Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. október 2025 11:16 Valtýr Sigurðsson, fyrrverandi ríkissaksóknari. Valtýr Sigurðsson, sem hafði umsjón með rannsókn á Geirfinnsmálinu fyrir hálfri öld, furðar sig á óhróðri, persónulegu níði og ólögmætum aðdróttunum í nýlegri skoðunargrein. Sú staðreynd að lögregluyfirvöld hafi ekki hlustað á aðstandendur nýlegrar bókar með kenningum segi sína sögu. Valtýr svarar fyrir sig í aðsendri grein á Vísi. Hann vísar í aðsenda grein Soffíu Sigurðardóttur sem birtist á miðlinum í lok ágúst. Þar beinir hún orðum sínum til Valtýs og segir að hún og bróðir hennar, Sigurður Björgvin, hafi rakið slóð Valtýs. Sigurður Björgvin gaf út bókina Leitin að Geirfinni í nóvember í fyrra þar sem hvarf Geirfinns Einarssonar, 32 ára karlmanns í Keflavík, og rannsókn lögreglunnar á hvarfinu er til umfjöllunar. Útgefandi bókarinnar hefur haldið því fram að morðingi Geirfinns sé enn á lífi. Guðmundar- og Geirfinnsmálin, hvarf tveggja karlmanna með tíu mánaða millibili árið 1974, eru flestum Íslendingum kunnug enda hafa þau verið til umfjöllunar hér á landi í marga áratugi. Um tvö ár eru síðan að íslenska ríkið greiddi Erlu Bolladóttur 32 milljónir króna í miskabætur vegna 232 daga gæsluvarðhalds sem hún sætti í tengslum við hvarf þeirra. Málin tvö eru enn óleyst. Soffía fullyrðir í grein sinni að Valtýr hafi skáldað skýrslur, villt um fyrir lögreglumönnum og haldið upplýsingum frá þeim, nýtt sér þráhyggju fólks og búið meðal annars svo um hnútana að leirstytta sem gerð var af grunuðum aðila í Geirfinnsmálinu líktist Magnúsi Leópoldssyni. Styttan af Leirfinni er líklega ein frægasta stytta Íslandssögunnar, í það minnsta í fréttalegu samhengi. Hún var til sýnis fyrir almenning á Ljósmyndasafni Reykjavíkur árið 2017.Vísir/Anton Brink Magnús var einn þeirra sem sátu í lengri tíma í gæsluvarðhaldi við rannsókn málsins. Hæstiréttur átti síðar eftir að staðfesta að Magnús og fleiri tengdir málinu hefðu ekkert með það að gera. Valtýr segir í grein sinni að líklega hafi ekki farið fram jafn ítarleg athugun á störfum rannsakenda nokkurs máls eins og Geirfinnsmálsins. „Þannig fór árið 1979 fram opinber rannsókn á málsmeðferð lögreglunnar í Keflavík sem sá ekkert aðfinnsluvert. Þann 4. febrúar 2003 skilaði síðan Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður skýrslu til dómsmálaráðuneytisins en hún hafði verið settur saksóknari til að framkvæma opinbera rannsókn á tildrögum þess að Magnús Leópoldsson var grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns. Skýrslan er um 100 bls. og voru yfir 40 aðilar yfirheyrðir án þess að þar sé neitt að finna sem styður ávirðingar Soffíu. Auk þessa hafa tugir dómara fjallað um málið með sömu niðurstöðu,“ segir Valtýr. „Það má því teljast með miklum ólíkindum að öllum aðilum sem að málinu hafa komið undanfarna áratugi hafi yfirsést það sem aðstandendur bókarinnar „Leitin að Geirfinni“ segjast hafa skyndilega uppgötvað tæpri hálfri öld síðar og leyst með því málið.“ Hann hafi lesið bókina Leitin að Geirfinni nýlega. „Mig rak í rogastans að sjá allan þann þvætting sem þar var á borð borinn og ákvað þá að skrifa þessa grein sem hér birtist. Höfundurinn Sigurður Björgvin segir m.a. að Geirfinnur hafi látist á heimili sínu eftir átök að kvöldi 19. nóvember sem hann lýsir nánar. Tvær konur, þ.e. eiginkona Geirfinns og vinkona hennar sem hann nafngreinir, „höfðu samband við Valtý fyrir hádegi 20. nóvember, eða 12 tímum eftir að Geirfinnur hvarf.“ Þá þegar á ég, samkvæmt frásögn höfundar, að hafa tekið yfir rannsókn málsins, afvegaleitt málið og beitt áhrifum mínum á bæði yfirvöld og öll vitni alla tíð.“ Valtýr undrast skrifin. „Ég á samkvæmt þessari fullyrðingu að hafa í símtali við upphaf málsins samþykkt að hylma yfir morð, fyrir fólk sem ég þekkti ekkert, í þeim tilgangi að leyna meintu hjúskaparbroti mínu með þessari nafngreindu vinkonu, gott ef ekki líka barnsmóður. Þetta tekur auðvitað engu tali.“ Hann hafi ákveðið að hringja í nafngreinda vinkonu eiginkonu Geirfinns heitins og spurt hana út í þessa fullyrðingu. „Skemmst er frá að segja að hún kvaðst vita hver ég væri en hafa aldrei séð mig í eigin persónu. Henni ofbauð allar þær lygar sem nú væru á borð bornar í málinu og kvaðst ekki hafa tjáð sig um Geirfinnsmálið í áratugi.“ Þá hafi Valtýr sjálfur krafist þess að skýrsla Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns um rannsókn málsins yrði gerð opinber. Honum hafi þótt undarlegt að dómsmálaráðuneytið hafi synjað fjölmiðli um eintak af skýrslunni fyrir nokkrum árum. Hann hafi sjálfur kallað eftir henni og látið dómsmálaráðuneytið vita að hann myndi deila með öllum sem skýrsluna vilji lesa. „Aðstandendur bókarinnar „Leitin að Geirfinni“ hafa nú í tæpt ár árangurslaust freistað þess að fá lögregluyfirvöld til að skoða þessa nýtilkomnu speki án árangurs. Það eitt segir sína sögu. Það er ekkert við því að segja að lærðir og leiknir velti fyrir sér hvarfi Geirfinns en það hlýtur að vera lágmarkskrafa að þeir sem það gera haldi sig við staðreyndir málsins og auki ekki á þann rugling og söguburð sem fylgt hefur málinu alla tíð, engum til góðs.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Lögreglan Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Valtýr svarar fyrir sig í aðsendri grein á Vísi. Hann vísar í aðsenda grein Soffíu Sigurðardóttur sem birtist á miðlinum í lok ágúst. Þar beinir hún orðum sínum til Valtýs og segir að hún og bróðir hennar, Sigurður Björgvin, hafi rakið slóð Valtýs. Sigurður Björgvin gaf út bókina Leitin að Geirfinni í nóvember í fyrra þar sem hvarf Geirfinns Einarssonar, 32 ára karlmanns í Keflavík, og rannsókn lögreglunnar á hvarfinu er til umfjöllunar. Útgefandi bókarinnar hefur haldið því fram að morðingi Geirfinns sé enn á lífi. Guðmundar- og Geirfinnsmálin, hvarf tveggja karlmanna með tíu mánaða millibili árið 1974, eru flestum Íslendingum kunnug enda hafa þau verið til umfjöllunar hér á landi í marga áratugi. Um tvö ár eru síðan að íslenska ríkið greiddi Erlu Bolladóttur 32 milljónir króna í miskabætur vegna 232 daga gæsluvarðhalds sem hún sætti í tengslum við hvarf þeirra. Málin tvö eru enn óleyst. Soffía fullyrðir í grein sinni að Valtýr hafi skáldað skýrslur, villt um fyrir lögreglumönnum og haldið upplýsingum frá þeim, nýtt sér þráhyggju fólks og búið meðal annars svo um hnútana að leirstytta sem gerð var af grunuðum aðila í Geirfinnsmálinu líktist Magnúsi Leópoldssyni. Styttan af Leirfinni er líklega ein frægasta stytta Íslandssögunnar, í það minnsta í fréttalegu samhengi. Hún var til sýnis fyrir almenning á Ljósmyndasafni Reykjavíkur árið 2017.Vísir/Anton Brink Magnús var einn þeirra sem sátu í lengri tíma í gæsluvarðhaldi við rannsókn málsins. Hæstiréttur átti síðar eftir að staðfesta að Magnús og fleiri tengdir málinu hefðu ekkert með það að gera. Valtýr segir í grein sinni að líklega hafi ekki farið fram jafn ítarleg athugun á störfum rannsakenda nokkurs máls eins og Geirfinnsmálsins. „Þannig fór árið 1979 fram opinber rannsókn á málsmeðferð lögreglunnar í Keflavík sem sá ekkert aðfinnsluvert. Þann 4. febrúar 2003 skilaði síðan Lára V. Júlíusdóttir hæstaréttarlögmaður skýrslu til dómsmálaráðuneytisins en hún hafði verið settur saksóknari til að framkvæma opinbera rannsókn á tildrögum þess að Magnús Leópoldsson var grunaður um aðild að hvarfi Geirfinns. Skýrslan er um 100 bls. og voru yfir 40 aðilar yfirheyrðir án þess að þar sé neitt að finna sem styður ávirðingar Soffíu. Auk þessa hafa tugir dómara fjallað um málið með sömu niðurstöðu,“ segir Valtýr. „Það má því teljast með miklum ólíkindum að öllum aðilum sem að málinu hafa komið undanfarna áratugi hafi yfirsést það sem aðstandendur bókarinnar „Leitin að Geirfinni“ segjast hafa skyndilega uppgötvað tæpri hálfri öld síðar og leyst með því málið.“ Hann hafi lesið bókina Leitin að Geirfinni nýlega. „Mig rak í rogastans að sjá allan þann þvætting sem þar var á borð borinn og ákvað þá að skrifa þessa grein sem hér birtist. Höfundurinn Sigurður Björgvin segir m.a. að Geirfinnur hafi látist á heimili sínu eftir átök að kvöldi 19. nóvember sem hann lýsir nánar. Tvær konur, þ.e. eiginkona Geirfinns og vinkona hennar sem hann nafngreinir, „höfðu samband við Valtý fyrir hádegi 20. nóvember, eða 12 tímum eftir að Geirfinnur hvarf.“ Þá þegar á ég, samkvæmt frásögn höfundar, að hafa tekið yfir rannsókn málsins, afvegaleitt málið og beitt áhrifum mínum á bæði yfirvöld og öll vitni alla tíð.“ Valtýr undrast skrifin. „Ég á samkvæmt þessari fullyrðingu að hafa í símtali við upphaf málsins samþykkt að hylma yfir morð, fyrir fólk sem ég þekkti ekkert, í þeim tilgangi að leyna meintu hjúskaparbroti mínu með þessari nafngreindu vinkonu, gott ef ekki líka barnsmóður. Þetta tekur auðvitað engu tali.“ Hann hafi ákveðið að hringja í nafngreinda vinkonu eiginkonu Geirfinns heitins og spurt hana út í þessa fullyrðingu. „Skemmst er frá að segja að hún kvaðst vita hver ég væri en hafa aldrei séð mig í eigin persónu. Henni ofbauð allar þær lygar sem nú væru á borð bornar í málinu og kvaðst ekki hafa tjáð sig um Geirfinnsmálið í áratugi.“ Þá hafi Valtýr sjálfur krafist þess að skýrsla Láru V. Júlíusdóttur hæstaréttarlögmanns um rannsókn málsins yrði gerð opinber. Honum hafi þótt undarlegt að dómsmálaráðuneytið hafi synjað fjölmiðli um eintak af skýrslunni fyrir nokkrum árum. Hann hafi sjálfur kallað eftir henni og látið dómsmálaráðuneytið vita að hann myndi deila með öllum sem skýrsluna vilji lesa. „Aðstandendur bókarinnar „Leitin að Geirfinni“ hafa nú í tæpt ár árangurslaust freistað þess að fá lögregluyfirvöld til að skoða þessa nýtilkomnu speki án árangurs. Það eitt segir sína sögu. Það er ekkert við því að segja að lærðir og leiknir velti fyrir sér hvarfi Geirfinns en það hlýtur að vera lágmarkskrafa að þeir sem það gera haldi sig við staðreyndir málsins og auki ekki á þann rugling og söguburð sem fylgt hefur málinu alla tíð, engum til góðs.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Lögreglan Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent