Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2025 20:01 Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu. Vísir/Stefán Atvinnuþátttaka innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði er betri en meðal innfæddra og hlutfallslega fleiri þeirra eru háskólamenntaðir. Þeir hafa hins vegar lægri tekjur og eru í verri stöðu á húsnæðismarkaði samkvæmt nýrri könnun. Meirihluti heimila á Íslandi býr við góð lífskjör, en það virðast vera að myndast gjá á milli ólíkra hópa launafólks í landinu að sögn ASÍ. Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kynnti nýja skýrslu um stöðu launafólks á Íslandi í dag. Könnunin nær til til félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB en þetta er fimmta árið í röð sem könnunin er framkvæmd og hefur þátttakan aldrei verið betri, en um 25 þúsund manns svöruðu könnuninni. Skýr skil á milli hópa „Meirihluti launafólks býr við ágætis lífsskilyrði, auðvitað misgóð. En síðan sjáum við að það er um þriðjungur sem á erfitt með að ná endum saman. En svo erum við með 23 prósent sem býr við skilgreindan skort á félagslegum og efnahagslegum gæðum, sem er mjög alvarleg mæling, þá erum við að tala um að fólk er í mjög slæmri stöðu,“ segir Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu. „Það virðast vera ótrúlega skýr skil á milli hópanna, það er okkar upplifun.“ Meðal annars má lesa úr könnuninni hvernig mismunandi fjárhagsstaða heimilanna getur haft áhrif á börn. „Við spyrjum um þætti sem fólk hefur ekki efni á, grunnþætti fyrir börnin sín, og það mælist alltaf hærra hlutfallið sem hefur ekki efni á þessum grunnþáttum sem er bara eins og næringarríkur matur, klæðnaður fyrir börnin, að börnin geti stundað félagslíf með vinum sínum, það er hærra hlutfall í hópunum sem standa verr að vígi fjárhagslega,“ segir Kristín. „Það á til dæmis við um innflytjendur, það er hærra hlutfall kvenna en karla, og svo höfum við auðvitað séð í fyrri könnunum að það er mjög mikill munur á stöðu sambúðarfólks og fólks ekki í sambúð þegar kemur að fjárhagsstöðu.“ Möguleg fylgni milli heimilistekna og andlegrar heilsu Stuðst var við aðrar spurningar breytta aðferðafræði í ár svo ekki var gerður beinn samanburður á milli ára að þessu sinni. Hins vegar var meðal annars spurt einnig um andlega og líkamlega heilsu og svör skoðuð eftir tekjuhópum. „Fólk sem býr á heimilum þar sem heimilistekjur eru lágar, þar er hærra hlutfall fólks sem býr við slæma andlega heilsu, og svo fylgist þetta bara alveg að upp eftir því sem tekjurnar hækka, þá er lægra hlutfall sem býr við slæma andlega heilsu. Þó að við getum ekki fullyrt um orsakasamhengi þá er mjög skýrt að sjá þetta svona,“ segir Kristín. Umtalsvert algengara að innflytjendur séu á leigumarkaði Staða innflytjenda var einnig skoðuð sérstaklega og þar kemur meðal annars í ljós, líkt og önnur opinber gögn hafa sýnt fram á að sögn Kristínar, að atvinnuþátttaka meðal innflytjenda á Íslandi er hærri en meðal innfæddra. „Það er hærra hlutfall innflytjenda en innfæddra sem eru í fullu starfi en innflytjendur og innfæddir eru kannski í svolítið ólíkum atvinnugreinum. Þannig bera innflytjendur uppi ræstingar, mjög hátt hlutfall í byggingarstarfsemi, ferðaþjónustu og í veitinga- og mötuneytageiranum,“ segir Kristín. Á sama tíma sé staða innflytjenda verri á öðrum vígstöðum. „En fjárhagsstaða innflytjenda er mun verri en innfæddra auk þess sem staða innflytjenda á húsnæðismarkaði er gjörólík en meðal innfæddra.“ Þannig búa 77% af launafólki í hópi innfæddra innan ASÍ og BSRB í eigin húsnæði en aðeins fjórðungur innflytjenda. Þar af leiðandi er hátt hlutfall innflytjenda á leigumarkaði, einkum á almennum leigumarkaði, sem meðal annars getur verið kostnaðarsamt og húsnæðisöryggi þessa hóps sömuleiðis ekki eins mikið að sögn Kristínar. Vinnumarkaður ASÍ Stéttarfélög Fjármál heimilisins Geðheilbrigði Innflytjendamál Húsnæðismál Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira
Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kynnti nýja skýrslu um stöðu launafólks á Íslandi í dag. Könnunin nær til til félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB en þetta er fimmta árið í röð sem könnunin er framkvæmd og hefur þátttakan aldrei verið betri, en um 25 þúsund manns svöruðu könnuninni. Skýr skil á milli hópa „Meirihluti launafólks býr við ágætis lífsskilyrði, auðvitað misgóð. En síðan sjáum við að það er um þriðjungur sem á erfitt með að ná endum saman. En svo erum við með 23 prósent sem býr við skilgreindan skort á félagslegum og efnahagslegum gæðum, sem er mjög alvarleg mæling, þá erum við að tala um að fólk er í mjög slæmri stöðu,“ segir Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu. „Það virðast vera ótrúlega skýr skil á milli hópanna, það er okkar upplifun.“ Meðal annars má lesa úr könnuninni hvernig mismunandi fjárhagsstaða heimilanna getur haft áhrif á börn. „Við spyrjum um þætti sem fólk hefur ekki efni á, grunnþætti fyrir börnin sín, og það mælist alltaf hærra hlutfallið sem hefur ekki efni á þessum grunnþáttum sem er bara eins og næringarríkur matur, klæðnaður fyrir börnin, að börnin geti stundað félagslíf með vinum sínum, það er hærra hlutfall í hópunum sem standa verr að vígi fjárhagslega,“ segir Kristín. „Það á til dæmis við um innflytjendur, það er hærra hlutfall kvenna en karla, og svo höfum við auðvitað séð í fyrri könnunum að það er mjög mikill munur á stöðu sambúðarfólks og fólks ekki í sambúð þegar kemur að fjárhagsstöðu.“ Möguleg fylgni milli heimilistekna og andlegrar heilsu Stuðst var við aðrar spurningar breytta aðferðafræði í ár svo ekki var gerður beinn samanburður á milli ára að þessu sinni. Hins vegar var meðal annars spurt einnig um andlega og líkamlega heilsu og svör skoðuð eftir tekjuhópum. „Fólk sem býr á heimilum þar sem heimilistekjur eru lágar, þar er hærra hlutfall fólks sem býr við slæma andlega heilsu, og svo fylgist þetta bara alveg að upp eftir því sem tekjurnar hækka, þá er lægra hlutfall sem býr við slæma andlega heilsu. Þó að við getum ekki fullyrt um orsakasamhengi þá er mjög skýrt að sjá þetta svona,“ segir Kristín. Umtalsvert algengara að innflytjendur séu á leigumarkaði Staða innflytjenda var einnig skoðuð sérstaklega og þar kemur meðal annars í ljós, líkt og önnur opinber gögn hafa sýnt fram á að sögn Kristínar, að atvinnuþátttaka meðal innflytjenda á Íslandi er hærri en meðal innfæddra. „Það er hærra hlutfall innflytjenda en innfæddra sem eru í fullu starfi en innflytjendur og innfæddir eru kannski í svolítið ólíkum atvinnugreinum. Þannig bera innflytjendur uppi ræstingar, mjög hátt hlutfall í byggingarstarfsemi, ferðaþjónustu og í veitinga- og mötuneytageiranum,“ segir Kristín. Á sama tíma sé staða innflytjenda verri á öðrum vígstöðum. „En fjárhagsstaða innflytjenda er mun verri en innfæddra auk þess sem staða innflytjenda á húsnæðismarkaði er gjörólík en meðal innfæddra.“ Þannig búa 77% af launafólki í hópi innfæddra innan ASÍ og BSRB í eigin húsnæði en aðeins fjórðungur innflytjenda. Þar af leiðandi er hátt hlutfall innflytjenda á leigumarkaði, einkum á almennum leigumarkaði, sem meðal annars getur verið kostnaðarsamt og húsnæðisöryggi þessa hóps sömuleiðis ekki eins mikið að sögn Kristínar.
Vinnumarkaður ASÍ Stéttarfélög Fjármál heimilisins Geðheilbrigði Innflytjendamál Húsnæðismál Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Fleiri fréttir Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Sjá meira