Handbolti

Unnu síðustu á­tján mínúturnar með tíu mörkum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Úkraínski hornamaðurinn Ihor Kopyshynskyi skoraði sex mörk gegn ÍBV.
Úkraínski hornamaðurinn Ihor Kopyshynskyi skoraði sex mörk gegn ÍBV. vísir/anton

Þrátt fyrir að vera fimm mörkum undir þegar tæpar átján mínútur voru eftir vann Afturelding ÍBV, 27-22, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta.

ÍBV var sterkari aðilinn framan af leik og leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 8-12. Á 43. mínútu kom Andri Erlingsson Eyjamönnum fimm mörkum yfir, 12-17. Þá hrukku Mosfellingar loksins í gang.

Afturelding skoraði sex mörk gegn einu og jafnaði í 18-18. Liðin héldu í hendur næstu mínúturnar en Mosfellingar skoruðu svo sex mörk í röð og komust í 27-21. Eyjamenn skoruðu síðasta mark leiksins og lokatölur því 27-22, Mosfellingum í vil.

Afturelding vann síðustu átján mínútur leiksins, 15-5. Mögnuð endurkoma hjá Mosfellingum sem hafa byrjað tímabilið vel og eru á toppi Olís-deildarinnar.

Ihor Kopyshynskyi skoraði sex mörk fyrir Aftureldingu og Stefán Magni Hjartarson fimm. Sigurjón Bragi Atlason varði átján skot í marki heimamanna.

Andri var markahæstur í liði ÍBV með sex mörk. Jakob Ingi Stefánsson skoraði fimm og Petar Jokanovic varði tólf skot, flest í fyrri hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×