Moskítóflugan mætt til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2025 10:01 Kvendýr sem Björn náði mynd af á rauðvínsbandi. Björn Hjaltason Moskítóflugan er komin til landsins. Skordýraáhugamaður í Kjósinni fékk moskítóflugur af báðum kynjum í heimsókn um helgina og búið er að greina tegundina. Segja má að síðasta vígið sé fallið. „Dömur mínar og herrar – má ég kynna ... í fyrsta sinn á Íslandi.. MOSKÍTÓ!“ Þannig tekur Björn Hjaltason skordýraáhugamaður til orða í Facebook-hópnum Skordýr á Íslandi í morgun. Hann rekur heimsókn flugunnar óvinsælu allt frá fimmtudagskvöldinu í síðustu viku. „Í rökkurbyrjun að kvöldi 16. október rak ég augun í ókennilega flugu á rauðvínsbandi. Læddist strax að mér grunur um hvað væri á ferð og var flugunni snarlega safnað. Var það kvendýr,“ segir Björn. Björn útskýrir í samtali við Vísi hvernig hann notar rauðvín blandað saman við sykur til að búa til lög. Hann dýfir böndum í löginn sem skordýr sækja í. „Ég hef verið að stúdera náttfiðrildi. Þau koma í þessi bönd þegar það er komið myrkur. Þetta er bara meðafli með því,“ segir Björn. Dýrin drekka sykurinn á meðan honum gefst tími til að virða þau fyrir sér. Karldýr sem heimsótti Björn í Kjósina.Björn Hjaltason Kvöldið eftir mætti karldýr á rauðvínsbandið og enn kom fluga á laugardagskvöldið, aftur kvendýr. Björn segir að Matthías S. Alfreðsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, hafi þegar greint fluguna. Tegundin er Culiseta annulata. „Já síðasta vígið virðist fallið,“ segir Björn og vísar til þess að Íslendingar hafi til þessa prísað sig sæla og jafnvel montað sig af því að vera laust við fluguna sem er þekkt fyrir stungur sínar. Lúsmýið og bitmýið virðist komið með samkeppni hér á landi. Björn segir sérstakt hvernig komu flugnanna beri til. Hann segist gruna járnblendið á Grundartanga hinum megin við fjörðinn þaðan sem flugurnar sóttu hann heim í Kjósina. „Það eru sex kílómetrar yfir í Grundartangahöfnina. En það er ekkert hægt að fullyrða það. Það er skrýtið að það komi þrjár flugur og fara beint í garðinn hjá mér. Þá hlýtur að hafa komið alveg hellingur,“ segir Björn. Björn Hjaltason er mikill áhugamaður um skordýr. Svo geti líka verið að þær séu bara mættar og séu að klekjast einhvers staðar. Hvort þær lifi af frostið sé óvíst. Þessi tegund sé þó á ferðinni allt árið, leggist í dvala og komi sér fyrir í útihúsum, hellum eða öðrum stöðum og haldi sér lifandi. Þótt frost sé í kortunum ætlar Björn að halda áfram að leggja bönd í rauðvínslög og fylgjast með gangi mála. Sjá hvort fleiri moskítóflugur banki upp á. Skordýr Kjósarhreppur Moskítóflugur Tengdar fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Gísli Már Gíslason, prófessor emiritus í líffræði, segir að lítill munur sé á bitum frá lúsmýi annars vegar og bitmýi hins vegar. Hægt sé að greina bitin út frá því hvar maður er bitinn, því bitmý bíti til dæmis ekki innandyra. Hann segir að ekkert hafi gengið að finna uppeldisstöðvar lúsmýsins á Íslandi. 5. júlí 2025 00:15 Lúsmý um allt land en bitmýið einnig árásargjarnt Lúsmý gerir nú vart við sig í öllum landshlutum eftir að hafa sprottið upp á Suðurlandi í maí í hitabylgju áður en að vorhret setti strik í reikninginn. Þetta segir vatnalíffræðingur og prófessor í dýrafræði sem segir aðeins hægt að flýja vágestinn á útnesjum þar sem vindasamt er. 23. júní 2025 15:42 Vísbendingar um að síðasta vígið sé fallið Lúsmý fer nú að klekjast út en vatnalíffræðingur segir að í ár, tíu árum eftir að flugan gerði fyrst vart við sig á Íslandi, séu vísbendingar um að hún hafi komið sér fyrir um allt land, meðal annars á Vestfjörðum þar sem hennar hefur ekki orðið vart áður. Þá fór lúsmýið fyrr af stað á minnst einum stað í hitabylgjunni í maí. 7. júní 2025 11:31 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
„Dömur mínar og herrar – má ég kynna ... í fyrsta sinn á Íslandi.. MOSKÍTÓ!“ Þannig tekur Björn Hjaltason skordýraáhugamaður til orða í Facebook-hópnum Skordýr á Íslandi í morgun. Hann rekur heimsókn flugunnar óvinsælu allt frá fimmtudagskvöldinu í síðustu viku. „Í rökkurbyrjun að kvöldi 16. október rak ég augun í ókennilega flugu á rauðvínsbandi. Læddist strax að mér grunur um hvað væri á ferð og var flugunni snarlega safnað. Var það kvendýr,“ segir Björn. Björn útskýrir í samtali við Vísi hvernig hann notar rauðvín blandað saman við sykur til að búa til lög. Hann dýfir böndum í löginn sem skordýr sækja í. „Ég hef verið að stúdera náttfiðrildi. Þau koma í þessi bönd þegar það er komið myrkur. Þetta er bara meðafli með því,“ segir Björn. Dýrin drekka sykurinn á meðan honum gefst tími til að virða þau fyrir sér. Karldýr sem heimsótti Björn í Kjósina.Björn Hjaltason Kvöldið eftir mætti karldýr á rauðvínsbandið og enn kom fluga á laugardagskvöldið, aftur kvendýr. Björn segir að Matthías S. Alfreðsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, hafi þegar greint fluguna. Tegundin er Culiseta annulata. „Já síðasta vígið virðist fallið,“ segir Björn og vísar til þess að Íslendingar hafi til þessa prísað sig sæla og jafnvel montað sig af því að vera laust við fluguna sem er þekkt fyrir stungur sínar. Lúsmýið og bitmýið virðist komið með samkeppni hér á landi. Björn segir sérstakt hvernig komu flugnanna beri til. Hann segist gruna járnblendið á Grundartanga hinum megin við fjörðinn þaðan sem flugurnar sóttu hann heim í Kjósina. „Það eru sex kílómetrar yfir í Grundartangahöfnina. En það er ekkert hægt að fullyrða það. Það er skrýtið að það komi þrjár flugur og fara beint í garðinn hjá mér. Þá hlýtur að hafa komið alveg hellingur,“ segir Björn. Björn Hjaltason er mikill áhugamaður um skordýr. Svo geti líka verið að þær séu bara mættar og séu að klekjast einhvers staðar. Hvort þær lifi af frostið sé óvíst. Þessi tegund sé þó á ferðinni allt árið, leggist í dvala og komi sér fyrir í útihúsum, hellum eða öðrum stöðum og haldi sér lifandi. Þótt frost sé í kortunum ætlar Björn að halda áfram að leggja bönd í rauðvínslög og fylgjast með gangi mála. Sjá hvort fleiri moskítóflugur banki upp á.
Skordýr Kjósarhreppur Moskítóflugur Tengdar fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Gísli Már Gíslason, prófessor emiritus í líffræði, segir að lítill munur sé á bitum frá lúsmýi annars vegar og bitmýi hins vegar. Hægt sé að greina bitin út frá því hvar maður er bitinn, því bitmý bíti til dæmis ekki innandyra. Hann segir að ekkert hafi gengið að finna uppeldisstöðvar lúsmýsins á Íslandi. 5. júlí 2025 00:15 Lúsmý um allt land en bitmýið einnig árásargjarnt Lúsmý gerir nú vart við sig í öllum landshlutum eftir að hafa sprottið upp á Suðurlandi í maí í hitabylgju áður en að vorhret setti strik í reikninginn. Þetta segir vatnalíffræðingur og prófessor í dýrafræði sem segir aðeins hægt að flýja vágestinn á útnesjum þar sem vindasamt er. 23. júní 2025 15:42 Vísbendingar um að síðasta vígið sé fallið Lúsmý fer nú að klekjast út en vatnalíffræðingur segir að í ár, tíu árum eftir að flugan gerði fyrst vart við sig á Íslandi, séu vísbendingar um að hún hafi komið sér fyrir um allt land, meðal annars á Vestfjörðum þar sem hennar hefur ekki orðið vart áður. Þá fór lúsmýið fyrr af stað á minnst einum stað í hitabylgjunni í maí. 7. júní 2025 11:31 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Sjá meira
Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Gísli Már Gíslason, prófessor emiritus í líffræði, segir að lítill munur sé á bitum frá lúsmýi annars vegar og bitmýi hins vegar. Hægt sé að greina bitin út frá því hvar maður er bitinn, því bitmý bíti til dæmis ekki innandyra. Hann segir að ekkert hafi gengið að finna uppeldisstöðvar lúsmýsins á Íslandi. 5. júlí 2025 00:15
Lúsmý um allt land en bitmýið einnig árásargjarnt Lúsmý gerir nú vart við sig í öllum landshlutum eftir að hafa sprottið upp á Suðurlandi í maí í hitabylgju áður en að vorhret setti strik í reikninginn. Þetta segir vatnalíffræðingur og prófessor í dýrafræði sem segir aðeins hægt að flýja vágestinn á útnesjum þar sem vindasamt er. 23. júní 2025 15:42
Vísbendingar um að síðasta vígið sé fallið Lúsmý fer nú að klekjast út en vatnalíffræðingur segir að í ár, tíu árum eftir að flugan gerði fyrst vart við sig á Íslandi, séu vísbendingar um að hún hafi komið sér fyrir um allt land, meðal annars á Vestfjörðum þar sem hennar hefur ekki orðið vart áður. Þá fór lúsmýið fyrr af stað á minnst einum stað í hitabylgjunni í maí. 7. júní 2025 11:31