„Það er óákveðið“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 18. október 2025 14:44 Lilja Alfreðsdóttir. Vísir/Bjarni „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. „Ég er búin að vera heimsækja þau núna síðustu þrjár vikurnar og ég ætla að vega og meta stöðuna. Ég geri ráð fyrir því að flokksþing verði í febrúar og þetta er auðvitað stór ákvörðun að taka. Mér þykir vænt um hvatninguna en hún verður tekin eitthvað aðeins síðar.“ Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fer fram á Hótel Nordica í dag. Í ræðu sinni tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson formaður að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri á komandi landsfundi. „Hann hefur lagt hart að sér og við höfum unnið marga sigra saman í ríkisstjórninni. Ég held það sé alveg ljóst að niðurstöður síðustu kosninga voru mikil vonbrigði en ég held samt að ávinningurinn sem að við höfum skilað sé mjög mikill. Eins og ég segi hann hefur verið í forsvari fyrir sex ráðuneyti og hefur verið lykilmaður í íslenskum stjórnmálum. En hann talar um nýjan áratug og þá er hann að tala um okkur yngra fólkið og ég fagna því,“ segir Lilja sem ræddi við Smára Jökul Jónsson, fréttamann Sýnar. Lilja hélt ræðu á fundinum sem varaformaður þar sem hún til dæmis gagnrýndi ríkisstjórnina gríðarlega. Hún telur að leggja eigi áherslu á betra húsnæðiskerfi og talaði gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. „Þannig að ég segi miklu róttækari aðgerðir varðandi verðtryggingu og húsnæðismál og svo í annan stað að við höldum áfram að vera sjálfstæð þjóð þar sem við höldum áfram að ráða okkar málum sjálf en í miklum alþjóðaviðskiptum,“ segir Lilja. „Með því að leiða alla saman, okkar færasta fólk að borðinu þá held ég að það sé hægt að gera það.“ Hún vill að húsnæðiskerfið sé ekki háð verðtryggingu og hefur mótað skýrar hugmyndir um umfangsmiklar kerfisbreytingar sem ná líka til lífeyrissjóðskerfis Íslands. Þá leggur hún áherslu á að Ísland eigi gríðarmikið af sjálfbærum auðlindum sem hún telur að Íslendingar eigi að ráða sjálfir yfir. Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
„Ég er búin að vera heimsækja þau núna síðustu þrjár vikurnar og ég ætla að vega og meta stöðuna. Ég geri ráð fyrir því að flokksþing verði í febrúar og þetta er auðvitað stór ákvörðun að taka. Mér þykir vænt um hvatninguna en hún verður tekin eitthvað aðeins síðar.“ Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins fer fram á Hótel Nordica í dag. Í ræðu sinni tilkynnti Sigurður Ingi Jóhannsson formaður að hann ætlaði ekki að sækjast eftir endurkjöri á komandi landsfundi. „Hann hefur lagt hart að sér og við höfum unnið marga sigra saman í ríkisstjórninni. Ég held það sé alveg ljóst að niðurstöður síðustu kosninga voru mikil vonbrigði en ég held samt að ávinningurinn sem að við höfum skilað sé mjög mikill. Eins og ég segi hann hefur verið í forsvari fyrir sex ráðuneyti og hefur verið lykilmaður í íslenskum stjórnmálum. En hann talar um nýjan áratug og þá er hann að tala um okkur yngra fólkið og ég fagna því,“ segir Lilja sem ræddi við Smára Jökul Jónsson, fréttamann Sýnar. Lilja hélt ræðu á fundinum sem varaformaður þar sem hún til dæmis gagnrýndi ríkisstjórnina gríðarlega. Hún telur að leggja eigi áherslu á betra húsnæðiskerfi og talaði gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. „Þannig að ég segi miklu róttækari aðgerðir varðandi verðtryggingu og húsnæðismál og svo í annan stað að við höldum áfram að vera sjálfstæð þjóð þar sem við höldum áfram að ráða okkar málum sjálf en í miklum alþjóðaviðskiptum,“ segir Lilja. „Með því að leiða alla saman, okkar færasta fólk að borðinu þá held ég að það sé hægt að gera það.“ Hún vill að húsnæðiskerfið sé ekki háð verðtryggingu og hefur mótað skýrar hugmyndir um umfangsmiklar kerfisbreytingar sem ná líka til lífeyrissjóðskerfis Íslands. Þá leggur hún áherslu á að Ísland eigi gríðarmikið af sjálfbærum auðlindum sem hún telur að Íslendingar eigi að ráða sjálfir yfir.
Framsóknarflokkurinn Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira