Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Jón Þór Stefánsson skrifar 7. október 2025 20:13 Karl Gauti, Diljá Mist, og Stefán Vagn ræddu málin í kvöldfréttum Sýnar. Vísir/Vilhelm/Anton Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki í verkahring stjórnarandstöðunar að halda uppi stemmingu, heldur sé það að spyrja gagnrýnna spurninga. Greint var frá því í dag að samkvæmt nýrr könnun Maskínu væru alls 62 prósent landsmanna ósátt við störf flokkanna þriggja í stjórnarandstöðu, Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Framsóknarflokksins. Í síðustu könnun voru 47 prósent óánægð með stjórnarandstöðuna. Sjá nánar: Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Diljá ræddi um málið í kvöldfréttum Sýnar ásamt þeim Karli Gauta Hjaltasyni, þingmanni Miðflokksins, og Stefáni Vagni Stefánssyni. Hvað veldur þessum óvinsældum? „Það er í sjálfu sér ekkert fréttnæmt við það að kjósendur stjórnarflokkana séu óánægðir með stjórnarandstöðuna, það er það fyrsta sem ég gríp út úr þessu. Þetta er ríkisstjórn sem er nýtekin við völdum, búin að vera í níu mánuði, og áhrif af þeirra gjörðum eru alls ekki byrjuð að koma fram, þannig að það er ekkert fréttnæmt þó stjórnin hafi meðbyr fyrstu skref sinnar tíðar,“ sagði Karl Gauti. Athygli vakti þegar nýtt þing kom saman í byrjun árs að þingmenn stjórnaranstöðunar funduðu saman til þess að stilla saman strengi. Þar virtist mikið stuð, áfengi í boðstólnum og spreyttu fundargestir sig á karaoke. Þurfið þið að endurtaka leikinn? „Það er alltaf gott að stilla saman strengi. En að sjálfsögðu eru þetta þrír flokkar. Stjórnarandstaðan er ekki einn flokkur. Við erum þrír mismunandi flokkar með þrjár mismunandi áherslur á ýmis mál. Þó við séum sammála um margt þá erum við líka ósammála um annað, þannig það hafa alveg komið mál sem okkur greina á um,“ sagði Stefán Vagn. „Ég tek undir með Karli Gauta: Það á ýmislegt eftir að koma í ljós. En engu að síður held ég að við þurfum að taka þessu alvarlega Við þurfum bara að skerpa á okkar málflutningi og vera skýrari hver fyrir sig, og sem ein held sem stjórnarandstaða.“ Diljá Mist sagði að mörg sóknarfæri væru í hendi hjá stjórnarandstöðunni. „Maður hefur þolað ýmislegt í gegnum tíðina, en óvinsældir og það að vera kallaður neikvæður og leiðinlegur er ekki eitt af því,“ sagði hún. „Ég myndi ekki segja að það væri hlutverk okkar að halda uppi stemmingu. Þú talar um partý og samstöðufund, en auðvitað er okkar hlutverk er að spyrja gagnrýnna spurninga. Við höfum sannarlega ekki verið í gríðarlega mikilli samkeppni við fjölmiðla hvað það varðar. Þannig við munum halda áfram okkar striki. Það eru margir ytri þættir sem við ættum að kafa dýpra ofan í.“ Alþingi Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Greint var frá því í dag að samkvæmt nýrr könnun Maskínu væru alls 62 prósent landsmanna ósátt við störf flokkanna þriggja í stjórnarandstöðu, Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Framsóknarflokksins. Í síðustu könnun voru 47 prósent óánægð með stjórnarandstöðuna. Sjá nánar: Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Diljá ræddi um málið í kvöldfréttum Sýnar ásamt þeim Karli Gauta Hjaltasyni, þingmanni Miðflokksins, og Stefáni Vagni Stefánssyni. Hvað veldur þessum óvinsældum? „Það er í sjálfu sér ekkert fréttnæmt við það að kjósendur stjórnarflokkana séu óánægðir með stjórnarandstöðuna, það er það fyrsta sem ég gríp út úr þessu. Þetta er ríkisstjórn sem er nýtekin við völdum, búin að vera í níu mánuði, og áhrif af þeirra gjörðum eru alls ekki byrjuð að koma fram, þannig að það er ekkert fréttnæmt þó stjórnin hafi meðbyr fyrstu skref sinnar tíðar,“ sagði Karl Gauti. Athygli vakti þegar nýtt þing kom saman í byrjun árs að þingmenn stjórnaranstöðunar funduðu saman til þess að stilla saman strengi. Þar virtist mikið stuð, áfengi í boðstólnum og spreyttu fundargestir sig á karaoke. Þurfið þið að endurtaka leikinn? „Það er alltaf gott að stilla saman strengi. En að sjálfsögðu eru þetta þrír flokkar. Stjórnarandstaðan er ekki einn flokkur. Við erum þrír mismunandi flokkar með þrjár mismunandi áherslur á ýmis mál. Þó við séum sammála um margt þá erum við líka ósammála um annað, þannig það hafa alveg komið mál sem okkur greina á um,“ sagði Stefán Vagn. „Ég tek undir með Karli Gauta: Það á ýmislegt eftir að koma í ljós. En engu að síður held ég að við þurfum að taka þessu alvarlega Við þurfum bara að skerpa á okkar málflutningi og vera skýrari hver fyrir sig, og sem ein held sem stjórnarandstaða.“ Diljá Mist sagði að mörg sóknarfæri væru í hendi hjá stjórnarandstöðunni. „Maður hefur þolað ýmislegt í gegnum tíðina, en óvinsældir og það að vera kallaður neikvæður og leiðinlegur er ekki eitt af því,“ sagði hún. „Ég myndi ekki segja að það væri hlutverk okkar að halda uppi stemmingu. Þú talar um partý og samstöðufund, en auðvitað er okkar hlutverk er að spyrja gagnrýnna spurninga. Við höfum sannarlega ekki verið í gríðarlega mikilli samkeppni við fjölmiðla hvað það varðar. Þannig við munum halda áfram okkar striki. Það eru margir ytri þættir sem við ættum að kafa dýpra ofan í.“
Alþingi Skoðanakannanir Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira