Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2025 20:01 Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu. Vísir/Stefán Atvinnuþátttaka innflytjenda á íslenskum vinnumarkaði er betri en meðal innfæddra og hlutfallslega fleiri þeirra eru háskólamenntaðir. Þeir hafa hins vegar lægri tekjur og eru í verri stöðu á húsnæðismarkaði samkvæmt nýrri könnun. Meirihluti heimila á Íslandi býr við góð lífskjör, en það virðast vera að myndast gjá á milli ólíkra hópa launafólks í landinu að sögn ASÍ. Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kynnti nýja skýrslu um stöðu launafólks á Íslandi í dag. Könnunin nær til til félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB en þetta er fimmta árið í röð sem könnunin er framkvæmd og hefur þátttakan aldrei verið betri, en um 25 þúsund manns svöruðu könnuninni. Skýr skil á milli hópa „Meirihluti launafólks býr við ágætis lífsskilyrði, auðvitað misgóð. En síðan sjáum við að það er um þriðjungur sem á erfitt með að ná endum saman. En svo erum við með 23 prósent sem býr við skilgreindan skort á félagslegum og efnahagslegum gæðum, sem er mjög alvarleg mæling, þá erum við að tala um að fólk er í mjög slæmri stöðu,“ segir Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu. „Það virðast vera ótrúlega skýr skil á milli hópanna, það er okkar upplifun.“ Meðal annars má lesa úr könnuninni hvernig mismunandi fjárhagsstaða heimilanna getur haft áhrif á börn. „Við spyrjum um þætti sem fólk hefur ekki efni á, grunnþætti fyrir börnin sín, og það mælist alltaf hærra hlutfallið sem hefur ekki efni á þessum grunnþáttum sem er bara eins og næringarríkur matur, klæðnaður fyrir börnin, að börnin geti stundað félagslíf með vinum sínum, það er hærra hlutfall í hópunum sem standa verr að vígi fjárhagslega,“ segir Kristín. „Það á til dæmis við um innflytjendur, það er hærra hlutfall kvenna en karla, og svo höfum við auðvitað séð í fyrri könnunum að það er mjög mikill munur á stöðu sambúðarfólks og fólks ekki í sambúð þegar kemur að fjárhagsstöðu.“ Möguleg fylgni milli heimilistekna og andlegrar heilsu Stuðst var við aðrar spurningar breytta aðferðafræði í ár svo ekki var gerður beinn samanburður á milli ára að þessu sinni. Hins vegar var meðal annars spurt einnig um andlega og líkamlega heilsu og svör skoðuð eftir tekjuhópum. „Fólk sem býr á heimilum þar sem heimilistekjur eru lágar, þar er hærra hlutfall fólks sem býr við slæma andlega heilsu, og svo fylgist þetta bara alveg að upp eftir því sem tekjurnar hækka, þá er lægra hlutfall sem býr við slæma andlega heilsu. Þó að við getum ekki fullyrt um orsakasamhengi þá er mjög skýrt að sjá þetta svona,“ segir Kristín. Umtalsvert algengara að innflytjendur séu á leigumarkaði Staða innflytjenda var einnig skoðuð sérstaklega og þar kemur meðal annars í ljós, líkt og önnur opinber gögn hafa sýnt fram á að sögn Kristínar, að atvinnuþátttaka meðal innflytjenda á Íslandi er hærri en meðal innfæddra. „Það er hærra hlutfall innflytjenda en innfæddra sem eru í fullu starfi en innflytjendur og innfæddir eru kannski í svolítið ólíkum atvinnugreinum. Þannig bera innflytjendur uppi ræstingar, mjög hátt hlutfall í byggingarstarfsemi, ferðaþjónustu og í veitinga- og mötuneytageiranum,“ segir Kristín. Á sama tíma sé staða innflytjenda verri á öðrum vígstöðum. „En fjárhagsstaða innflytjenda er mun verri en innfæddra auk þess sem staða innflytjenda á húsnæðismarkaði er gjörólík en meðal innfæddra.“ Þannig búa 77% af launafólki í hópi innfæddra innan ASÍ og BSRB í eigin húsnæði en aðeins fjórðungur innflytjenda. Þar af leiðandi er hátt hlutfall innflytjenda á leigumarkaði, einkum á almennum leigumarkaði, sem meðal annars getur verið kostnaðarsamt og húsnæðisöryggi þessa hóps sömuleiðis ekki eins mikið að sögn Kristínar. Vinnumarkaður ASÍ Stéttarfélög Fjármál heimilisins Geðheilbrigði Innflytjendamál Húsnæðismál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Sjá meira
Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, kynnti nýja skýrslu um stöðu launafólks á Íslandi í dag. Könnunin nær til til félaga í aðildarfélögum ASÍ og BSRB en þetta er fimmta árið í röð sem könnunin er framkvæmd og hefur þátttakan aldrei verið betri, en um 25 þúsund manns svöruðu könnuninni. Skýr skil á milli hópa „Meirihluti launafólks býr við ágætis lífsskilyrði, auðvitað misgóð. En síðan sjáum við að það er um þriðjungur sem á erfitt með að ná endum saman. En svo erum við með 23 prósent sem býr við skilgreindan skort á félagslegum og efnahagslegum gæðum, sem er mjög alvarleg mæling, þá erum við að tala um að fólk er í mjög slæmri stöðu,“ segir Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu. „Það virðast vera ótrúlega skýr skil á milli hópanna, það er okkar upplifun.“ Meðal annars má lesa úr könnuninni hvernig mismunandi fjárhagsstaða heimilanna getur haft áhrif á börn. „Við spyrjum um þætti sem fólk hefur ekki efni á, grunnþætti fyrir börnin sín, og það mælist alltaf hærra hlutfallið sem hefur ekki efni á þessum grunnþáttum sem er bara eins og næringarríkur matur, klæðnaður fyrir börnin, að börnin geti stundað félagslíf með vinum sínum, það er hærra hlutfall í hópunum sem standa verr að vígi fjárhagslega,“ segir Kristín. „Það á til dæmis við um innflytjendur, það er hærra hlutfall kvenna en karla, og svo höfum við auðvitað séð í fyrri könnunum að það er mjög mikill munur á stöðu sambúðarfólks og fólks ekki í sambúð þegar kemur að fjárhagsstöðu.“ Möguleg fylgni milli heimilistekna og andlegrar heilsu Stuðst var við aðrar spurningar breytta aðferðafræði í ár svo ekki var gerður beinn samanburður á milli ára að þessu sinni. Hins vegar var meðal annars spurt einnig um andlega og líkamlega heilsu og svör skoðuð eftir tekjuhópum. „Fólk sem býr á heimilum þar sem heimilistekjur eru lágar, þar er hærra hlutfall fólks sem býr við slæma andlega heilsu, og svo fylgist þetta bara alveg að upp eftir því sem tekjurnar hækka, þá er lægra hlutfall sem býr við slæma andlega heilsu. Þó að við getum ekki fullyrt um orsakasamhengi þá er mjög skýrt að sjá þetta svona,“ segir Kristín. Umtalsvert algengara að innflytjendur séu á leigumarkaði Staða innflytjenda var einnig skoðuð sérstaklega og þar kemur meðal annars í ljós, líkt og önnur opinber gögn hafa sýnt fram á að sögn Kristínar, að atvinnuþátttaka meðal innflytjenda á Íslandi er hærri en meðal innfæddra. „Það er hærra hlutfall innflytjenda en innfæddra sem eru í fullu starfi en innflytjendur og innfæddir eru kannski í svolítið ólíkum atvinnugreinum. Þannig bera innflytjendur uppi ræstingar, mjög hátt hlutfall í byggingarstarfsemi, ferðaþjónustu og í veitinga- og mötuneytageiranum,“ segir Kristín. Á sama tíma sé staða innflytjenda verri á öðrum vígstöðum. „En fjárhagsstaða innflytjenda er mun verri en innfæddra auk þess sem staða innflytjenda á húsnæðismarkaði er gjörólík en meðal innfæddra.“ Þannig búa 77% af launafólki í hópi innfæddra innan ASÍ og BSRB í eigin húsnæði en aðeins fjórðungur innflytjenda. Þar af leiðandi er hátt hlutfall innflytjenda á leigumarkaði, einkum á almennum leigumarkaði, sem meðal annars getur verið kostnaðarsamt og húsnæðisöryggi þessa hóps sömuleiðis ekki eins mikið að sögn Kristínar.
Vinnumarkaður ASÍ Stéttarfélög Fjármál heimilisins Geðheilbrigði Innflytjendamál Húsnæðismál Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent