Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Árni Sæberg skrifar 2. október 2025 16:23 Daníel Örn ásamt verjanda sínum, Þorgils Þorgilssyni. Vísir/Vilhelm Daníel Örn Unnarsson, þrítugur maður, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps. Hann stakk lækni á kvöldgöngu ásamt konu sinni og vinahjónum ítrekað í Lundi í Kópavogi síðasta sumar. Landsréttur þyngdi dóm héraðsdóms, sem taldi rétt að fara niður fyrir lágmarksrefsingu. Daníel Örn var ákærður og sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið lækninn að minnsta kosti fjórum sinnum í háls, síðu og nára. Hann játaði verknaðinn en hafnaði því að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Í héraði var Daníel Örn dæmdur til fjögurra ára óskilorðsbundins fangelsis fyrir tilraun til manndráps en það vakti athygli, enda er lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps fimm ára fangelsi. Héraðsdómari taldi atlöguna ekki heiftúðlega Í dómi héraðsdóms sagði að samkvæmt almennum hegningarlögum megi þó dæma lægri refsingu þegar af tilraun má ráða að brotamaður sé ekki eins hættulegur og vilji hans ekki eins harðnaður og ætla má að sé um menn sem fullfremja slík brot. Þegar virtur væri allur aðdragandi að verknaði Daníels Arnar, hliðsjón höfð af þeirri tilviljunarkenndu og hröðu atburðarás sem leiddi til hnífaatlögunnar, sem og því að samkvæmt dómsframburði hans og læknisins benti ekkert til þess að atlagan hafi verið heiftúðleg, þætti mega líta til þess ákvæðis og fara niður fyrir lágmarksrefsingu. Litlu mátti muna Í dómi Landsréttar var vísað til þess að jafnvel þótt lagt væri til grundvallar að læknirinn hefði veitt Daníel Erni hnefahögg áður en hann lagði að lækninum með hnífi, hefðu viðbrögð hans verið stórhættuleg og í engu samræmi við það sem á undan var gengið. Áverkar læknisins bæru með sér einbeitta og ofsafengna atlögu og litlu hefði mátt muna að hann hefði banað lækninum. Því væru ekki efni til að beita ákvæði hegningarlaga til refsilækkunar. Daníel Örn var því dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Þá var hann dæmdur til að greiða lækninum tvær milljónir króna í miskabætur, 615 þúsund krónur í skaðabætur og skaðabótaskylda hans vegna líkamstjóns læknisins var viðurkennd. Loks var hann dæmdur til að greiða allan málskostnað, alls 8,7 milljónir króna. Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Dómsmál Kópavogur Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Daníel Örn var ákærður og sakfelldur fyrir tilraun til manndráps með því að hafa stungið lækninn að minnsta kosti fjórum sinnum í háls, síðu og nára. Hann játaði verknaðinn en hafnaði því að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða. Í héraði var Daníel Örn dæmdur til fjögurra ára óskilorðsbundins fangelsis fyrir tilraun til manndráps en það vakti athygli, enda er lágmarksrefsing fyrir tilraun til manndráps fimm ára fangelsi. Héraðsdómari taldi atlöguna ekki heiftúðlega Í dómi héraðsdóms sagði að samkvæmt almennum hegningarlögum megi þó dæma lægri refsingu þegar af tilraun má ráða að brotamaður sé ekki eins hættulegur og vilji hans ekki eins harðnaður og ætla má að sé um menn sem fullfremja slík brot. Þegar virtur væri allur aðdragandi að verknaði Daníels Arnar, hliðsjón höfð af þeirri tilviljunarkenndu og hröðu atburðarás sem leiddi til hnífaatlögunnar, sem og því að samkvæmt dómsframburði hans og læknisins benti ekkert til þess að atlagan hafi verið heiftúðleg, þætti mega líta til þess ákvæðis og fara niður fyrir lágmarksrefsingu. Litlu mátti muna Í dómi Landsréttar var vísað til þess að jafnvel þótt lagt væri til grundvallar að læknirinn hefði veitt Daníel Erni hnefahögg áður en hann lagði að lækninum með hnífi, hefðu viðbrögð hans verið stórhættuleg og í engu samræmi við það sem á undan var gengið. Áverkar læknisins bæru með sér einbeitta og ofsafengna atlögu og litlu hefði mátt muna að hann hefði banað lækninum. Því væru ekki efni til að beita ákvæði hegningarlaga til refsilækkunar. Daníel Örn var því dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Þá var hann dæmdur til að greiða lækninum tvær milljónir króna í miskabætur, 615 þúsund krónur í skaðabætur og skaðabótaskylda hans vegna líkamstjóns læknisins var viðurkennd. Loks var hann dæmdur til að greiða allan málskostnað, alls 8,7 milljónir króna.
Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Dómsmál Kópavogur Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira