Jesús who? Atli Þórðarson skrifar 8. október 2025 10:30 Ég var að hlusta á tvo heiðursmenn spjalla í hlaðvarpi þegar Jesús frá Nasaret bar á góma. Maður 1: „Jesús var reyndar 33 ára þegar hann var drepinn. Ef hann var þá til. Hvað heldur þú, heldur þú að Jesús hafi ekki verið til?“Maður 2: „Njee… ég held… nei.“Maður 1: „Nei, það þarf ekkert endilega að vera.“Maður 2: „Blanda af nokkrum aðilum sem voru með góðar hugmyndir og sögðu góðar sögur. Þetta er allt tekið upp úr gömlum, eldri trúarritum. Öll Biblían.“Maður 1: „Já, það er vissulega rétt.“ Þessi umræða minnti mig á hvernig ég hugsaði sjálfur fyrir ekki svo löngu síðan. Það var áður en ég féll ofan í dýpstu kanínuholu sem ég hef rekist á hingað til: kristna trú. Fyrsta spurningin þar hlýtur að vera: Eru raunverulegar sannanir fyrir því að Jesús hafi verið til? Heimildir utan Biblíunnar Umræðan um hvort Jesús hafi verið til er ekki trúarspurning heldur sagnfræðileg. Utan Biblíunnar liggja fyrir rit eftir rómverska og gyðinglega höfunda á 1. og 2. öld e.Kr. sem minnast á Jesús. Sem dæmi má nefna: Jósefus Flavíus, Antiquitates Judaicae (c. 93 e.Kr.): minnist tvisvar á Jesú. Annars vegar nefnir hann „Jakob, bróður Jesú sem kallaður var Kristur“ (20.9.1). Hins vegar lýsir hann í kafla 18.3.3 Jesú sem vitrum manni sem gjörði undur og var krossfestur að tilskipan Pílatusar; hann bætir við að fylgjendur hans, þeir sem kölluðust kristnir, séu enn til. (Textinn í 18.3.3 er þó að hluta umdeildur, flestir fræðimenn telja kjarnann upprunalegan þótt kristið orðalag hafi síðar bæst við.) Pliníus yngri, Epistulae 10.96–97 (c. 112 e.Kr.): Sem rómverskur landstjóri í Bithyníu-Pontus skrifar hann Trajanusi og lýsir verklagi sínu gagnvart kristnum. Hann segir þá halda reglulegar samkomur árla morgna og syngja lofsöng „til Krists eins og til guðs“; Trajanus svarar í 10.97 og setur leiðbeiningar um hvernig beri að bregðast við ásökunum um kristni. Tacítus, Annales 15.44 (c. 116 e.Kr.): rómverskur þingmaður og sagnaritari minnist á „Christus“, sem tekinn var af lífi að tilskipan Pontíusar Pílatusar á valdatíma Tíberíusar, í samhengi við ofsóknir Nerós eftir brunann mikla í Róm (64 e.Kr.). Tacítus lýsir jafnframt útbreiðslu hreyfingarinnar í Róm og fyrirlitningu samfélagsins á „christianos“ á þessum tíma. Auk þessa má finna ummæli um Jesú í ritum höfunda á borð við Suetonius, Thallus, Mara bar Serapion, Lucian og Celsus. Þessar heimildir eru ekki kristin trúarrit heldur frá óháðum höfundum, sumir jafnvel andsnúnir kristinni trú, en staðfesta að Jesús frá Nasaret var söguleg persóna. Um hvað eru flestir sammála? Flestir fræðimenn, hvor sem þeir eru trúaðir eða ekki, eru sammála um eftirfarandi atriði: Jesús frá Nasaret var til. Hann var skírður af Jóhannesi skírara og hóf síðan að predika meðal gyðinga í Galíleu. Hann boðaði Guðs ríki, safnaði hópi lærisveina og kenndi í dæmisögum. Hann var krossfestur af rómverska landstjóranum Pontíusi Pílatusi um árið 30 e.Kr. Spurningin er því kannski ekki lengur hvort hann hafi verið til, heldur hver hann raunverulega var. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Ég var að hlusta á tvo heiðursmenn spjalla í hlaðvarpi þegar Jesús frá Nasaret bar á góma. Maður 1: „Jesús var reyndar 33 ára þegar hann var drepinn. Ef hann var þá til. Hvað heldur þú, heldur þú að Jesús hafi ekki verið til?“Maður 2: „Njee… ég held… nei.“Maður 1: „Nei, það þarf ekkert endilega að vera.“Maður 2: „Blanda af nokkrum aðilum sem voru með góðar hugmyndir og sögðu góðar sögur. Þetta er allt tekið upp úr gömlum, eldri trúarritum. Öll Biblían.“Maður 1: „Já, það er vissulega rétt.“ Þessi umræða minnti mig á hvernig ég hugsaði sjálfur fyrir ekki svo löngu síðan. Það var áður en ég féll ofan í dýpstu kanínuholu sem ég hef rekist á hingað til: kristna trú. Fyrsta spurningin þar hlýtur að vera: Eru raunverulegar sannanir fyrir því að Jesús hafi verið til? Heimildir utan Biblíunnar Umræðan um hvort Jesús hafi verið til er ekki trúarspurning heldur sagnfræðileg. Utan Biblíunnar liggja fyrir rit eftir rómverska og gyðinglega höfunda á 1. og 2. öld e.Kr. sem minnast á Jesús. Sem dæmi má nefna: Jósefus Flavíus, Antiquitates Judaicae (c. 93 e.Kr.): minnist tvisvar á Jesú. Annars vegar nefnir hann „Jakob, bróður Jesú sem kallaður var Kristur“ (20.9.1). Hins vegar lýsir hann í kafla 18.3.3 Jesú sem vitrum manni sem gjörði undur og var krossfestur að tilskipan Pílatusar; hann bætir við að fylgjendur hans, þeir sem kölluðust kristnir, séu enn til. (Textinn í 18.3.3 er þó að hluta umdeildur, flestir fræðimenn telja kjarnann upprunalegan þótt kristið orðalag hafi síðar bæst við.) Pliníus yngri, Epistulae 10.96–97 (c. 112 e.Kr.): Sem rómverskur landstjóri í Bithyníu-Pontus skrifar hann Trajanusi og lýsir verklagi sínu gagnvart kristnum. Hann segir þá halda reglulegar samkomur árla morgna og syngja lofsöng „til Krists eins og til guðs“; Trajanus svarar í 10.97 og setur leiðbeiningar um hvernig beri að bregðast við ásökunum um kristni. Tacítus, Annales 15.44 (c. 116 e.Kr.): rómverskur þingmaður og sagnaritari minnist á „Christus“, sem tekinn var af lífi að tilskipan Pontíusar Pílatusar á valdatíma Tíberíusar, í samhengi við ofsóknir Nerós eftir brunann mikla í Róm (64 e.Kr.). Tacítus lýsir jafnframt útbreiðslu hreyfingarinnar í Róm og fyrirlitningu samfélagsins á „christianos“ á þessum tíma. Auk þessa má finna ummæli um Jesú í ritum höfunda á borð við Suetonius, Thallus, Mara bar Serapion, Lucian og Celsus. Þessar heimildir eru ekki kristin trúarrit heldur frá óháðum höfundum, sumir jafnvel andsnúnir kristinni trú, en staðfesta að Jesús frá Nasaret var söguleg persóna. Um hvað eru flestir sammála? Flestir fræðimenn, hvor sem þeir eru trúaðir eða ekki, eru sammála um eftirfarandi atriði: Jesús frá Nasaret var til. Hann var skírður af Jóhannesi skírara og hóf síðan að predika meðal gyðinga í Galíleu. Hann boðaði Guðs ríki, safnaði hópi lærisveina og kenndi í dæmisögum. Hann var krossfestur af rómverska landstjóranum Pontíusi Pílatusi um árið 30 e.Kr. Spurningin er því kannski ekki lengur hvort hann hafi verið til, heldur hver hann raunverulega var. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun