Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. október 2025 09:52 Almannarómur mun þjóna sem starfsstöð New Nordics AI á Íslandi. Almannarómur er óháð sjálfseignarstofnun og miðstöð máltækni, samkvæmt samningi við menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið. New Nordics AI, ný norræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð, verður opnuð í dag. Aðalskrifstofur miðstöðvarinnar verða í Stokkhólmi en opnunarhátíðin fer fram í Helsinki, í tenglsum við formennsku Finnlands og Álandseyja í Norrænu ráðherranefndinni. Um er að ræða samstarf fimm leiðandi aðila í gervigreind: Almannaróms á Íslandi, Ai Sweden í Svíþjóð, AI Finland í Finnlandi, Digital Dogme í Danmörku og Tek Norge í Noregi. „Þessar stofnanir munu þjóna sem starfsstöðvar miðstöðvarinnar í hverju landi fyrir sig og vinna náið með höfuðstöðvunum í Stokkhólmi. Ætlunin er að Eystrasaltsríkin taki þátt í miðstöðinni á komandi misserum. Með því að sameina krafta sína geta löndin auðveldað notkun og þróun gervigreindar og styrkt stöðu sína í málaflokknum í alþjóðlegu samhengi,“ segir í tilkynningu frá Almannarómi. Meðal fyrstu verkefna New Nordics AI verður að koma á fót vettvangi til innleiðingar og túlkunar á nýrri gervigreindarreglugerð Evrópusambandsins, samstarfsvettvangi um stór mállíkön fyrir svæið og verkefni um samspil gervigreindar og orkunotkunar. Verkefnið nýtur stuðnings allra norrænu ríkjanna og hlaut í sumar stofnframlag frá Norrænu ráðherranefndinni upp á tæpar 570 milljónir króna. Þá hafa Google, Microsoft og Nordic Innovation samþykkt að styðja verkefnið fjárhagslega. „Gervigreindarmiðstöðin er lykilatriði í markmiði okkar um að gera Norðurlöndin að sjálbærasta og tengdasta svæði í heimi. Norrræna-baltneska svæðið hefur einstakt tækifæri til að verða leiðandi í ábyrgri gervigreind, með góðri samvinnu þvert á landamæri og geria og styrkja þannig samkeppnishæfni svæðisins með uppbyggingu sjálfbærrar framtíðar,“ segir Karen Elleman, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. „Ég er stolt af því að Norræna ráðherranefndin styrki og styðji við þetta verkefni. Í miðju alþjóðlegu gervigreindarkapphlaupi kostar að afhafast ekkert. Því gleður það mig að við getum státað af þessu verkefni og að við séum í því saman.“ Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, segir að í gegnum þátttöku í New Nordics AI muni Íslendingar geta byggt á styrkleikum nágrannaþjóðanna í gervigreind og deilt sínum styrkleikum með þeim. „Norðurlöndin senda með þessu skilaboð út í heim um samstöðu og áherslu á þróun og innleiðingu gervigreindar sem tekur mið af okkar gildum og menningu. Þar kemur Almannarómur inn með mikla reynslu af þróun tækni sem er sérsniðin að litlu málsvæði og menningu, og mun sú reynsla nýtast miðstöðinni vel í komandi verkefnum fyrir svæðið í heild sinni.“ Gervigreind Íslensk tunga Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Sjá meira
Um er að ræða samstarf fimm leiðandi aðila í gervigreind: Almannaróms á Íslandi, Ai Sweden í Svíþjóð, AI Finland í Finnlandi, Digital Dogme í Danmörku og Tek Norge í Noregi. „Þessar stofnanir munu þjóna sem starfsstöðvar miðstöðvarinnar í hverju landi fyrir sig og vinna náið með höfuðstöðvunum í Stokkhólmi. Ætlunin er að Eystrasaltsríkin taki þátt í miðstöðinni á komandi misserum. Með því að sameina krafta sína geta löndin auðveldað notkun og þróun gervigreindar og styrkt stöðu sína í málaflokknum í alþjóðlegu samhengi,“ segir í tilkynningu frá Almannarómi. Meðal fyrstu verkefna New Nordics AI verður að koma á fót vettvangi til innleiðingar og túlkunar á nýrri gervigreindarreglugerð Evrópusambandsins, samstarfsvettvangi um stór mállíkön fyrir svæið og verkefni um samspil gervigreindar og orkunotkunar. Verkefnið nýtur stuðnings allra norrænu ríkjanna og hlaut í sumar stofnframlag frá Norrænu ráðherranefndinni upp á tæpar 570 milljónir króna. Þá hafa Google, Microsoft og Nordic Innovation samþykkt að styðja verkefnið fjárhagslega. „Gervigreindarmiðstöðin er lykilatriði í markmiði okkar um að gera Norðurlöndin að sjálbærasta og tengdasta svæði í heimi. Norrræna-baltneska svæðið hefur einstakt tækifæri til að verða leiðandi í ábyrgri gervigreind, með góðri samvinnu þvert á landamæri og geria og styrkja þannig samkeppnishæfni svæðisins með uppbyggingu sjálfbærrar framtíðar,“ segir Karen Elleman, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar. „Ég er stolt af því að Norræna ráðherranefndin styrki og styðji við þetta verkefni. Í miðju alþjóðlegu gervigreindarkapphlaupi kostar að afhafast ekkert. Því gleður það mig að við getum státað af þessu verkefni og að við séum í því saman.“ Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Almannaróms, segir að í gegnum þátttöku í New Nordics AI muni Íslendingar geta byggt á styrkleikum nágrannaþjóðanna í gervigreind og deilt sínum styrkleikum með þeim. „Norðurlöndin senda með þessu skilaboð út í heim um samstöðu og áherslu á þróun og innleiðingu gervigreindar sem tekur mið af okkar gildum og menningu. Þar kemur Almannarómur inn með mikla reynslu af þróun tækni sem er sérsniðin að litlu málsvæði og menningu, og mun sú reynsla nýtast miðstöðinni vel í komandi verkefnum fyrir svæðið í heild sinni.“
Gervigreind Íslensk tunga Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Sjá meira