Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2025 09:07 Dagur Kári Ólafsson hefur nú skráð sig stóru letri í sögubækur íslenskra fimleika. FSÍ Mikil tímamót urðu í íslenskum fimleikum í dag þegar Dagur Kári Ólafsson varð fyrstur Íslendinga til að tryggja sér sæti í úrslitum í fjölþraut á HM í áhaldafimleikum. Heimsmeistaramótið fer fram í Jakarta í Indónesíu og er óhætt að segja að mikil gleði ríki í íslenska hópnum eftir að ljóst varð að Dagur Kári hefði náð inn í úrslitin í fjölþraut. Íslendingar hafa áður átt fulltrúa í úrslitum á einstöku áhaldi á HM en aldrei í fjölþrautinni. Hann átti frábæran keppnisdag í gær en þá áttu enn tveir hópar eftir að keppa í dag og því óvíst hvort árangurinn dygði til að komast inn í úrslitin. Sátu menn og veltu vöngum yfir möguleikunum, og spennan var svo mikil í dag eftir því sem nær dró lokum undankeppninnar. Svo fór að Dagur Kári hafnaði í 24. sæti undankeppninnar og verður þar með fyrsti Íslendingurinn til að keppa í úrslitum í fjölþraut á HM. Úrslitin fara fram á miðvikudaginn en fyrst stígur kvennalandsliðið á stokk á morgun. Dagur Kári hlaut samtals 75,365 í einkunn og endaði 0,66 stigum fyrir ofan Ungverjann Benedek Tomcsanyi sem varð í 25. sæti og er fyrsti varamaður inn í úrslitin. Einkunnirnar sem Dagur Kári hlaut voru 12,733 á gólfi, 13,466 á bogahesti, 11,433 í hringjum, 13,400 í stökki, 12,433 á tvíslá og 11,900 á svifrá. „Fá orð sem fá lýst hversu stolt ég er“ „Það eru fá orð sem fá lýst hversu stolt ég er af fólkinu okkar öllu,“ segir Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, á heimasíðu sambandsins. „Teymið á bak við þennan árangur og vinnan sem þau hafa lagt í verkefnið er ómæld og unnin af sannri ástríðu. Nú er uppskera og það eru forréttindi að fá að fylgjast með þeim ná markmiðum sínum. Þessi árangur er ekki aðeins vitnisburður um fagleg vinnubrögð og elju, heldur líka um samstöðu og ástríðu sem einkennir fólkið okkar. Gleðin heldur svo áfram á morgun þegar við hvetjum konurnar okkar til dáða. Áfram íslenskir fimleikar,“ segir Sólveig. „Erum að átta okkur á þessum niðurstöðum en erum staðráðnir í að nýta þetta tækifæri til fulls og skilja allt eftir í keppnissalnum,“ segir Róbert Kristmannsson landsliðsþjálfari, í hálfgerðu sjokki eftir daginn eins og segir á heimasíðu FSÍ. Fimleikar Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu Sjá meira
Heimsmeistaramótið fer fram í Jakarta í Indónesíu og er óhætt að segja að mikil gleði ríki í íslenska hópnum eftir að ljóst varð að Dagur Kári hefði náð inn í úrslitin í fjölþraut. Íslendingar hafa áður átt fulltrúa í úrslitum á einstöku áhaldi á HM en aldrei í fjölþrautinni. Hann átti frábæran keppnisdag í gær en þá áttu enn tveir hópar eftir að keppa í dag og því óvíst hvort árangurinn dygði til að komast inn í úrslitin. Sátu menn og veltu vöngum yfir möguleikunum, og spennan var svo mikil í dag eftir því sem nær dró lokum undankeppninnar. Svo fór að Dagur Kári hafnaði í 24. sæti undankeppninnar og verður þar með fyrsti Íslendingurinn til að keppa í úrslitum í fjölþraut á HM. Úrslitin fara fram á miðvikudaginn en fyrst stígur kvennalandsliðið á stokk á morgun. Dagur Kári hlaut samtals 75,365 í einkunn og endaði 0,66 stigum fyrir ofan Ungverjann Benedek Tomcsanyi sem varð í 25. sæti og er fyrsti varamaður inn í úrslitin. Einkunnirnar sem Dagur Kári hlaut voru 12,733 á gólfi, 13,466 á bogahesti, 11,433 í hringjum, 13,400 í stökki, 12,433 á tvíslá og 11,900 á svifrá. „Fá orð sem fá lýst hversu stolt ég er“ „Það eru fá orð sem fá lýst hversu stolt ég er af fólkinu okkar öllu,“ segir Sólveig Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Fimleikasambands Íslands, á heimasíðu sambandsins. „Teymið á bak við þennan árangur og vinnan sem þau hafa lagt í verkefnið er ómæld og unnin af sannri ástríðu. Nú er uppskera og það eru forréttindi að fá að fylgjast með þeim ná markmiðum sínum. Þessi árangur er ekki aðeins vitnisburður um fagleg vinnubrögð og elju, heldur líka um samstöðu og ástríðu sem einkennir fólkið okkar. Gleðin heldur svo áfram á morgun þegar við hvetjum konurnar okkar til dáða. Áfram íslenskir fimleikar,“ segir Sólveig. „Erum að átta okkur á þessum niðurstöðum en erum staðráðnir í að nýta þetta tækifæri til fulls og skilja allt eftir í keppnissalnum,“ segir Róbert Kristmannsson landsliðsþjálfari, í hálfgerðu sjokki eftir daginn eins og segir á heimasíðu FSÍ.
Fimleikar Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Íslenskur dómari dæmir á fimleikamóti í Kína Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn „Þjálfun snýst um samskipti“ Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu Sjá meira