„Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2025 08:34 Helga Vala Helgadóttir lögmaður ræddi meðal annars í þættinum þá ákvörðun sína að hætta á þingi. Helga Vala Helgadóttir lögmaður segist ekki sakna þess sérlega að vera á þingi, eftir að hafa sjálf ákveðið að hætta fyrir tveimur árum síðan. Hún segir að í störfum sínum sem lögmaður skipti miklu máli að vera ekki „ferkantaður pappakassi“. Helga, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir það oft fela í sér mikla sálgæslu að vera lögfræðingur fólks og sér finnist mikilvægt að sýna mannleika í starfinu og vera ekki ferkantaður pappakassi. „Ég var auðvitað lögmaður áður en ég fór á þing og það læddist aftan að mér á þinginu að fólk fór að leita meira og meira til mín sem lögmanns þó að ég væri á þingi. Þannig að ég var augljóslega ekki búin með kvótann og átti eftir að klára þann pakka fannst mér. Þegar þetta fór að ágerast, því ég held að það séu engar tilviljanir, þá hugsaði ég bara: „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“,“ segir Helga Vala. Ekki ferkantað skrifstofustarf Hún segist ekki sakna hasarsins í pólitíkinni sérstaklega, enda sé starfið hennar sem lögmaður alls ekki ferkantað skrifborðsstarf. „Ég er í þannig málum að það er mjög mikið „action“ í gangi. Ég er ekki að vinna í fjármálum fyrirtækja eða bókhaldi. Ég er að tala við tugi einstaklinga í hverri viku. Alls konar einstaklingar í alls konar aðstæðum og það er eitthvað sem heldur mér vakandi og á tánum, eins og í pólitíkinni. Það hentar mér vel að vita ekki alveg að morgni hvernig dagurinn verður, þó að það sé kannski ekki sérlega fjölskylduvænt. Þetta starf er á stundum mikil sálgæsla og í sumum málum þarf maður að spyrja skjólstæðingana og sýna þeim persónulegan áhuga. Þetta eru oft á tíðum mál sem snúa að lífi fólks, framtíð þeirra og á jafnvel hug þeirra allan. Mér finnst það skipta miklu máli að vera ekki ferkantaður pappakassi og vera til staðar þegar það þarf. Ég er auðvitað leikkona og mér finnst sá bakgrunnur hjálpa, að hafa lært í því fjögurra ára námi mikið inn á mannlegt eðli og hvaðan fólk er að koma. Ég er ekkert alltaf sammála því fólki sem ég er að vinna fyrir, en geri alltaf mitt besta fyrir þau sem lögmaðurinn þeirra.“ Ákvörðunin að hætta kom frá henni sjálfri Það vakti talsverða athygli þegar Helga Vala hætti á þingi fyrir tveimur árum síðan, ekki síst vegna þess að ákvörðunin kom frá henni sjálfri. Henni fannst einfaldlega rétt að hætta eftir að lögmennskan fór að toga í hana. Hún hafði þá setið á þingi fyrir Samfylkinguna. „Það er miklu algengara að fólki sé sparkað út, að það tapi prófkjöri eða flokkurinn tapi en að fólk hætti á þingi að eigin frumkvæði. Það eru ekkert margir sem hafa tekið eigin ákvörðun um að hætta bara á þingi, en mér fannst það bara rétt. Ég átti kannski ekki von á að það myndi vekja svona mikla athygli, en mér fannst bara ekki rétt að vera í þessu nema ég væri alveg hundrað prósent. Það er algengt að fólk hangi þarna inni lengur en það ætti að gera. Við megum ekki gleyma því að það eru bæði forréttindi og borgaraþjónusta að vera á Alþingi og sá sem sest þangað inn á að sinna starfinu af fullum krafti. Ég lærði mikið af því að vera inni á þingi og fannst það oft mjög gaman.“ Umræða of full af alhæfingum og einföldunum Helga Vala hefur talsvert starfað í útlendingamálum og þekkir þau því vel í gegnum störfin sín. Henni finnst umræðan stundum of full af alhæfingum og einföldunum, en það sé ljóst að margt hafi verið að á undanförnum árum. „Það þarf að laga mjög margt í þessum málum og því hvernig er staðið að þessu öllu saman. Við erum ekki að standa okkur vel í því að veita þá aðstoð sem þarf til að fólk geti aðlagast. Við geymum fólk í búsetuúrræðum í ákveðinn tíma og það er auðvitað dýrt. Það er dýrt að mennta fólk í íslensku og halda utan um fólk í byrjun, en við verðum að gera betur. Allur þessi kostnaður sem er við það að láta fólk hanga hérna í eitt og hálft ár að bíða eftir svari er auðvitað eitthvað sem við gætum lagað. Þá má fólk ekki vinna og þessi biðtími er mjög dýr fyrir hið opinbera. Það var pólitísk ákvörðun að banna fólki að vinna á meðan það bíður eftir svari. Það væri mun mannúðlegra að gefa fólki svar miklu hraðar. Við gætum sett peninginn sem fer í kostnaðinn við að halda fólki uppi í þessari bið í að gera allt kerfið mun straumlínulagaðra, mannúðlegra og betra. Eitt sem væri hægt að gera líka er að snúa fólki við strax á landamærunum ef fólk er með sakaferil eða eftirlýst.“ Leiklist og fjölmiðlar Helga Vala lærði leiklist eins og foreldrar hennar og starfaði sem leikkona og leikstjóri um tíma. Svo fór hún í fjölmiðla og þar kynntist hún lögfræðinni og í kjölfarið kom svo þingmennskan. Hún er þakklát fyrir að hafa fengið að starfa við svo margt og hafa átt fjölbreyttan starfsferil. „Það er svolítið síðan ég var síðast tengd leiklistinni, en ég fékk fyrir ekki svo löngu að leika í sjónvarpsþætti hjá Darra bekkjarbróður mínum og í bíómynd hjá Balta, en maður verður að velja í lífinu. Almennt er ég mjög þakklát, bæði mér og fjölskyldunni minni sem hvatti mig alltaf áfram. Stundum segi ég að ég viti ekki hvar ég væri ef ég væri ekki með svona öflugt fólk í kringum mig. Hægt er að nálgast viðtalið við Helgu Völu og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Podcast með Sölva Tryggva Samfylkingin Lögmennska Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
Helga, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segir það oft fela í sér mikla sálgæslu að vera lögfræðingur fólks og sér finnist mikilvægt að sýna mannleika í starfinu og vera ekki ferkantaður pappakassi. „Ég var auðvitað lögmaður áður en ég fór á þing og það læddist aftan að mér á þinginu að fólk fór að leita meira og meira til mín sem lögmanns þó að ég væri á þingi. Þannig að ég var augljóslega ekki búin með kvótann og átti eftir að klára þann pakka fannst mér. Þegar þetta fór að ágerast, því ég held að það séu engar tilviljanir, þá hugsaði ég bara: „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“,“ segir Helga Vala. Ekki ferkantað skrifstofustarf Hún segist ekki sakna hasarsins í pólitíkinni sérstaklega, enda sé starfið hennar sem lögmaður alls ekki ferkantað skrifborðsstarf. „Ég er í þannig málum að það er mjög mikið „action“ í gangi. Ég er ekki að vinna í fjármálum fyrirtækja eða bókhaldi. Ég er að tala við tugi einstaklinga í hverri viku. Alls konar einstaklingar í alls konar aðstæðum og það er eitthvað sem heldur mér vakandi og á tánum, eins og í pólitíkinni. Það hentar mér vel að vita ekki alveg að morgni hvernig dagurinn verður, þó að það sé kannski ekki sérlega fjölskylduvænt. Þetta starf er á stundum mikil sálgæsla og í sumum málum þarf maður að spyrja skjólstæðingana og sýna þeim persónulegan áhuga. Þetta eru oft á tíðum mál sem snúa að lífi fólks, framtíð þeirra og á jafnvel hug þeirra allan. Mér finnst það skipta miklu máli að vera ekki ferkantaður pappakassi og vera til staðar þegar það þarf. Ég er auðvitað leikkona og mér finnst sá bakgrunnur hjálpa, að hafa lært í því fjögurra ára námi mikið inn á mannlegt eðli og hvaðan fólk er að koma. Ég er ekkert alltaf sammála því fólki sem ég er að vinna fyrir, en geri alltaf mitt besta fyrir þau sem lögmaðurinn þeirra.“ Ákvörðunin að hætta kom frá henni sjálfri Það vakti talsverða athygli þegar Helga Vala hætti á þingi fyrir tveimur árum síðan, ekki síst vegna þess að ákvörðunin kom frá henni sjálfri. Henni fannst einfaldlega rétt að hætta eftir að lögmennskan fór að toga í hana. Hún hafði þá setið á þingi fyrir Samfylkinguna. „Það er miklu algengara að fólki sé sparkað út, að það tapi prófkjöri eða flokkurinn tapi en að fólk hætti á þingi að eigin frumkvæði. Það eru ekkert margir sem hafa tekið eigin ákvörðun um að hætta bara á þingi, en mér fannst það bara rétt. Ég átti kannski ekki von á að það myndi vekja svona mikla athygli, en mér fannst bara ekki rétt að vera í þessu nema ég væri alveg hundrað prósent. Það er algengt að fólk hangi þarna inni lengur en það ætti að gera. Við megum ekki gleyma því að það eru bæði forréttindi og borgaraþjónusta að vera á Alþingi og sá sem sest þangað inn á að sinna starfinu af fullum krafti. Ég lærði mikið af því að vera inni á þingi og fannst það oft mjög gaman.“ Umræða of full af alhæfingum og einföldunum Helga Vala hefur talsvert starfað í útlendingamálum og þekkir þau því vel í gegnum störfin sín. Henni finnst umræðan stundum of full af alhæfingum og einföldunum, en það sé ljóst að margt hafi verið að á undanförnum árum. „Það þarf að laga mjög margt í þessum málum og því hvernig er staðið að þessu öllu saman. Við erum ekki að standa okkur vel í því að veita þá aðstoð sem þarf til að fólk geti aðlagast. Við geymum fólk í búsetuúrræðum í ákveðinn tíma og það er auðvitað dýrt. Það er dýrt að mennta fólk í íslensku og halda utan um fólk í byrjun, en við verðum að gera betur. Allur þessi kostnaður sem er við það að láta fólk hanga hérna í eitt og hálft ár að bíða eftir svari er auðvitað eitthvað sem við gætum lagað. Þá má fólk ekki vinna og þessi biðtími er mjög dýr fyrir hið opinbera. Það var pólitísk ákvörðun að banna fólki að vinna á meðan það bíður eftir svari. Það væri mun mannúðlegra að gefa fólki svar miklu hraðar. Við gætum sett peninginn sem fer í kostnaðinn við að halda fólki uppi í þessari bið í að gera allt kerfið mun straumlínulagaðra, mannúðlegra og betra. Eitt sem væri hægt að gera líka er að snúa fólki við strax á landamærunum ef fólk er með sakaferil eða eftirlýst.“ Leiklist og fjölmiðlar Helga Vala lærði leiklist eins og foreldrar hennar og starfaði sem leikkona og leikstjóri um tíma. Svo fór hún í fjölmiðla og þar kynntist hún lögfræðinni og í kjölfarið kom svo þingmennskan. Hún er þakklát fyrir að hafa fengið að starfa við svo margt og hafa átt fjölbreyttan starfsferil. „Það er svolítið síðan ég var síðast tengd leiklistinni, en ég fékk fyrir ekki svo löngu að leika í sjónvarpsþætti hjá Darra bekkjarbróður mínum og í bíómynd hjá Balta, en maður verður að velja í lífinu. Almennt er ég mjög þakklát, bæði mér og fjölskyldunni minni sem hvatti mig alltaf áfram. Stundum segi ég að ég viti ekki hvar ég væri ef ég væri ekki með svona öflugt fólk í kringum mig. Hægt er að nálgast viðtalið við Helgu Völu og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Podcast með Sölva Tryggva Samfylkingin Lögmennska Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira