Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar 2. október 2025 10:46 Ungt fólk þarf hjálp þegar hún skiptir máli Ungt fólk á rétt á að fá aðstoð þegar það þarf á henni að halda – ekki eftir mánuði eða ár. Geðheilbrigði er ekki aukaatriði heldur grunnstoð í lífi hvers barns og ungmennis. Það hefur bein áhrif á félagsleg tengsl, sjálfsmynd, líðan og framtíðarmöguleika. Reynslan sýnir að hefðbundin heilbrigðisþjónusta nær ekki alltaf utan um þarfir unga fólksins okkar. Ferlar eru oft flóknir, biðlistar langir og hindranir margskonar. Rannsóknir á alþjóðavísu hafa ítrekað sýnt að sveigjanleg og aðgengileg úrræði skipta sköpum. Þegar þjónustan er án hindrana og kostnaðar aukast líkurnar á að ungmenni leiti sér aðstoðar þegar hennar er þörf. Þar koma lágþröskulda úrræði inn sem mikilvæg brú á milli ungs fólks og kerfisins. Hvað felst í lágþröskulda þjónustu? Lágþröskulda þjónusta þýðir að ungmenni geta leitað sér aðstoðar án tilvísunar, án langrar biðar og án þess að greiða háar upphæðir. Hún er sveigjanleg, nálæg og leggur áherslu á að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur hverju sinni. Stuðningurinn er einstaklingsmiðaður, óformlegur og laus við hindranir sem oft letja ungt fólk frá því að sækja sér hjálp. Alþjóðlegar skýrslur, til dæmis frá Evrópuráðinu, hafa bent á að slík þjónusta sé ekki lúxus heldur grundvallarréttindi barna og ungmenna. Með því að brjóta niður félagslegar og efnahagslegar hindranir tryggir hún jafnrétti í aðgengi. Með úrræði eins og Berginu náum við til fleiri ungmenna sem annars hefðu átt á hættu að falla á milli kerfa eða jafnvel forðast að leita sér aðstoðar. Í Berginu hafa ungmenni á aldrinum 12–25 ára aðgang að viðtölum við fagaðila, sér að kostnaðarlausu. Af hverju skiptir þetta máli? Að bregðast sem fyrst við getur skipt sköpum. Þegar ungmenni fá snemmtækan stuðning við kvíða, vanlíðan, áföll eða félagslegar áskoranir aukast líkurnar á að þau byggi upp seiglu og færni til að takast á við framtíðarerfiðleika. Með því að grípa inn í snemma er hægt að draga verulega úr hættunni á alvarlegum geðheilbrigðisvanda síðar meir og létta þar með álagi af sérhæfðari úrræðum á hærra þjónustustigi. Lágþröskulda þjónusta stuðlar einnig að jafnrétti í aðgengi. Mörg ungmenni upplifa að þau passi ekki inn í hefðbundin úrræði eða hafi ekki burði til að nýta þau. Þegar öllum er boðið velkomið – óháð bakgrunni eða stöðu – minnka þær hindranir. Að auki eykst traust til kerfisins þegar ungt fólk er mætt á jafningjagrundvelli og í öruggu umhverfi þar sem þeirra rödd og reynsla eru tekin alvarlega. Hlutverk Bergsins Bergið hefur á undanförnum árum orðið lykilaðili í snemmtækum stuðningi við ungt fólk á Íslandi. Þar geta ungmenni á aldrinum 12–25 ára komið án tilvísunar og fengið viðtal við fagfólk án kostnaðar. Þjónustan er bæði persónuleg og sveigjanleg, þar sem lögð er áhersla á lausnir sem henta hverjum og einum. Á hverju ári leita hundruð ungmenna til Bergsins – mörg þeirra í fyrsta sinn sem þau ræða líðan sína við fagaðila. Fyrir þau er þetta ekki aðeins samtal, heldur nauðsynlegt tækifæri til að taka fyrsta og mikilvægasta skrefið í átt að betri líðan. Samfélagslegur ávinningur Ávinningurinn af lágþröskulda þjónustu er tvíþættur. Fyrir einstaklinginn felst hann í skjótum stuðningi og bættum lífsgæðum. Fyrir samfélagið felst hann í minni kostnaði innan félags- og heilbrigðiskerfisins, aukinni virkni í námi og starfi og sterkari framtíðarkynslóðum. Rannsóknir sýna að fjárfesting í snemmtækri og aðgengilegri geðheilbrigðisþjónustu borgar sig margfalt til lengri tíma. Með henni stöndum við einnig vörð um grundvallarréttindi barna og ungmenna. Veitum aðstoð þegar hún skiptir máli Geðheilbrigði ungs fólks má aldrei vera aukaatriði. Til að mæta raunverulegum þörfum þarf þjónusta að vera sveigjanleg, aðgengileg og laus við hindranir. Lágþröskulda úrræði eins og Bergið eru þar lykilþáttur – þau tryggja að enginn þurfi að ganga einn í gegnum vanlíðan eða áföll. Með því að efla og tryggja framtíð slíkra úrræða leggur samfélagið grunn að heilbrigðari og sterkari framtíðarkynslóðum. Það er okkar mat að lágþröskulda þjónusta og nálgun líkt og Bergið veitir sé ekki aðeins valkostur heldur nauðsynlegt úrræði til að tryggja að ungt fólk fái þá aðstoð sem það á rétt á – þegar hún skiptir mestu máli. Höfundur er félagsráðgjafi og framkvæmdastjóri Bergsins Headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Eva Rós Ólafsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Ungt fólk þarf hjálp þegar hún skiptir máli Ungt fólk á rétt á að fá aðstoð þegar það þarf á henni að halda – ekki eftir mánuði eða ár. Geðheilbrigði er ekki aukaatriði heldur grunnstoð í lífi hvers barns og ungmennis. Það hefur bein áhrif á félagsleg tengsl, sjálfsmynd, líðan og framtíðarmöguleika. Reynslan sýnir að hefðbundin heilbrigðisþjónusta nær ekki alltaf utan um þarfir unga fólksins okkar. Ferlar eru oft flóknir, biðlistar langir og hindranir margskonar. Rannsóknir á alþjóðavísu hafa ítrekað sýnt að sveigjanleg og aðgengileg úrræði skipta sköpum. Þegar þjónustan er án hindrana og kostnaðar aukast líkurnar á að ungmenni leiti sér aðstoðar þegar hennar er þörf. Þar koma lágþröskulda úrræði inn sem mikilvæg brú á milli ungs fólks og kerfisins. Hvað felst í lágþröskulda þjónustu? Lágþröskulda þjónusta þýðir að ungmenni geta leitað sér aðstoðar án tilvísunar, án langrar biðar og án þess að greiða háar upphæðir. Hún er sveigjanleg, nálæg og leggur áherslu á að mæta einstaklingnum þar sem hann er staddur hverju sinni. Stuðningurinn er einstaklingsmiðaður, óformlegur og laus við hindranir sem oft letja ungt fólk frá því að sækja sér hjálp. Alþjóðlegar skýrslur, til dæmis frá Evrópuráðinu, hafa bent á að slík þjónusta sé ekki lúxus heldur grundvallarréttindi barna og ungmenna. Með því að brjóta niður félagslegar og efnahagslegar hindranir tryggir hún jafnrétti í aðgengi. Með úrræði eins og Berginu náum við til fleiri ungmenna sem annars hefðu átt á hættu að falla á milli kerfa eða jafnvel forðast að leita sér aðstoðar. Í Berginu hafa ungmenni á aldrinum 12–25 ára aðgang að viðtölum við fagaðila, sér að kostnaðarlausu. Af hverju skiptir þetta máli? Að bregðast sem fyrst við getur skipt sköpum. Þegar ungmenni fá snemmtækan stuðning við kvíða, vanlíðan, áföll eða félagslegar áskoranir aukast líkurnar á að þau byggi upp seiglu og færni til að takast á við framtíðarerfiðleika. Með því að grípa inn í snemma er hægt að draga verulega úr hættunni á alvarlegum geðheilbrigðisvanda síðar meir og létta þar með álagi af sérhæfðari úrræðum á hærra þjónustustigi. Lágþröskulda þjónusta stuðlar einnig að jafnrétti í aðgengi. Mörg ungmenni upplifa að þau passi ekki inn í hefðbundin úrræði eða hafi ekki burði til að nýta þau. Þegar öllum er boðið velkomið – óháð bakgrunni eða stöðu – minnka þær hindranir. Að auki eykst traust til kerfisins þegar ungt fólk er mætt á jafningjagrundvelli og í öruggu umhverfi þar sem þeirra rödd og reynsla eru tekin alvarlega. Hlutverk Bergsins Bergið hefur á undanförnum árum orðið lykilaðili í snemmtækum stuðningi við ungt fólk á Íslandi. Þar geta ungmenni á aldrinum 12–25 ára komið án tilvísunar og fengið viðtal við fagfólk án kostnaðar. Þjónustan er bæði persónuleg og sveigjanleg, þar sem lögð er áhersla á lausnir sem henta hverjum og einum. Á hverju ári leita hundruð ungmenna til Bergsins – mörg þeirra í fyrsta sinn sem þau ræða líðan sína við fagaðila. Fyrir þau er þetta ekki aðeins samtal, heldur nauðsynlegt tækifæri til að taka fyrsta og mikilvægasta skrefið í átt að betri líðan. Samfélagslegur ávinningur Ávinningurinn af lágþröskulda þjónustu er tvíþættur. Fyrir einstaklinginn felst hann í skjótum stuðningi og bættum lífsgæðum. Fyrir samfélagið felst hann í minni kostnaði innan félags- og heilbrigðiskerfisins, aukinni virkni í námi og starfi og sterkari framtíðarkynslóðum. Rannsóknir sýna að fjárfesting í snemmtækri og aðgengilegri geðheilbrigðisþjónustu borgar sig margfalt til lengri tíma. Með henni stöndum við einnig vörð um grundvallarréttindi barna og ungmenna. Veitum aðstoð þegar hún skiptir máli Geðheilbrigði ungs fólks má aldrei vera aukaatriði. Til að mæta raunverulegum þörfum þarf þjónusta að vera sveigjanleg, aðgengileg og laus við hindranir. Lágþröskulda úrræði eins og Bergið eru þar lykilþáttur – þau tryggja að enginn þurfi að ganga einn í gegnum vanlíðan eða áföll. Með því að efla og tryggja framtíð slíkra úrræða leggur samfélagið grunn að heilbrigðari og sterkari framtíðarkynslóðum. Það er okkar mat að lágþröskulda þjónusta og nálgun líkt og Bergið veitir sé ekki aðeins valkostur heldur nauðsynlegt úrræði til að tryggja að ungt fólk fái þá aðstoð sem það á rétt á – þegar hún skiptir mestu máli. Höfundur er félagsráðgjafi og framkvæmdastjóri Bergsins Headspace.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun