Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Lovísa Arnardóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 18. október 2025 18:09 Lilja Rannveig sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á síðasta þingi. Vísir/Vilhelm Lilja Rannveig er nýr ritari Framsóknarflokksins. Lilja hlaut 53,3 prósent atkvæða í kosningu sem fór fram síðdegis í dag á fundi miðstjórnar. Jónína Brynjólfsdóttir hlaut 27,2 prósent atkvæða og Einar Freyr Elínarson hlaut 19,5 prósent atkvæða. Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og ráðherra hætti sem ritari í september. Þrír voru í framboði til ritara, þau Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Jónína Brynjólfsdóttir varaþingmaður og oddviti í Múlaþingi og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir fyrrverandi þingmaður flokksins. Lilja sat á þingi fyrir flokkinn síðasta kjörtímabil og var þingmaður Norðvesturkjördæmis. Lilja Rannveig hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn síðustu ár. Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fór fram á Hótel Nordica í dag. Í ræðu sinni tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson formaður að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri á komandi landsfundi. í tilkynningu frá flokknum að loknum fundi kemur fram að fundurinn hafi verið sá fjölmennasti í sögu flokksins. Á honum hafi verið um 300 fulltrúar og gestir víða af landinu. Flokksþing í febrúar Á fundinum var ákveðið að næsta flokksþing Framsóknar verði haldið helgina 14.–15. febrúar næstkomandi. Í stjórnmálaályktun miðstjórnar sem send var út eftir að fundi lauk kemur, meðal annars, fram gagnrýni á efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar. „Verðbólgan eykst og vaxtalækkunarferlið hefur brotlent. Þrátt fyrir að húsnæðisvandinn sé einn helsti drifkraftur verðbólgu og hárra vaxta, skilar ríkisstjórnin auðu í þeim málaflokki,“ segir í ályktuninni. Ný forysta flokksins. Lilja Rannveig hefur tekið við af Ásmundi Einari og nú liggur fyrir að Sigurður Ingi muni hætta sem formaður á næsta flokksþingi sem fer fram í febrúar. Aðsend Þar beinir flokkurinn þess til stjórnvalda að hlúa betur að fólkinu í landinu, að standa með sveitarfélögum auk þess sem lögð er áhersla á íslenskukennslu, sérstaklega fyrir börn af erlendum uppruna og innflytjendur. „Fjárfesting í menntun og velferð barna er ein besta fjárfesting sem hvert samfélag getur ráðist í. Réttlátt samfélag hugar ekki síður að lýðheilsumálum og þjónustu við eldra fólk og tryggir þeim verst stöddu mannsæmandi lífskjör.“ Þá gagnrýnir flokkurinn að vegferð ríkisstjórnarflokkanna að Evrópusambandinu og segja ríkisstjórnina á kjörtímabilinu hafa vegið að tveimur af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar, sjávarútvegi og ferðaþjónustu, og stefni að því að veikja íslenskan landbúnað. Lilja D. Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins og fyrrverandi ráðherra hans, sagðist ekki vera búin að ákveða hvort að hún ætlar fram til formanns. Það sagði Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, líka. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fundi miðstjórnar lauk og þau sendu út tilkynningu með stjórnmálaályktun. Uppfærð 18:42 þann 18.10.2025. Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Þrír voru í framboði til ritara, þau Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Jónína Brynjólfsdóttir varaþingmaður og oddviti í Múlaþingi og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir fyrrverandi þingmaður flokksins. Lilja sat á þingi fyrir flokkinn síðasta kjörtímabil og var þingmaður Norðvesturkjördæmis. Lilja Rannveig hefur sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn síðustu ár. Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fór fram á Hótel Nordica í dag. Í ræðu sinni tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson formaður að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri á komandi landsfundi. í tilkynningu frá flokknum að loknum fundi kemur fram að fundurinn hafi verið sá fjölmennasti í sögu flokksins. Á honum hafi verið um 300 fulltrúar og gestir víða af landinu. Flokksþing í febrúar Á fundinum var ákveðið að næsta flokksþing Framsóknar verði haldið helgina 14.–15. febrúar næstkomandi. Í stjórnmálaályktun miðstjórnar sem send var út eftir að fundi lauk kemur, meðal annars, fram gagnrýni á efnahagsstjórn ríkisstjórnarinnar. „Verðbólgan eykst og vaxtalækkunarferlið hefur brotlent. Þrátt fyrir að húsnæðisvandinn sé einn helsti drifkraftur verðbólgu og hárra vaxta, skilar ríkisstjórnin auðu í þeim málaflokki,“ segir í ályktuninni. Ný forysta flokksins. Lilja Rannveig hefur tekið við af Ásmundi Einari og nú liggur fyrir að Sigurður Ingi muni hætta sem formaður á næsta flokksþingi sem fer fram í febrúar. Aðsend Þar beinir flokkurinn þess til stjórnvalda að hlúa betur að fólkinu í landinu, að standa með sveitarfélögum auk þess sem lögð er áhersla á íslenskukennslu, sérstaklega fyrir börn af erlendum uppruna og innflytjendur. „Fjárfesting í menntun og velferð barna er ein besta fjárfesting sem hvert samfélag getur ráðist í. Réttlátt samfélag hugar ekki síður að lýðheilsumálum og þjónustu við eldra fólk og tryggir þeim verst stöddu mannsæmandi lífskjör.“ Þá gagnrýnir flokkurinn að vegferð ríkisstjórnarflokkanna að Evrópusambandinu og segja ríkisstjórnina á kjörtímabilinu hafa vegið að tveimur af grunnatvinnuvegum þjóðarinnar, sjávarútvegi og ferðaþjónustu, og stefni að því að veikja íslenskan landbúnað. Lilja D. Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins og fyrrverandi ráðherra hans, sagðist ekki vera búin að ákveða hvort að hún ætlar fram til formanns. Það sagði Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins í Reykjavík, líka. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að fundi miðstjórnar lauk og þau sendu út tilkynningu með stjórnmálaályktun. Uppfærð 18:42 þann 18.10.2025.
Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira