Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2025 13:47 Bukayo Saka hélt að hann hefði fengið vítaspyrnu gegn Fulham. getty/Rob Newell Albert Brynjar Ingason vildi endilega fara yfir mögulegar vítaspyrnur sem Arsenal átti að fá gegn Fulham í Sunnudagsmessunni. Albert byrjaði á því að taka fyrir atvik á 56. mínútu þegar Viktor Gyökeres féll í vítateignum í baráttu við Jorge Cuenca. „Þetta er bara markspyrna,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Albert spurði þá hvað hefði gerst ef Gyökeres hefði dottið strax en ekki reynt að standa í lappirnar. „Líka markspyrna,“ sagði Adda sem gaf sig ekki. „Ef hann hefði dottið held ég að það hefði verið dæmt víti. Refsað fyrir heiðarleika.“ Klippa: Messan - víti sem Arsenal vildi fá Þessu næst fór Albert yfir atvik á 65. mínútu þegar Kevin tæklaði Bukayo Saka. Víti var dæmt en dómnum var snúið við eftir VAR-skoðun. „Fyrst fannst mér þetta vera víti, svo ekki vera víti og svo aftur vera víti út af því að hann fer í hnéð á honum. Þarna fer hann í hnéð og svo boltann. Ég skal bara gefa þér þetta víti,“ sagði Adda. Albert er þó ekki svo langt leiddur að hann telji samsæri vera í gangi gegn Arsenal. „Ég er ekki alveg það veikur. Ég tek ekki þátt í samsæriskenningum en þetta er dæmt víti. Þetta er að mínu mati rétt ákvörðun. Ekki augljós mistök og hann er heillengi að dæma þetta í skjánum. Kevin tekur þessa tæklingu. Það er þessi litla snerting á boltann sem breytir öllu en hann fer samt í hnéð á honum á undan,“ sagði Albert. „Ef hann hefði ekki tekið Saka niður hefði Kevin aldrei unnið boltann með þessari tæklingu. Þetta er núll eitt. Þetta skipti ekki máli. Enginn Arsenal-stuðningsmaður er heitur yfir þessu í dag því leikurinn vannst en þetta hefði bara lokað þessum leik. Þetta er fáránlegur dómur.“ Arsenal vann leikinn á Craven Cottage, 0-1, með marki Leandros Trossard. Liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Sjö leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni og það vantaði ekki fjörið í þá frekar en fyrri daginn. Alls voru nítján mörk skoruð og þá fór eitt rautt spjald á loft. 18. október 2025 22:30 Arsenal vann Lundúnaslaginn Fulham og Arsenal áttust við í dag í ensku úrvalsdeildinni þar sem Skytturnar fóru með 0-1 sigur af hólmi og tóku öll stigin þrjú á Craven Cottage. 18. október 2025 16:00 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Albert byrjaði á því að taka fyrir atvik á 56. mínútu þegar Viktor Gyökeres féll í vítateignum í baráttu við Jorge Cuenca. „Þetta er bara markspyrna,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Albert spurði þá hvað hefði gerst ef Gyökeres hefði dottið strax en ekki reynt að standa í lappirnar. „Líka markspyrna,“ sagði Adda sem gaf sig ekki. „Ef hann hefði dottið held ég að það hefði verið dæmt víti. Refsað fyrir heiðarleika.“ Klippa: Messan - víti sem Arsenal vildi fá Þessu næst fór Albert yfir atvik á 65. mínútu þegar Kevin tæklaði Bukayo Saka. Víti var dæmt en dómnum var snúið við eftir VAR-skoðun. „Fyrst fannst mér þetta vera víti, svo ekki vera víti og svo aftur vera víti út af því að hann fer í hnéð á honum. Þarna fer hann í hnéð og svo boltann. Ég skal bara gefa þér þetta víti,“ sagði Adda. Albert er þó ekki svo langt leiddur að hann telji samsæri vera í gangi gegn Arsenal. „Ég er ekki alveg það veikur. Ég tek ekki þátt í samsæriskenningum en þetta er dæmt víti. Þetta er að mínu mati rétt ákvörðun. Ekki augljós mistök og hann er heillengi að dæma þetta í skjánum. Kevin tekur þessa tæklingu. Það er þessi litla snerting á boltann sem breytir öllu en hann fer samt í hnéð á honum á undan,“ sagði Albert. „Ef hann hefði ekki tekið Saka niður hefði Kevin aldrei unnið boltann með þessari tæklingu. Þetta er núll eitt. Þetta skipti ekki máli. Enginn Arsenal-stuðningsmaður er heitur yfir þessu í dag því leikurinn vannst en þetta hefði bara lokað þessum leik. Þetta er fáránlegur dómur.“ Arsenal vann leikinn á Craven Cottage, 0-1, með marki Leandros Trossard. Liðið er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Sjö leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni og það vantaði ekki fjörið í þá frekar en fyrri daginn. Alls voru nítján mörk skoruð og þá fór eitt rautt spjald á loft. 18. október 2025 22:30 Arsenal vann Lundúnaslaginn Fulham og Arsenal áttust við í dag í ensku úrvalsdeildinni þar sem Skytturnar fóru með 0-1 sigur af hólmi og tóku öll stigin þrjú á Craven Cottage. 18. október 2025 16:00 Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Sjö leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni og það vantaði ekki fjörið í þá frekar en fyrri daginn. Alls voru nítján mörk skoruð og þá fór eitt rautt spjald á loft. 18. október 2025 22:30
Arsenal vann Lundúnaslaginn Fulham og Arsenal áttust við í dag í ensku úrvalsdeildinni þar sem Skytturnar fóru með 0-1 sigur af hólmi og tóku öll stigin þrjú á Craven Cottage. 18. október 2025 16:00