Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar 3. október 2025 10:02 Við sem heima sitjum og höfum gert undanfarið ár með annan fótinn í eigin heimi sem gengur sinn vanagang og hinn á samfélagsmiðlum að fylgjast með þjóðarmorði þar sem börn eru drepin, skilin eftir limlest og brennd, svipt foreldrum, framtíð og lífi. Þar sem foreldrar eru myrtir á ógeðslegri hátt en nokkurt okkar hefur séð í neinni hryllingsmynd fyrir framan börnin, erum buguð af botnlausri og vanmáttugri sorg. Mörg okkar hætt að horfa, skrollum hratt framhjá því einfalt vestrænt hjarta getur ekki borið þetta myrkur, þessa sorg og hryllingssögu. Hryllingssaga mannkyns. Aldrei hefur nokkuð annað sést á meðan drýgt er. Aldrei í sögu mannsins höfum við haft aðra eins viðurstyggð við fingur okkar daglega á litlu ofurtölvunum sem við öll höfum í vasa og veski og köllum síma. Aldrei hefur vanmátturinn orðið eins áþreifanlegur í okkar sögu þar sem við heima sitjum, vitandi af þessu, svo langt í burtu, en við fingur okkar samt. Ég á erfitt með að skilja þau sem heima sitja og spá ekki í þetta, ég á enn erfiðara með að skilja þau sem heima sitja og afneita þessu. Öll erum við með þennan hrylling við fingurna. Ég er ein af þeim sem heima situr og hái baráttu á hverjum degi við þungann sem hlýst af þeim vanmætti sem umlykur mitt auma mannshjarta og þessa hörmung sem aldrei verður afmáð og enginn veit hvernig endar. Smán mannkynsins er algjör. tik-tak tik-tik-tak, segir hjartað mitt lamað af ótta, það þýðir “sigrar hið illa?” Nú siglir hún Magga Stína okkar inn í þetta myrkur og af því eru fréttir og við þær fréttir láta landsmenn í sér heyra og því miður skríður botnleðjan þar upp á yfirborðið Íslandi og mannkyninu til ævarandi skammar. Mig langar að segja þetta: Magga Stína hefur verið áberandi og haft eins hátt og ein kona getur haft á meðan á þessu gengur. Hennar framlag er á heimstungu kallað aktivismi og það er aldrei neitt annað en akkúrat aktivismi sem hefur verið jarðvegurinn undir stoðunum sem síðan fella hið illa. En, ef það er enginn slíkur jarðvegur, þá er ekkert. Magga Stína er mold í þessum jarðveg, hetjan sem hrópar, fyrst á vindinn, svo á himininn og heiminn og stjórnmálamennina okkar, sem verða þegar í stað að hætta að ræða opinberlega um stríðs og morðóðar skepnur eins og vitiborna menn með einhver áform önnur en þau sem eru sýnd daglega á símanum okkar, við getum ekki hlustað á þetta píp lengur, við verðurm að tala mannamál við hvort annað. Magga Stína stígur svo um borð skipsins sem siglir inn í myrkur hins illa til að blakta því ljósi sem eftir er, fyrir hönd okkar allra sem heima sitjum í óbærilegum aðstæðum þess vanmáttuga. Á slíkri stundu ættum við öll að vera Magga Stína. Þetta gerir hún til að halda á lofti fána mennskunnar á meðan verið er að eyða henni og þið sem haldið að það sé betra heima setið í draumarúmi munið þetta: Á Gaza er verið að myrða börn, mömmur, pabba, ömmur, afa og allar manneskjur, það er verið að sprengja þær í loft upp, skjóta þær á færi, svelta þær og loka inni í tugþúsundavís og núna er Rauði Krossinn flúin því hann veit að hann getur ekki tryggt fólki sínu líf undan þeim morð-óðu öpum sem þarna vaða um. Það er inn í þetta sem Magga Stína siglir, með fána mennskunnar að húni og minnir ykkur í leiðnni á, sem finnst hún trufla friðinn ykkar, að þið eruð herlausir íbúar á alveg svakalega girnilegri eyju sem einhver, einhverntíma og kannski bráðum langar í. Það er hugsanlega vit í því í leiðinni að leiða hugann að því að ef hið illa sigrar þá gilda engar reglur lengur, það er ekkert að leita, það er enginn, nema allar Möggu Stínurnar. Þegar ég skrifa þetta eru bara fáeinar klukkustundir síðan hermálaráðherra Bandaríkjanna lýsti því yfir á stórum fundi með herforingjum hersins þar, að Genfarsáttmálinn væri í hans huga prump. Það væri þannig að þar sem hinn ameríski her stigi niður fæti, mætti drepa og fanga hvern þann sem hvaða hermanni sem er þætti vera drepanlegur eða óæskilegur, hvar sem þeir koma, það finnst honum. afhverju? Jú af því að augljóslega þá er það hægt, Gaza er að sjálfsögðu fordæmisgefandi, eða hvað hélduð þið? Heimurinn er vanmáttugur og það er hægðarleikur að myrða og svalla í blóði barna í beinni útsendingu án þess að neinn geri neitt, nema náttúrulega Magga Stína og hennar líkar. Þið getið svo í leiðinni haft það í huga að sami hermálaráðherra breytti nafni varnarmálaráðuneytisins í hermálaráðuneytið, eða úr „ministry of defence“ í „ministry of war“ og hefur leyfi til að koma hingað með her sinn hvenær sem er og undir hvaða kringumstæðum sem er, ætli þögnin verði eins notaleg og áður ef það gerist. Fólk eins og Magga Stína er heimsins eina von. Hún hefur lengi verið að reyna að vekja okkur, kominn tími til að vakna og standa með henni, hrópa með henni, biðja fyrir henni og öllum hennar líkum og hafa samband við öll þau sem að baki hennar standa og bjóða fram aðstoð í hvaða mynd sem er, rísa upp, vakna! Það er sturlun að yfirtaka þann heim sem við þekkjum, þetta er barátta góðs og ills og það eru þrír valkostir: Hið illa, þögnin, eða baráttan við hið illa. Hvar ert þú? Það er núna eða aldrei að svara. JE SUIS MAGGA STÍNA! Höfundur starfar við Listaháskóla Íslands og er nemandi í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Við sem heima sitjum og höfum gert undanfarið ár með annan fótinn í eigin heimi sem gengur sinn vanagang og hinn á samfélagsmiðlum að fylgjast með þjóðarmorði þar sem börn eru drepin, skilin eftir limlest og brennd, svipt foreldrum, framtíð og lífi. Þar sem foreldrar eru myrtir á ógeðslegri hátt en nokkurt okkar hefur séð í neinni hryllingsmynd fyrir framan börnin, erum buguð af botnlausri og vanmáttugri sorg. Mörg okkar hætt að horfa, skrollum hratt framhjá því einfalt vestrænt hjarta getur ekki borið þetta myrkur, þessa sorg og hryllingssögu. Hryllingssaga mannkyns. Aldrei hefur nokkuð annað sést á meðan drýgt er. Aldrei í sögu mannsins höfum við haft aðra eins viðurstyggð við fingur okkar daglega á litlu ofurtölvunum sem við öll höfum í vasa og veski og köllum síma. Aldrei hefur vanmátturinn orðið eins áþreifanlegur í okkar sögu þar sem við heima sitjum, vitandi af þessu, svo langt í burtu, en við fingur okkar samt. Ég á erfitt með að skilja þau sem heima sitja og spá ekki í þetta, ég á enn erfiðara með að skilja þau sem heima sitja og afneita þessu. Öll erum við með þennan hrylling við fingurna. Ég er ein af þeim sem heima situr og hái baráttu á hverjum degi við þungann sem hlýst af þeim vanmætti sem umlykur mitt auma mannshjarta og þessa hörmung sem aldrei verður afmáð og enginn veit hvernig endar. Smán mannkynsins er algjör. tik-tak tik-tik-tak, segir hjartað mitt lamað af ótta, það þýðir “sigrar hið illa?” Nú siglir hún Magga Stína okkar inn í þetta myrkur og af því eru fréttir og við þær fréttir láta landsmenn í sér heyra og því miður skríður botnleðjan þar upp á yfirborðið Íslandi og mannkyninu til ævarandi skammar. Mig langar að segja þetta: Magga Stína hefur verið áberandi og haft eins hátt og ein kona getur haft á meðan á þessu gengur. Hennar framlag er á heimstungu kallað aktivismi og það er aldrei neitt annað en akkúrat aktivismi sem hefur verið jarðvegurinn undir stoðunum sem síðan fella hið illa. En, ef það er enginn slíkur jarðvegur, þá er ekkert. Magga Stína er mold í þessum jarðveg, hetjan sem hrópar, fyrst á vindinn, svo á himininn og heiminn og stjórnmálamennina okkar, sem verða þegar í stað að hætta að ræða opinberlega um stríðs og morðóðar skepnur eins og vitiborna menn með einhver áform önnur en þau sem eru sýnd daglega á símanum okkar, við getum ekki hlustað á þetta píp lengur, við verðurm að tala mannamál við hvort annað. Magga Stína stígur svo um borð skipsins sem siglir inn í myrkur hins illa til að blakta því ljósi sem eftir er, fyrir hönd okkar allra sem heima sitjum í óbærilegum aðstæðum þess vanmáttuga. Á slíkri stundu ættum við öll að vera Magga Stína. Þetta gerir hún til að halda á lofti fána mennskunnar á meðan verið er að eyða henni og þið sem haldið að það sé betra heima setið í draumarúmi munið þetta: Á Gaza er verið að myrða börn, mömmur, pabba, ömmur, afa og allar manneskjur, það er verið að sprengja þær í loft upp, skjóta þær á færi, svelta þær og loka inni í tugþúsundavís og núna er Rauði Krossinn flúin því hann veit að hann getur ekki tryggt fólki sínu líf undan þeim morð-óðu öpum sem þarna vaða um. Það er inn í þetta sem Magga Stína siglir, með fána mennskunnar að húni og minnir ykkur í leiðnni á, sem finnst hún trufla friðinn ykkar, að þið eruð herlausir íbúar á alveg svakalega girnilegri eyju sem einhver, einhverntíma og kannski bráðum langar í. Það er hugsanlega vit í því í leiðinni að leiða hugann að því að ef hið illa sigrar þá gilda engar reglur lengur, það er ekkert að leita, það er enginn, nema allar Möggu Stínurnar. Þegar ég skrifa þetta eru bara fáeinar klukkustundir síðan hermálaráðherra Bandaríkjanna lýsti því yfir á stórum fundi með herforingjum hersins þar, að Genfarsáttmálinn væri í hans huga prump. Það væri þannig að þar sem hinn ameríski her stigi niður fæti, mætti drepa og fanga hvern þann sem hvaða hermanni sem er þætti vera drepanlegur eða óæskilegur, hvar sem þeir koma, það finnst honum. afhverju? Jú af því að augljóslega þá er það hægt, Gaza er að sjálfsögðu fordæmisgefandi, eða hvað hélduð þið? Heimurinn er vanmáttugur og það er hægðarleikur að myrða og svalla í blóði barna í beinni útsendingu án þess að neinn geri neitt, nema náttúrulega Magga Stína og hennar líkar. Þið getið svo í leiðinni haft það í huga að sami hermálaráðherra breytti nafni varnarmálaráðuneytisins í hermálaráðuneytið, eða úr „ministry of defence“ í „ministry of war“ og hefur leyfi til að koma hingað með her sinn hvenær sem er og undir hvaða kringumstæðum sem er, ætli þögnin verði eins notaleg og áður ef það gerist. Fólk eins og Magga Stína er heimsins eina von. Hún hefur lengi verið að reyna að vekja okkur, kominn tími til að vakna og standa með henni, hrópa með henni, biðja fyrir henni og öllum hennar líkum og hafa samband við öll þau sem að baki hennar standa og bjóða fram aðstoð í hvaða mynd sem er, rísa upp, vakna! Það er sturlun að yfirtaka þann heim sem við þekkjum, þetta er barátta góðs og ills og það eru þrír valkostir: Hið illa, þögnin, eða baráttan við hið illa. Hvar ert þú? Það er núna eða aldrei að svara. JE SUIS MAGGA STÍNA! Höfundur starfar við Listaháskóla Íslands og er nemandi í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun