Enski boltinn

Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Justin Kluivert og Antoine Semenyo skoruðu mörk Bournemouth gegn Fulham.
Justin Kluivert og Antoine Semenyo skoruðu mörk Bournemouth gegn Fulham. getty/Robin Jones

Antoine Semenyo skoraði tvö mörk og lagði upp eitt þegar Bournemouth vann 3-1 sigur á Fulham á Vitality leikvanginum í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Semenyo hefur byrjað tímabilið af miklum krafti og hefur skorað sex mörk og gefið þrjár stoðsendingar í fyrstu sjö leikjum Fulham í ensku úrvalsdeildinni.

Með sigrinum í gær komst Fulham upp í 2. sæti deildarinnar en liðið hefur aldrei byrjað tímabil betur í efstu deild.

Ryan Sessegnon kom Fulham yfir á 70. mínútu en Semenyo jafnaði eftir mikinn einleik og skot úr þröngu færi framhjá Bernd Leno átta mínútum síðar.

Justin Kluivert kom inn á sem varamaður á 61. mínútu og sex mínútum síðar kom hann Bournemouth yfir með glæsilegu skoti fyrir utan vítateig.

Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Semenyo annað mark sitt og þriðja mark Bournemouth eftir skyndisókn.

Klippa: Bournemouth - Fulham 3-1

Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið

Bournemouth lyfti sér upp í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 3-1 sigri á Fulham í fyrsta leik 7. umferðar í kvöld. Antoine Semenyo heldur áfram að gera það gott með Bournemouth.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×