„Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. október 2025 21:02 Victoria Líf Pedro er meðal keppenda í Ungfrú Ísland Teen. „Áhugi minn á keppninni kviknaði fyrst árið 2019 þegar Birta Abiba var sigur úr býtum. Að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra fannst mér ótrúlega hvetjandi,“ segir Victoria Líf Pedro ungfrú Geysir. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Victoria Líf Pedro. Aldur: 16 ára. Starf eða skóli: Ég stunda nám í Menntaskólanum við Sund. Með skóla vinn ég á sólbaðstofunni Sælunni og í versluninni Six. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Sjálfstæð, traust og fyndin. Arnór Trausti Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Ég er af íslenskum og angólskum uppruna, þar sem pabbi minn kemur frá Angóla og mamma mín frá Íslandi. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Amma mín er klárlega fyrirmynd mín. Hún er ótrúlega þolinmóð, góðhjörtuð og leggur sig alltaf fram um að gera vel fyrir fólkið sitt. Hvað hefur mótað þig mest? Ég myndi segja að skilnaður foreldra minna hafi haft mest áhrif á mig og mótað mig í þá manneskju sem ég er í dag. Ég var níu ára þegar þau skildu, og upplifði að ég þroskaðist hratt við það og varð mjög sjálfstæð. Hver er stærsta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komst þú í gegnum hana? Í september 2024 gekkst ég undir stóra mjaðmaaðgerð í Danmörku, sem var eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að ganga í gegnum. Í nokkra mánuði eftir aðgerðina var ég að mestu ósjálfbjarga og þurfti að treysta á stuðning annarra. Ég á ótrúlega gott bakland, fjölskyldu og vini, sem veittu mér styrk, hvatningu og aðstoð. Með þeirra hjálp tókst mér að komast í gegnum þetta og ná bata. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af sjálfstraustinu mínu. Ég hef alltaf haft það hugarfar að vera sama hvað öðrum finnst, og ég tel að það hafi komið mér á þann stað sem ég er á í dag. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mesta gæfa mín í lífinu eru vinir mínir, fjölskyldan mín og að búa í öruggu og góðu umhverfi. Hvernig tekstu á við stress og álag? Mér finnst mjög gott að fara í bað og kúpla mig algjörlega út. Það hjálpar mér að slaka á og endurhlaða orkuna. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Það er best að klára erfiðu hlutina sem fyrst, í stað þess að fresta þeim.“ Það hefur reynst mér vel bæði í lífinu og í daglegum verkefnum. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég festist einu sinni í ungbarnarólu og frændi minn þurfti að losa mig, það var frekar neyðarlegt! Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég get tekið heljarstökk á trampólíni. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Húmor og fallegt bros. En óheillandi? Dónaskapur, óheiðarleiki og stjórnsemi. Hver er þinn helsti ótti? Fyrir utan það að missa einhvern mér nákominn, er minn mesti ótti draugar og andar. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi verð ég á góðum stað fjárhagslega, búin að mennta mig og komin í góða vinnu. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku, ensku og smá portúgölsku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Franskar. Hvaða lag tekur þú í karókí? Boyfriend með Justin Bieber. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hitti Cole Sprouse í bakaríi hér á Íslandi fyrir nokkrum árum. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Alltaf skilaboð! Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi líklegast kaupa mér íbúð. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Það hefur alltaf verið draumur minn að taka þátt í Ungfrú Ísland. Þegar ég sá Teen-keppnina auglýsta hikaði ég ekki við að skrá mig. Áhugi minn á keppninni kviknaði fyrst árið 2019 þegar Birta Abiba var sigur úr býtum. Að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra fannst mér ótrúlega hvetjandi. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Vá, ég er búin að læra svo ótrúlega margt, bæði af stelpunum sem eru að keppa og frá MUI-teyminu. Þar á meðal hef ég lært um framkomu og hvernig á að koma sér á framfæri, auk þess hversu mikilvægt það er að vera hluti af góðu teymi. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Að stytta biðtíma inn á meðferðarheimili fyrir ungmenni. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Hún þarf að búa yfir miklu sjálfstrausti, vera ófeimin við að koma fram opinberlega og vera góð fyrirmynd fyrir ungar stelpur. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Það að fá að vera fyrsta Ungfrú Ísland Teen væri mér mikill heiður. Að fá að vinna með MIU-teyminu, sem samanstendur af ótrúlega hæfileikaríku og frábæru fólki, væri einstakt tækifæri. Það væri einnig dásamlegt að fá vettvang til að blómstra í því sem ég hef ástríðu fyrir að koma fram og taka þátt í verkefnum tengdum samfélagsmiðlum og markaðssetningu. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Þessi hópur samanstendur af ótrúlega flottum og ólíkum einstaklingum, bæði í útliti og persónuleika. Ég myndi segja að það sem greinir mig mest frá öðrum keppendum sé fjölbreyttur menningarlegur bakgrunnur minn. Ég er líka með mjög breitt bak þegar kemur að gagnrýni og neikvæðum skoðunum annarra sem ég held að margar stelpur á mínum aldri séu ekki með. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Ég myndi segja að lítið sjálfstraust og stöðugur samanburður við aðra séu stór vandamál. Sjálfsmynd unglinga mótast að miklu leyti af samfélaginu og því sem við sjáum á netinu. Á tímum samfélagsmiðla verður samanburðurinn mjög áberandi, þar sem við sjáum endalaust „fullkomnar“ útgáfur af lífi og útliti annarra. Þetta getur haft neikvæð áhrif á sjálfstraust og skapað óraunhæfar væntingar. Mér finnst mikilvægt að ungt fólk læri að byggja sjálfsmynd sína á eigin styrkleikum og gildum, frekar en því sem það sér á samfélagsmiðlum. Og hvernig mætti leysa það? Til að leysa þetta vandamál þarf að fræða ungt fólk um áhrif samfélagsmiðla og hvetja til gagnrýninnar hugsunar. Það er einnig mikilvægt að opna umræðu um tilfinningar og sjálfsmynd, ásamt því að leggja meiri áherslu á eigin styrkleika fremur en samanburð við aðra. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum?Áður fyrr snerust fegurðarsamkeppnir að mestu leyti um ytra útlit, en í dag snúast þær mun meira um útgeislun, sjálfstraust og framkomu. Það að taka þátt er persónuleg ákvörðun, og það er ekki hlutverk annarra að dæma. Þetta ferli er ótrúlega þroskandi og kennir ungum stelpum að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Við erum allar ólíkar og höfum mismunandi áhugasvið, og einmitt það gerir keppnina svo fallega. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. 25. apríl 2025 16:02 Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen fer fram í fyrsta sinn 21. október næstkomandi í Gamla Bíói. Þátttakendur eru 30 talsins og eru á aldrinum 16–19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundinnar Ungfrú Ísland-keppni en með breyttum áherslum sem henta þessum aldurshópi. 13. október 2025 14:12 Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki „Ungfrú Ísland Teen þarf að búa yfir sjálfstrausti, góðum samskiptahæfileikum og jákvæðu viðhorfi. Hún ætti að vera fyrirmynd fyrir aðra og hafa metnað til að nota rödd sína til góðs,“ segir Elinborg Jóhanna Hrannarsdóttir, ungfrú Skarðsströnd og nemi. 13. október 2025 16:03 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Fleiri fréttir Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen verður haldin í fyrsta skipti þann 21. október næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru þrjátíu talsins og eru á aldrinum 16 til 19 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland Teen og fáum að kynnast þeim aðeins betur. Fullt nafn: Victoria Líf Pedro. Aldur: 16 ára. Starf eða skóli: Ég stunda nám í Menntaskólanum við Sund. Með skóla vinn ég á sólbaðstofunni Sælunni og í versluninni Six. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Sjálfstæð, traust og fyndin. Arnór Trausti Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Ég er af íslenskum og angólskum uppruna, þar sem pabbi minn kemur frá Angóla og mamma mín frá Íslandi. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Amma mín er klárlega fyrirmynd mín. Hún er ótrúlega þolinmóð, góðhjörtuð og leggur sig alltaf fram um að gera vel fyrir fólkið sitt. Hvað hefur mótað þig mest? Ég myndi segja að skilnaður foreldra minna hafi haft mest áhrif á mig og mótað mig í þá manneskju sem ég er í dag. Ég var níu ára þegar þau skildu, og upplifði að ég þroskaðist hratt við það og varð mjög sjálfstæð. Hver er stærsta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komst þú í gegnum hana? Í september 2024 gekkst ég undir stóra mjaðmaaðgerð í Danmörku, sem var eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að ganga í gegnum. Í nokkra mánuði eftir aðgerðina var ég að mestu ósjálfbjarga og þurfti að treysta á stuðning annarra. Ég á ótrúlega gott bakland, fjölskyldu og vini, sem veittu mér styrk, hvatningu og aðstoð. Með þeirra hjálp tókst mér að komast í gegnum þetta og ná bata. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af sjálfstraustinu mínu. Ég hef alltaf haft það hugarfar að vera sama hvað öðrum finnst, og ég tel að það hafi komið mér á þann stað sem ég er á í dag. Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Mesta gæfa mín í lífinu eru vinir mínir, fjölskyldan mín og að búa í öruggu og góðu umhverfi. Hvernig tekstu á við stress og álag? Mér finnst mjög gott að fara í bað og kúpla mig algjörlega út. Það hjálpar mér að slaka á og endurhlaða orkuna. Besta heilræði sem þú hefur fengið? „Það er best að klára erfiðu hlutina sem fyrst, í stað þess að fresta þeim.“ Það hefur reynst mér vel bæði í lífinu og í daglegum verkefnum. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Ég festist einu sinni í ungbarnarólu og frændi minn þurfti að losa mig, það var frekar neyðarlegt! Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Ég get tekið heljarstökk á trampólíni. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Húmor og fallegt bros. En óheillandi? Dónaskapur, óheiðarleiki og stjórnsemi. Hver er þinn helsti ótti? Fyrir utan það að missa einhvern mér nákominn, er minn mesti ótti draugar og andar. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi verð ég á góðum stað fjárhagslega, búin að mennta mig og komin í góða vinnu. Hvaða tungumál talarðu? Ég tala íslensku, ensku og smá portúgölsku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Franskar. Hvaða lag tekur þú í karókí? Boyfriend með Justin Bieber. Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég hitti Cole Sprouse í bakaríi hér á Íslandi fyrir nokkrum árum. Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Alltaf skilaboð! Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Ég myndi líklegast kaupa mér íbúð. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Það hefur alltaf verið draumur minn að taka þátt í Ungfrú Ísland. Þegar ég sá Teen-keppnina auglýsta hikaði ég ekki við að skrá mig. Áhugi minn á keppninni kviknaði fyrst árið 2019 þegar Birta Abiba var sigur úr býtum. Að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra fannst mér ótrúlega hvetjandi. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Vá, ég er búin að læra svo ótrúlega margt, bæði af stelpunum sem eru að keppa og frá MUI-teyminu. Þar á meðal hef ég lært um framkomu og hvernig á að koma sér á framfæri, auk þess hversu mikilvægt það er að vera hluti af góðu teymi. Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Að stytta biðtíma inn á meðferðarheimili fyrir ungmenni. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland Teen að búa yfir? Hún þarf að búa yfir miklu sjálfstrausti, vera ófeimin við að koma fram opinberlega og vera góð fyrirmynd fyrir ungar stelpur. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland Teen? Það að fá að vera fyrsta Ungfrú Ísland Teen væri mér mikill heiður. Að fá að vinna með MIU-teyminu, sem samanstendur af ótrúlega hæfileikaríku og frábæru fólki, væri einstakt tækifæri. Það væri einnig dásamlegt að fá vettvang til að blómstra í því sem ég hef ástríðu fyrir að koma fram og taka þátt í verkefnum tengdum samfélagsmiðlum og markaðssetningu. Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Þessi hópur samanstendur af ótrúlega flottum og ólíkum einstaklingum, bæði í útliti og persónuleika. Ég myndi segja að það sem greinir mig mest frá öðrum keppendum sé fjölbreyttur menningarlegur bakgrunnur minn. Ég er líka með mjög breitt bak þegar kemur að gagnrýni og neikvæðum skoðunum annarra sem ég held að margar stelpur á mínum aldri séu ekki með. Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Ég myndi segja að lítið sjálfstraust og stöðugur samanburður við aðra séu stór vandamál. Sjálfsmynd unglinga mótast að miklu leyti af samfélaginu og því sem við sjáum á netinu. Á tímum samfélagsmiðla verður samanburðurinn mjög áberandi, þar sem við sjáum endalaust „fullkomnar“ útgáfur af lífi og útliti annarra. Þetta getur haft neikvæð áhrif á sjálfstraust og skapað óraunhæfar væntingar. Mér finnst mikilvægt að ungt fólk læri að byggja sjálfsmynd sína á eigin styrkleikum og gildum, frekar en því sem það sér á samfélagsmiðlum. Og hvernig mætti leysa það? Til að leysa þetta vandamál þarf að fræða ungt fólk um áhrif samfélagsmiðla og hvetja til gagnrýninnar hugsunar. Það er einnig mikilvægt að opna umræðu um tilfinningar og sjálfsmynd, ásamt því að leggja meiri áherslu á eigin styrkleika fremur en samanburð við aðra. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum?Áður fyrr snerust fegurðarsamkeppnir að mestu leyti um ytra útlit, en í dag snúast þær mun meira um útgeislun, sjálfstraust og framkomu. Það að taka þátt er persónuleg ákvörðun, og það er ekki hlutverk annarra að dæma. Þetta ferli er ótrúlega þroskandi og kennir ungum stelpum að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Við erum allar ólíkar og höfum mismunandi áhugasvið, og einmitt það gerir keppnina svo fallega.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. 25. apríl 2025 16:02 Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen fer fram í fyrsta sinn 21. október næstkomandi í Gamla Bíói. Þátttakendur eru 30 talsins og eru á aldrinum 16–19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundinnar Ungfrú Ísland-keppni en með breyttum áherslum sem henta þessum aldurshópi. 13. október 2025 14:12 Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki „Ungfrú Ísland Teen þarf að búa yfir sjálfstrausti, góðum samskiptahæfileikum og jákvæðu viðhorfi. Hún ætti að vera fyrirmynd fyrir aðra og hafa metnað til að nota rödd sína til góðs,“ segir Elinborg Jóhanna Hrannarsdóttir, ungfrú Skarðsströnd og nemi. 13. október 2025 16:03 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Fleiri fréttir Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sjá meira
Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. 25. apríl 2025 16:02
Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland Teen fer fram í fyrsta sinn 21. október næstkomandi í Gamla Bíói. Þátttakendur eru 30 talsins og eru á aldrinum 16–19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundinnar Ungfrú Ísland-keppni en með breyttum áherslum sem henta þessum aldurshópi. 13. október 2025 14:12
Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki „Ungfrú Ísland Teen þarf að búa yfir sjálfstrausti, góðum samskiptahæfileikum og jákvæðu viðhorfi. Hún ætti að vera fyrirmynd fyrir aðra og hafa metnað til að nota rödd sína til góðs,“ segir Elinborg Jóhanna Hrannarsdóttir, ungfrú Skarðsströnd og nemi. 13. október 2025 16:03