Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. október 2025 22:09 Reynir Traustason þarf að greiða Ingva Hrafni Hálfdánssyni 350.000 krónur í miskabætur, ásamt dráttarvöxtum, og eina milljón í málskostnað. Vísir/Vilhelm Reynir Traustason, fyrrverandi ritstjóri Mannlífs, hefur verið dæmdur fyrir meiðyrði fyrir að hafa nafngreint rangan árásarmann í umfjöllun um hnífaárás á veitingastað. Að mati dómsins fór því fjarri að vinnubrögðin sem viðhöfð voru gætu staðist þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til vinnubragða blaðamanna. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 8. október síðastliðinn. Stefnandi var Ingvi Hrafn Hálfdánsson, sem var ranglega nafngreindur í fréttinni, og stefndu voru Reynir Traustason þáverandi ritstjóri Mannlífs og Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs. Stefnandi krafðist þess að ummæli í frétt sem birtust á vefmiðli Mannlífs, þar sem hann var sagður hafa verið sá sem stakk annan mann með hnífi ítrekað í bak og axlir, yrðu dæmd dauð og ómerk. Þess var einnig krafist að Reynir Traustason yrði dæmdur til að greiða tvær og hálfa milljón í skaða- og miskabætur. Auk þess þyrfti Mannlíf að birta forsendur og dómsorð í málinu eigi síðar en sjö dögum eftir að dómur yrði birtur. Nafni hins raunverulega árásarmanns Í dóminum segir að í frétt Mannlífs af stunguárásinni, sem birt var 8. júlí 2021, hafi Ingvi verið ranglega nafngreindur og mynd birt af honum sem hinn meinta árásarmann. Myndband hafi fylgt fréttinni. Höfundar fréttar sé ekki getið. Fram kemur að stefnandi, Ingvi Hrafn Hálfdánsson, beri sömu eiginnöfn en annað föðurnafn og árásarmaðurinn í myndbandinu, sem var dæmdur fyrir árásina 22. apríl 2022. Fyrir hafi legið að Ingvi Hrafn Hálfdánsson, hafi hlotið þrjá refsidóma, þar af tvo vegna líkamsárása. Vinnubrögðin geti ekki talist vönduð Í skýrslu fyrir dómi gerði Reynir grein fyrir því hvernig mistökin áttu sér stað. Sagði hann að hinn rangi fréttaflutningur hefði gerst með þeim hætti að starfsmaður miðilsins hefði af tilviljun verið staddur í nágrenni við veitingastaðinn þar sem árásin átti sér stað. Hann hafi dregið þá röngu ályktun af því sem hann sá og heyrði að Ingvi Hrafn væri hinn grunaði árásarmaður og skrifað frétt sem birtist, eftir því sem kemur fram í fréttinni, sjálfri, tveimur dögum síðar. „Að mati dómsins fer því nokkuð fjarri að vinnubrögð sem svona er lýst standist þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til vinnubragða blaðamanna, hvað þá að þau geti talist vönduð.“ „Verður því lagt til grundvallar úrlausn málsins að um gróft gáleysi hafi verið að ræða af hálfu þess sem ritaði greinina og stefndu bera ábyrgð á.“ Lögðu framburð Ingva Hrafns til grundavallar Í niðurstöðukafla dómsins segir að við ákvörðun um fjárhæð miskabóta sé í fyrsta lagi til þess að líta að umstefnd ummæli hafi birst á útbreiddum vefmiðli. Óljóst væri hve lengi ummælin hafi verið í birtingu. Reynir Traustason hafi haldið því fram að þau hafi einungis verið uppi í um tvær klukkustundir. Sú staðhæfing hafi ekki verið studd með neinum gögnum og í málinu lægi fyrir skjáskot þar sem fram kæmi að fréttin væri að minnsta kosti sex klukkustunda gömul. Mannlíf hafi hvorki birt afsökunarbeiðni né sérstaka frétt um að mistök hefðu verið gerð við vinnslu fréttarinnar. Ingvi Hrafn hafi lýst því fyrir dómi hvernig fréttin hefði haft áhrif á líðan hans. Fólk hefði ítrekað haft samband við hann og velt því fyrir sér hvort hann væri aftur „dottinn í það“ en hann hafi á þeim tíma verið búinn að vera edrú í nokkur ár. Enn þann dag í dag væri fólk að spyrja hann út í þetta mál. Fréttin hafi aldrei verið sérstaklega leiðrétt. Að mati dómsins var ekki varhugavert að leggja framburð Ingva Hrafns til grundvallar, þrátt fyrir að engin gögn lægju fyrir um áhrif fréttarinnar á líf hans. Varð niðurstaðan sú að Reynir Traustason skuli greiða Ingva Hrafni Hálfdánssyni 350.000 krónur í miskabætur með dráttarvöxtum, en sýknaður af öðrum kröfum Ingva. Auk þess skuli hann greiða eina milljón króna í málskostnað. Fjölmiðlar Dómstólar Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira
Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur 8. október síðastliðinn. Stefnandi var Ingvi Hrafn Hálfdánsson, sem var ranglega nafngreindur í fréttinni, og stefndu voru Reynir Traustason þáverandi ritstjóri Mannlífs og Sólartún ehf., útgefandi Mannlífs. Stefnandi krafðist þess að ummæli í frétt sem birtust á vefmiðli Mannlífs, þar sem hann var sagður hafa verið sá sem stakk annan mann með hnífi ítrekað í bak og axlir, yrðu dæmd dauð og ómerk. Þess var einnig krafist að Reynir Traustason yrði dæmdur til að greiða tvær og hálfa milljón í skaða- og miskabætur. Auk þess þyrfti Mannlíf að birta forsendur og dómsorð í málinu eigi síðar en sjö dögum eftir að dómur yrði birtur. Nafni hins raunverulega árásarmanns Í dóminum segir að í frétt Mannlífs af stunguárásinni, sem birt var 8. júlí 2021, hafi Ingvi verið ranglega nafngreindur og mynd birt af honum sem hinn meinta árásarmann. Myndband hafi fylgt fréttinni. Höfundar fréttar sé ekki getið. Fram kemur að stefnandi, Ingvi Hrafn Hálfdánsson, beri sömu eiginnöfn en annað föðurnafn og árásarmaðurinn í myndbandinu, sem var dæmdur fyrir árásina 22. apríl 2022. Fyrir hafi legið að Ingvi Hrafn Hálfdánsson, hafi hlotið þrjá refsidóma, þar af tvo vegna líkamsárása. Vinnubrögðin geti ekki talist vönduð Í skýrslu fyrir dómi gerði Reynir grein fyrir því hvernig mistökin áttu sér stað. Sagði hann að hinn rangi fréttaflutningur hefði gerst með þeim hætti að starfsmaður miðilsins hefði af tilviljun verið staddur í nágrenni við veitingastaðinn þar sem árásin átti sér stað. Hann hafi dregið þá röngu ályktun af því sem hann sá og heyrði að Ingvi Hrafn væri hinn grunaði árásarmaður og skrifað frétt sem birtist, eftir því sem kemur fram í fréttinni, sjálfri, tveimur dögum síðar. „Að mati dómsins fer því nokkuð fjarri að vinnubrögð sem svona er lýst standist þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til vinnubragða blaðamanna, hvað þá að þau geti talist vönduð.“ „Verður því lagt til grundvallar úrlausn málsins að um gróft gáleysi hafi verið að ræða af hálfu þess sem ritaði greinina og stefndu bera ábyrgð á.“ Lögðu framburð Ingva Hrafns til grundavallar Í niðurstöðukafla dómsins segir að við ákvörðun um fjárhæð miskabóta sé í fyrsta lagi til þess að líta að umstefnd ummæli hafi birst á útbreiddum vefmiðli. Óljóst væri hve lengi ummælin hafi verið í birtingu. Reynir Traustason hafi haldið því fram að þau hafi einungis verið uppi í um tvær klukkustundir. Sú staðhæfing hafi ekki verið studd með neinum gögnum og í málinu lægi fyrir skjáskot þar sem fram kæmi að fréttin væri að minnsta kosti sex klukkustunda gömul. Mannlíf hafi hvorki birt afsökunarbeiðni né sérstaka frétt um að mistök hefðu verið gerð við vinnslu fréttarinnar. Ingvi Hrafn hafi lýst því fyrir dómi hvernig fréttin hefði haft áhrif á líðan hans. Fólk hefði ítrekað haft samband við hann og velt því fyrir sér hvort hann væri aftur „dottinn í það“ en hann hafi á þeim tíma verið búinn að vera edrú í nokkur ár. Enn þann dag í dag væri fólk að spyrja hann út í þetta mál. Fréttin hafi aldrei verið sérstaklega leiðrétt. Að mati dómsins var ekki varhugavert að leggja framburð Ingva Hrafns til grundvallar, þrátt fyrir að engin gögn lægju fyrir um áhrif fréttarinnar á líf hans. Varð niðurstaðan sú að Reynir Traustason skuli greiða Ingva Hrafni Hálfdánssyni 350.000 krónur í miskabætur með dráttarvöxtum, en sýknaður af öðrum kröfum Ingva. Auk þess skuli hann greiða eina milljón króna í málskostnað.
Fjölmiðlar Dómstólar Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira