Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Lovísa Arnardóttir skrifar 8. október 2025 09:06 Trausti segir breytingarnar leiða til kostnaðarauka á greinina og neytendur. Vísir/Anton Brink Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna, segir bændur verulega ósátta við frumvarpsdrög atvinnuvegaráðherra um breytingar á búvörulögum. Þeim hafi verið brugðið að sjá tillöguna og telji breytingarnar sérstaklega hafa slæm áhrif á mjólkuriðnað í landinu. „Það talar ekki alltaf saman þetta frumvarp,“ segir Trausti sem fór yfir viðhorf bænda til breytinganna á lögunum í Bitinu á Bylgjunni. Á einum stað séu til dæmis í frumvarpinu undanþágur fyrir félög undir yfirráðum bænda en á öðrum stað sé það skrifað út. Það sé óskýrt. Þá segir Trausti hefð fyrir því að áður en frumvarp er kynnt séu kynnt um það áform og það fari í samráðsgátt og það hefði verið betri leið í þessu máli og eðlilegt fyrsta skref. Bændasamtökin hafi verið meðvituð um að breyta ætti ákvæði um kjötafurðarstöðvar en samtökin hafi ekki verið meðvituð um breytingar er varða mjólkurvörur. „Það sem kemur á óvart er það sem snýr að mjólkinni,“ segir hann og að það gangi ekki upp að segja að breytingarnar hafi engin áhrif. Kerfið virki þannig í dag að Auðhumla safni mjólkinni saman af öllu landinu frá kúabændum á sama gjaldi. Verði af breytingunum sem kynntar séu í frumvarpinu geri bændur ráð fyrir því að Auðhumla geti ekki safnað mjólk frá öllum bændum því ákvæði í lögunum fjalli um það frá hverjum megi safna mjólkinni og undir hvaða yfirráðum félögin eru. Gætu þurft að safna mjólkinni sjálf Trausti segir til dæmis samkomulag núna á milli Auðhumlu og KS í Skagafirði um söfnun mjólkur. Það sé verkaskipting þannig að ostar eru framleiddir á einum stað og aðrar mjólkurafurðir annars staðar. Það sé gert til að nýta fjárfestingu sem hafi verið farið í á síðustu árum. Minni fyrirtæki missi í þessu frumvarpi þjónustu Auðhumlu við að afhenda þeim mjólk og ef verði af því gætu þau þurft að safna mjólkinni sjálf fyrir vinnslu. „Það er kostnaðarauki á greinina, kostnaðarauki fyrir neytendur,“ segir Trausti og að bændum hafi brugðið að „fá þetta framan í sig“. Þá skjóti skökku við að segja að þessar breytingar hafi engin áhrif en gefa samt aðlögunarfrest til 2027 til að bregðast við breytingum. Bændum brugðið Hann segir Bændasamtökin hafa verið í þéttu og góðu samstarfi við stjórnvöld og hann telji það samstarf halda þannig áfram en þau verði samt að geta tekist á um hlutina. Það sé eðlilegt í lýðræðissamfélagi. Hann segir samtökin í samtali við stjórnvöld um búvörusamninga og starfsskilyrði landbúnaðarins og það skjóti skökku við að einstaka þættir úr starfsskilyrðum landbúnaðarins séu teknir úr sviga þegar það er samtal í gangi. Hann segir að síðasta vor hafi bændur farið góða hringferð með atvinnuvegaráðherra og því sé þeim brugðið að þetta sé gert með þessum hætti og ekki í neinu samráði við þá. Hann segist Bændasamtökin ekki hafa komið auga á þá hlið breytinganna að þær gætu skilað aukinni samkeppni og þannig skilað sér til neytenda í betra verði. Hann segir markaðinn á Íslandi afskaplega lítinn. Það séu um 400 bændur sem vinni með Auðhumlu og það sé búið að koma upp ákveðinni verkaskiptingu. Innflutningur á mjólkurvörum sé að aukast og það sé samkeppni sem bændur þurfi að takast á við. Hann segir Bændasamtökin hafa fundað með ráðuneytinu í gær og það verði áfram unnið með málið. Málið er í samráðsgátt til 17. október. Atvinnuvegaráðherra sagði í viðtali í gær það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða. Landbúnaður Búvörusamningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samkeppnismál Matvælaframleiðsla Bítið Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
„Það talar ekki alltaf saman þetta frumvarp,“ segir Trausti sem fór yfir viðhorf bænda til breytinganna á lögunum í Bitinu á Bylgjunni. Á einum stað séu til dæmis í frumvarpinu undanþágur fyrir félög undir yfirráðum bænda en á öðrum stað sé það skrifað út. Það sé óskýrt. Þá segir Trausti hefð fyrir því að áður en frumvarp er kynnt séu kynnt um það áform og það fari í samráðsgátt og það hefði verið betri leið í þessu máli og eðlilegt fyrsta skref. Bændasamtökin hafi verið meðvituð um að breyta ætti ákvæði um kjötafurðarstöðvar en samtökin hafi ekki verið meðvituð um breytingar er varða mjólkurvörur. „Það sem kemur á óvart er það sem snýr að mjólkinni,“ segir hann og að það gangi ekki upp að segja að breytingarnar hafi engin áhrif. Kerfið virki þannig í dag að Auðhumla safni mjólkinni saman af öllu landinu frá kúabændum á sama gjaldi. Verði af breytingunum sem kynntar séu í frumvarpinu geri bændur ráð fyrir því að Auðhumla geti ekki safnað mjólk frá öllum bændum því ákvæði í lögunum fjalli um það frá hverjum megi safna mjólkinni og undir hvaða yfirráðum félögin eru. Gætu þurft að safna mjólkinni sjálf Trausti segir til dæmis samkomulag núna á milli Auðhumlu og KS í Skagafirði um söfnun mjólkur. Það sé verkaskipting þannig að ostar eru framleiddir á einum stað og aðrar mjólkurafurðir annars staðar. Það sé gert til að nýta fjárfestingu sem hafi verið farið í á síðustu árum. Minni fyrirtæki missi í þessu frumvarpi þjónustu Auðhumlu við að afhenda þeim mjólk og ef verði af því gætu þau þurft að safna mjólkinni sjálf fyrir vinnslu. „Það er kostnaðarauki á greinina, kostnaðarauki fyrir neytendur,“ segir Trausti og að bændum hafi brugðið að „fá þetta framan í sig“. Þá skjóti skökku við að segja að þessar breytingar hafi engin áhrif en gefa samt aðlögunarfrest til 2027 til að bregðast við breytingum. Bændum brugðið Hann segir Bændasamtökin hafa verið í þéttu og góðu samstarfi við stjórnvöld og hann telji það samstarf halda þannig áfram en þau verði samt að geta tekist á um hlutina. Það sé eðlilegt í lýðræðissamfélagi. Hann segir samtökin í samtali við stjórnvöld um búvörusamninga og starfsskilyrði landbúnaðarins og það skjóti skökku við að einstaka þættir úr starfsskilyrðum landbúnaðarins séu teknir úr sviga þegar það er samtal í gangi. Hann segir að síðasta vor hafi bændur farið góða hringferð með atvinnuvegaráðherra og því sé þeim brugðið að þetta sé gert með þessum hætti og ekki í neinu samráði við þá. Hann segist Bændasamtökin ekki hafa komið auga á þá hlið breytinganna að þær gætu skilað aukinni samkeppni og þannig skilað sér til neytenda í betra verði. Hann segir markaðinn á Íslandi afskaplega lítinn. Það séu um 400 bændur sem vinni með Auðhumlu og það sé búið að koma upp ákveðinni verkaskiptingu. Innflutningur á mjólkurvörum sé að aukast og það sé samkeppni sem bændur þurfi að takast á við. Hann segir Bændasamtökin hafa fundað með ráðuneytinu í gær og það verði áfram unnið með málið. Málið er í samráðsgátt til 17. október. Atvinnuvegaráðherra sagði í viðtali í gær það alls ekki svo að allir bændur kvarti yfir drögunum og að þeim sé ætlað að auka hlut bænda í virðiskeðju landbúnaðarafurða.
Landbúnaður Búvörusamningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samkeppnismál Matvælaframleiðsla Bítið Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira