Fótbolti

Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Danny Röhl þótti gera góða hluti með Sheffield Wednesday.
Danny Röhl þótti gera góða hluti með Sheffield Wednesday. getty/Stephen Pond

Danny Röhl hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri skoska stórveldisins Rangers. Stjóraleit félagsins hefur verið mikið til umfjöllunar undanfarna daga.

Russell Martin var sagt upp störfum hjá Rangers 5. október. Félagið ræddi í kjölfarið við Steven Gerrard, fyrrverandi stjóra Rangers, og Kevin Muscat, fyrrverandi leikmann liðsins, en viðræðurnar skiluðu ekki tilætluðum árangri.

Rangers hefur nú loks fundið nýjan stjóra en það er hinn 36 ára Röhl. Hann stýrði Sheffield Wednesday frá október 2023 fram í júlí 2025. Áður starfaði hann við þjálfun hjá RB Leipzig, Southampton, Bayern München og var aðstoðarþjálfari þýska landsliðsins.

Röhl skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við Rangers sem er í 6. sæti skosku úrvalsdeildarinnar.

Næsti leikur Rangers er gegn Brann, sem Freyr Alexandersson stýrir, í Evrópudeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×