Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sindri Sverrisson skrifar 17. október 2025 13:30 Sigurbjörn Bárðarson er hættur sem landsliðsþjálfari Íslands í hestaíþróttum. Vísir Sigurbjörn Bárðarson, meðlimur í Heiðurshöll ÍSÍ, er hættur sem landsliðsþjálfari íslenska landsliðsins í hestaíþróttum. Hann segir að um sameiginlega ákvörðun sína, formanns LH og landsliðsnefndar sé að ræða. Sigurbjörn hefur verið landsliðsþjálfari síðustu átta ár og var þar á undan í landsliðsnefnd um árabil. Í tilkynningu á vef Landssambands hestamannafélaga segir Sigurbjörn að nú standi yfir vinna hjá LH um framtíðarsýn í afreks- og landsliðsmálum sem meðal annars feli í sér breytingar á landsliðsþjálfarastarfinu. Tekin hafi verið sameiginleg ákvörðun um að nýtt fólk myndi halda utan um landsliðsstarfið í nýrri mynd. Sigurbjörn bendir á að glæsilegur árangur hafi náðst á þeim tíma sem hann hefur verið landsliðsþjálfari, eftir að hann réðst ásamt landsliðsnefnd í mikla endurskoðun á öllu afreksstarfi LH. Árangurinn hafi ekki látið á sér standa og að önnur landslið í Íslandshestaheiminum horfi til þessarar vinnu. Sigurbjörn lítur stoltur um öxl og óskar arftökum sínum velfarnaðar í skemmtilegu og krefjandi verkefni, en pistil hans má lesa hér að neðan. Kveðjubréf Sigurbjörns: Eftir að hafa gegnt starfi landsliðsþjálfara íslenska landsliðsins í hestaíþróttum frá árinu 2017 og átt þar áður sæti í landsliðsnefnd um áraraðir er nú komið að leiðarlokum. Ég hef í áratugi tengst íslenska landsliðinu og komið að því að móta starfið frá ýmsum hliðum, allt frá frumbernsku íþróttarinnar. Á árunum 2017-2018 réðst ég ásamt landsliðsnefnd í heildarendurskoðun á öllu landsliðs- og afreksstarfi LH með það fyrir augum að bæta árangur og umgjörð landsliðsins, en einnig með það meginmarkmið að gjörbylta yngri flokka starfi sambandsins. Fólst sú endurskoðun meðal annars í því að horfa í auknu mæli til annarra íþróttagreina m.a. þegar kemur að skipulagningu afreksstarfsins, agamálum, uppbyggingu liðsanda, reglusemi, unglingastarfs og fleira. Þannig var meginfókusinn settur á knapann sem afreksíþróttamann. Ekki verður um það deilt að árangurinn hefur verið stórkostlegur, jafnt innan vallar sem utan, þannig að eftir hefur verið tekið, langt út fyrir raðir hestafólks. En einnig þannig að önnur landslið í Íslandshestaheiminum hafa tekið afreksstarf LH, undir minni stjórn, til fyrirmyndar. Á þeim þremur heimsleikum sem ég hef leitt íslenska landsliðið hefur árangurinn verið mun betri en áður hefur þekkst. Þakka ég það meðal annars þeirri stefnu sem unnið hefur verið eftir, ásamt frábæru samstarfsfólki og snilldar knöpum sem hafa verið tilbúnir til að taka þátt í vegferðinni. Oft hefur gefið á bátinn og þurft að taka erfiðar ákvarðanir, en það er hlutverk þeirra sem standa í brúnni hverju sinni að taka ákvarðanir, standa við þær og trúa að þær séu íþróttinni til heilla. Nú stendur yfir vinna hjá LH um framtíðarsýn í afreks- og landsliðsmálum LH sem fela m.a. í sér breytingar á starfi landsliðsþjálfara. Eftir að hafa farið yfir stöðuna með formanni LH og landsliðsnefndar er það sameiginleg ákvörðun okkar að leiðir skilji og nýtt fólk verði fengið til að halda utan um landsliðsstarfið í nýrri mynd. Ég lít stoltur um öxl og vil af þessu tilefni þakka öllu því góða fólki sem ég hef unnið með öll þessi ár, fyrir samstarfið og frábær samskipti. Jafnframt óska nýju fólki velfarnaðar og góðs gengis í þessu krefjandi en skemmtilega verkefni. Áfram Ísland! Áfram íslenski hesturinn! Sigurbjörn Bárðarson Hestaíþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira
Sigurbjörn hefur verið landsliðsþjálfari síðustu átta ár og var þar á undan í landsliðsnefnd um árabil. Í tilkynningu á vef Landssambands hestamannafélaga segir Sigurbjörn að nú standi yfir vinna hjá LH um framtíðarsýn í afreks- og landsliðsmálum sem meðal annars feli í sér breytingar á landsliðsþjálfarastarfinu. Tekin hafi verið sameiginleg ákvörðun um að nýtt fólk myndi halda utan um landsliðsstarfið í nýrri mynd. Sigurbjörn bendir á að glæsilegur árangur hafi náðst á þeim tíma sem hann hefur verið landsliðsþjálfari, eftir að hann réðst ásamt landsliðsnefnd í mikla endurskoðun á öllu afreksstarfi LH. Árangurinn hafi ekki látið á sér standa og að önnur landslið í Íslandshestaheiminum horfi til þessarar vinnu. Sigurbjörn lítur stoltur um öxl og óskar arftökum sínum velfarnaðar í skemmtilegu og krefjandi verkefni, en pistil hans má lesa hér að neðan. Kveðjubréf Sigurbjörns: Eftir að hafa gegnt starfi landsliðsþjálfara íslenska landsliðsins í hestaíþróttum frá árinu 2017 og átt þar áður sæti í landsliðsnefnd um áraraðir er nú komið að leiðarlokum. Ég hef í áratugi tengst íslenska landsliðinu og komið að því að móta starfið frá ýmsum hliðum, allt frá frumbernsku íþróttarinnar. Á árunum 2017-2018 réðst ég ásamt landsliðsnefnd í heildarendurskoðun á öllu landsliðs- og afreksstarfi LH með það fyrir augum að bæta árangur og umgjörð landsliðsins, en einnig með það meginmarkmið að gjörbylta yngri flokka starfi sambandsins. Fólst sú endurskoðun meðal annars í því að horfa í auknu mæli til annarra íþróttagreina m.a. þegar kemur að skipulagningu afreksstarfsins, agamálum, uppbyggingu liðsanda, reglusemi, unglingastarfs og fleira. Þannig var meginfókusinn settur á knapann sem afreksíþróttamann. Ekki verður um það deilt að árangurinn hefur verið stórkostlegur, jafnt innan vallar sem utan, þannig að eftir hefur verið tekið, langt út fyrir raðir hestafólks. En einnig þannig að önnur landslið í Íslandshestaheiminum hafa tekið afreksstarf LH, undir minni stjórn, til fyrirmyndar. Á þeim þremur heimsleikum sem ég hef leitt íslenska landsliðið hefur árangurinn verið mun betri en áður hefur þekkst. Þakka ég það meðal annars þeirri stefnu sem unnið hefur verið eftir, ásamt frábæru samstarfsfólki og snilldar knöpum sem hafa verið tilbúnir til að taka þátt í vegferðinni. Oft hefur gefið á bátinn og þurft að taka erfiðar ákvarðanir, en það er hlutverk þeirra sem standa í brúnni hverju sinni að taka ákvarðanir, standa við þær og trúa að þær séu íþróttinni til heilla. Nú stendur yfir vinna hjá LH um framtíðarsýn í afreks- og landsliðsmálum LH sem fela m.a. í sér breytingar á starfi landsliðsþjálfara. Eftir að hafa farið yfir stöðuna með formanni LH og landsliðsnefndar er það sameiginleg ákvörðun okkar að leiðir skilji og nýtt fólk verði fengið til að halda utan um landsliðsstarfið í nýrri mynd. Ég lít stoltur um öxl og vil af þessu tilefni þakka öllu því góða fólki sem ég hef unnið með öll þessi ár, fyrir samstarfið og frábær samskipti. Jafnframt óska nýju fólki velfarnaðar og góðs gengis í þessu krefjandi en skemmtilega verkefni. Áfram Ísland! Áfram íslenski hesturinn! Sigurbjörn Bárðarson
Hestaíþróttir Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sjá meira