Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar 6. október 2025 12:31 Þorbjörg Sigríður, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála, ákvað í vikunni að verja það sem lengi hefur verið eitt stærsta vandamál fjölskyldna í Reykjavík: Samfylkingar- og Viðreisnarmódelið í leikskólum. Hún gerði það með því að ráðast á Kópavogsmódelið, kerfi sem hefur, öfugt við hið fyrrnefnda, skilað raunverulegum árangri. Það gerði hún á sama tíma og hún gagnrýndi breytingarnar sem boðaðar eru í nýjum tillögum borgarinnar um aðgerðir í leikskólamálum. Í Kópavogi var farið í breytingar haustið 2023 eftir langvarandi manneklu, lokanir og þjónustu sem ekki var hægt að treysta á. Fyrir breytingarnar voru 212 lokunardagar á leikskólum veturinn 2022-2023. Eftir breytingarnar voru þeir núll. Bæði veturinn 23-24 og 24-25, og nú þegar árið 25-26 er hafið, eru þeir enn núll. Starfsánægja hefur aukist, mönnun gengið betur og foreldrar fengið það sem þeir eiga rétt á: stöðugleika. Ég hef oft saknað þess í umræðunni um Kópavogsmódelið hvernig óbreytt ástand í leikskólunum kemur verst við ýmsa hópa sem eru iðulega eru nefndir í sömu andrá og Kópavogsmódelið er gagnrýnt. Einstaklingur með lítið eða ekkert bakland getur til dæmis ekki treyst á neinn þegar hann fær ekki leikskólapláss. Enginn hleypur í skarðið fyrir hann þegar leikskólanum er lokað svo vikum skiptir yfir veturinn. Hver hleypur undir bagga þegar barn fær ekki að hefja aðlögun þrátt fyrir að vera kominn með leikskólapláss því það er ekki til starfsfólk til að „uppfylla“ leikskólaplássið. Þaðan kemur enda heitið „draugapláss“ og eru dæmi þess að börn og foreldrar hafi þurft að bíða mánuði eftir að geta hafið aðlögun þrátt fyrir að vera komin með plássið sitt. Á hverjum hefur óstöðugleikinn í Reykjavík bitnað harðast á? Viðreisnar- og Samfylkingarmódelið, sem hefur verið hálfgert einkenni valdatíðar þessara tveggja flokka í Reykjavík síðustu tvö kjörtímabil, hefur einkennst af fjarvistum, vanmönnun og sífellt lakari þjónustu. Nú þegar loksins á að taka ákvarðanir sem raunverulega einhverju breyta, og augljóslega horft til þess árangurs sem hefur náðst í sveitarfélögum eins og Kópavogi þá ákveður ráðherrann að hlaupa til og gagnrýna, án þess að hafa nokkrar aðrar lausnir. Ég geri mér grein fyrir því að flokkssystkini mín í Reykjavík hafa reyndar gagnrýnt þessar breytingar og þar kalla ég sömuleiðis eftir því sama. Gagnrýni er marklaus ef þú býður ekki betri lausn í staðinn. Til að toppa þessa umræðu var birt ný „rannsókn“ á Kópavogsmódelinu fyrir helgi. Þetta var eigindleg rannsókn og unnin fyrir Vörðu, rannsóknarmiðstöð ASÍ og BSRB sem eru tvö samtök sem hafa frá fyrsta degi verið opinberir andstæðingar Kópavogsmódelsins. Rannsóknin byggir á viðtölum við tuttugu foreldra, 20 manns í heilu bæjarfélagi, þar af fimmtán mæður og fimm feður. Engin tölfræðileg mæling, ekkert samanburðarúrtak, engin greining á tekjuhópum eða baklandi. Þetta er túlkun rannsakanda á frásögnum sem valdar voru inn í ákveðinn ramma. Enda er það viðurkennt í rannsókninni. Úrtakið er lítið, sjálfboðaliðaskekkja líkleg og alhæfingargildi lítið sem ekkert. Samt er þetta kynnt sem vísindaleg niðurstaða um „áhrif á jafnrétti“ og fabúleringum viðmælenda, sem eiga ekki við nein rök að styðjast, er slegið upp í fyrirsögnum. Loks var auðvitað gætt að því að koma þessu tryggilega á framfæri sem allra víðast í fjölmiðlum, enda fæstir sem gefa sér tíma til að kynna sér „rannsóknina“ eða gera sér grein fyrir því hvernig hún er unnin. Fyrrverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, var einn þeirra sem gagnrýndi Kópavog þegar við réðumst í þessar breytingar. Nú hafa hans eigin flokksfélagar í borginni snúið baki við honum og viðurkennt að eitthvað verður að gera, þó mörgum árum of seint - þremur árum á eftir Kópavogi, sem þó var of seinn til að horfast í augu við vandann. Það er auðvelt að sitja hjá og gagnrýna. Það er erfiðara að byggja upp og gera það sem virkar. Það að bregðast ekki við og gera ekki neitt er líka afstaða. Kópavogsmódelið hefur sýnt að raunhæfar, ábyrgðarfullar breytingar skila árangri. Núll lokanir, betri mönnun og ánægt starfsfólk. Ég þreytist ekki á að segja að Kópavogsmódelið er ekki fullkomið, en staðan í leikskólum Kópavogs í dag er mun betri en þegar við hófum þessa vegferð. Mér finnst það líka vera viðkvæðið þegar ég tala við foreldra. Enda erum við ekki hætt, nú síðast hækkuðum við systkinaafslátt til að létta undir með foreldrum sem eiga fleiri en eitt barn á leikskólum. Það var fyrr í haust. Við erum stöðugt að leita leiða til að gera betur. Við tökum nú inn fleiri og yngri börn en þegar við hófum þessa vegferð. Leikskólarnir eru betur mannaðir og starfsfólkið mun ánægðara. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Andri Steinn Hilmarsson Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þorbjörg Sigríður, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála, ákvað í vikunni að verja það sem lengi hefur verið eitt stærsta vandamál fjölskyldna í Reykjavík: Samfylkingar- og Viðreisnarmódelið í leikskólum. Hún gerði það með því að ráðast á Kópavogsmódelið, kerfi sem hefur, öfugt við hið fyrrnefnda, skilað raunverulegum árangri. Það gerði hún á sama tíma og hún gagnrýndi breytingarnar sem boðaðar eru í nýjum tillögum borgarinnar um aðgerðir í leikskólamálum. Í Kópavogi var farið í breytingar haustið 2023 eftir langvarandi manneklu, lokanir og þjónustu sem ekki var hægt að treysta á. Fyrir breytingarnar voru 212 lokunardagar á leikskólum veturinn 2022-2023. Eftir breytingarnar voru þeir núll. Bæði veturinn 23-24 og 24-25, og nú þegar árið 25-26 er hafið, eru þeir enn núll. Starfsánægja hefur aukist, mönnun gengið betur og foreldrar fengið það sem þeir eiga rétt á: stöðugleika. Ég hef oft saknað þess í umræðunni um Kópavogsmódelið hvernig óbreytt ástand í leikskólunum kemur verst við ýmsa hópa sem eru iðulega eru nefndir í sömu andrá og Kópavogsmódelið er gagnrýnt. Einstaklingur með lítið eða ekkert bakland getur til dæmis ekki treyst á neinn þegar hann fær ekki leikskólapláss. Enginn hleypur í skarðið fyrir hann þegar leikskólanum er lokað svo vikum skiptir yfir veturinn. Hver hleypur undir bagga þegar barn fær ekki að hefja aðlögun þrátt fyrir að vera kominn með leikskólapláss því það er ekki til starfsfólk til að „uppfylla“ leikskólaplássið. Þaðan kemur enda heitið „draugapláss“ og eru dæmi þess að börn og foreldrar hafi þurft að bíða mánuði eftir að geta hafið aðlögun þrátt fyrir að vera komin með plássið sitt. Á hverjum hefur óstöðugleikinn í Reykjavík bitnað harðast á? Viðreisnar- og Samfylkingarmódelið, sem hefur verið hálfgert einkenni valdatíðar þessara tveggja flokka í Reykjavík síðustu tvö kjörtímabil, hefur einkennst af fjarvistum, vanmönnun og sífellt lakari þjónustu. Nú þegar loksins á að taka ákvarðanir sem raunverulega einhverju breyta, og augljóslega horft til þess árangurs sem hefur náðst í sveitarfélögum eins og Kópavogi þá ákveður ráðherrann að hlaupa til og gagnrýna, án þess að hafa nokkrar aðrar lausnir. Ég geri mér grein fyrir því að flokkssystkini mín í Reykjavík hafa reyndar gagnrýnt þessar breytingar og þar kalla ég sömuleiðis eftir því sama. Gagnrýni er marklaus ef þú býður ekki betri lausn í staðinn. Til að toppa þessa umræðu var birt ný „rannsókn“ á Kópavogsmódelinu fyrir helgi. Þetta var eigindleg rannsókn og unnin fyrir Vörðu, rannsóknarmiðstöð ASÍ og BSRB sem eru tvö samtök sem hafa frá fyrsta degi verið opinberir andstæðingar Kópavogsmódelsins. Rannsóknin byggir á viðtölum við tuttugu foreldra, 20 manns í heilu bæjarfélagi, þar af fimmtán mæður og fimm feður. Engin tölfræðileg mæling, ekkert samanburðarúrtak, engin greining á tekjuhópum eða baklandi. Þetta er túlkun rannsakanda á frásögnum sem valdar voru inn í ákveðinn ramma. Enda er það viðurkennt í rannsókninni. Úrtakið er lítið, sjálfboðaliðaskekkja líkleg og alhæfingargildi lítið sem ekkert. Samt er þetta kynnt sem vísindaleg niðurstaða um „áhrif á jafnrétti“ og fabúleringum viðmælenda, sem eiga ekki við nein rök að styðjast, er slegið upp í fyrirsögnum. Loks var auðvitað gætt að því að koma þessu tryggilega á framfæri sem allra víðast í fjölmiðlum, enda fæstir sem gefa sér tíma til að kynna sér „rannsóknina“ eða gera sér grein fyrir því hvernig hún er unnin. Fyrrverandi borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, var einn þeirra sem gagnrýndi Kópavog þegar við réðumst í þessar breytingar. Nú hafa hans eigin flokksfélagar í borginni snúið baki við honum og viðurkennt að eitthvað verður að gera, þó mörgum árum of seint - þremur árum á eftir Kópavogi, sem þó var of seinn til að horfast í augu við vandann. Það er auðvelt að sitja hjá og gagnrýna. Það er erfiðara að byggja upp og gera það sem virkar. Það að bregðast ekki við og gera ekki neitt er líka afstaða. Kópavogsmódelið hefur sýnt að raunhæfar, ábyrgðarfullar breytingar skila árangri. Núll lokanir, betri mönnun og ánægt starfsfólk. Ég þreytist ekki á að segja að Kópavogsmódelið er ekki fullkomið, en staðan í leikskólum Kópavogs í dag er mun betri en þegar við hófum þessa vegferð. Mér finnst það líka vera viðkvæðið þegar ég tala við foreldra. Enda erum við ekki hætt, nú síðast hækkuðum við systkinaafslátt til að létta undir með foreldrum sem eiga fleiri en eitt barn á leikskólum. Það var fyrr í haust. Við erum stöðugt að leita leiða til að gera betur. Við tökum nú inn fleiri og yngri börn en þegar við hófum þessa vegferð. Leikskólarnir eru betur mannaðir og starfsfólkið mun ánægðara. Höfundur er bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun