Hitnar enn undir Postecoglou Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2025 13:20 Josh Acheampong fagnar sínu fyrsta marki fyrir Chelsea. getty/Darren Walsh Pressan á Ange Postecoglou, knattspyrnustjóra Nottingham Forest, eykst enn en liðið tapaði 0-3 fyrir Chelsea í fyrsta leik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Postecoglou hefur nú stýrt Forest í átta leikjum en liðið á enn eftir að fagna sigri undir hans stjórn. Hann tók við Forest af Nuno Espírito Santo í byrjun september en talið er að Evangelos Marinakis, eigandi Forest, gæti rekið hann ef gengið lagast ekki og það fljótt. Staðan á City Ground í var markalaus í hálfleik en Chelsea skoraði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks. Á 49. mínútu skallaði Josh Acheampong fyrirgjöf frá Pedro Neto framhja Matz Sels í marki Forest. Þetta var fyrsta mark þessa nítján ára varnarmanns fyrir Chelsea. Þremur mínútum síðar með skoti fyrir utan vítateig eftir að Reece James renndi boltanum til hans úr aukaspyrnu. James skoraði svo sjálfur með skoti úr vítateignum sex mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 0-3, Chelsea í vil. Gestirnir kláruðu leikinn manni færri en Malo Gustu var rekinn af velli á 87. mínútu. Þetta var annar sigur Chelsea í röð en liðið er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig. Forest er í 17. sæti með fimm stig. Enski boltinn
Pressan á Ange Postecoglou, knattspyrnustjóra Nottingham Forest, eykst enn en liðið tapaði 0-3 fyrir Chelsea í fyrsta leik 8. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Postecoglou hefur nú stýrt Forest í átta leikjum en liðið á enn eftir að fagna sigri undir hans stjórn. Hann tók við Forest af Nuno Espírito Santo í byrjun september en talið er að Evangelos Marinakis, eigandi Forest, gæti rekið hann ef gengið lagast ekki og það fljótt. Staðan á City Ground í var markalaus í hálfleik en Chelsea skoraði tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks. Á 49. mínútu skallaði Josh Acheampong fyrirgjöf frá Pedro Neto framhja Matz Sels í marki Forest. Þetta var fyrsta mark þessa nítján ára varnarmanns fyrir Chelsea. Þremur mínútum síðar með skoti fyrir utan vítateig eftir að Reece James renndi boltanum til hans úr aukaspyrnu. James skoraði svo sjálfur með skoti úr vítateignum sex mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 0-3, Chelsea í vil. Gestirnir kláruðu leikinn manni færri en Malo Gustu var rekinn af velli á 87. mínútu. Þetta var annar sigur Chelsea í röð en liðið er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fjórtán stig. Forest er í 17. sæti með fimm stig.
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn