Fótbolti

Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest?

Árni Jóhannsson skrifar
Sean Dyche hefur komið víða við en nú er líklegt að Nottingham Forest sé næsti viðkomustaður.
Sean Dyche hefur komið víða við en nú er líklegt að Nottingham Forest sé næsti viðkomustaður.

Enn er rætt og ritað um stjóra stöðuna hjá Nottingham Forest en það þykir líklega að Ange Postecoglou sé ekki mjög öruggur í starfi þar á bæ. Hinn þaulreyndi Sean Dyche þykir þá líklegur að taka við ef Ástralinn þarf að taka pokann sinn.

Dyche hefur verið án starfs síðan Everton sagði honum upp í janúar síðastliðnum og þrátt fyrir áhuga Rangers þá virtist Dyche ekki hafa sama áhuga á að taka við því starfi. Hann þykir því líklegur til að taka við starfinu af Postecoglou. 

Tap leikur Nottingham Forest gegn Newcastle um síðustu helgi var af mörgum talinn úrslitaleikur um framtíð Postecoglou en sá leikur tapaðist 2-0. Það þýðir að líklega hangir starf hans á bláþræði. 

Forest myndi ekki þurfa að borga neinu félagi bætur ef Dyche yrði ráðinn en það eru rök fyrir því að hann þykir líklegur til að hreppa starfið. Forest hefur nú þegar sagt upp Nuno Espírito Santo á þessu tímabili og það yrði þungt að borga upp samning tveggja stjóra ásamt bótum til annars félags ef það kemur til að núverandi stjóra verði sagt upp störfum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×