherjinn Viktor Bjarki Daðason komst í kvöld í hóp yngstu markaskorara í sögu Meistaradeildarinnar. Þá erum við ekki að tala um Ísland heldur alla Evrópu. 21. október 2025 21:35 Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Fleiri fréttir Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira
Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Markið sem kom Viktori Bjarka Daðasyni í sögubækurnar, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld, má nú sjá á Vísi sem og öll mörkin sem Arsenal, PSG, Barcelona og fleiri lið röðuðu inn. 22. október 2025 08:29
Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Íslenski framherjinn Viktor Bjarki Daðason komst í kvöld í hóp yngstu markaskorara í sögu Meistaradeildarinnar. Þá erum við ekki að tala um Ísland heldur alla Evrópu. 21. október 2025 21:35