Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. október 2025 14:42 Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor í íslenskri málfræði. Sýn Prófessor í íslensku hefur sett á laggirnar undirskriftarlista þar sem hann skorar á íslensk stjórnvöld að hækka fjárframlög til kennslu í íslensku sem annað mál. Hann segir að læri innflytjendur ekki tungumálið bitni það á samfélaginu í heild. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, hefur sett á laggirnar undirskriftarlista þar sem hann skorar á ríkisstjórn og Alþingi að stórhækka framlög til kennslu í íslensku sem annað mál. Hann auglýsir listann á Facebook-síðunni sinni en lætur ítarlegan rökstuðning fylgja með listanum. „Fyrir áratug voru erlendir ríkisborgarar um 10% en eru nú um 20%, og um fjórðungur fólks á vinnumarkaði er af erlendum uppruna. Í skýrslu OECD um málefni innflytjenda á Íslandi sem birt var fyrir ári kom fram að hlutfall innflytjenda í ríkjum OECD sem telja sig hafa sæmilega færni í tungumáli landsins þar sem þeir búa er hvergi lægra en á Íslandi,“ segir Eiríkur í rökstuðningi sínum. Innan við tuttugu prósent innflytjenda telja sig hafa sæmilega færni í íslensku en meðaltalið í OECD-ríkjunum séu tæp sextíu prósent. Annars staðar á Norðurlöndunum telja 45 til sextíu prósent innflytjenda sig hafa sæmilega færni. „Þetta endurspeglar það að fjárveitingar á hvern innflytjanda til kennslu íslensku sem annars máls eru ekki nema brot af því sem önnur Norðurlönd verja til kennslu í sínum þjóðtungum.“ Bitni á öllu samfélaginu „Innflytjendur hafa átt stóran þátt í hagvextinum undanfarin ár og halda í raun uppi heilum atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu og byggingariðnaði, og þeim fer einnig ört fjölgandi í heilbrigðiskerfinu. En margir þeirra búa yfir fjölbreyttri menntun og þekkingu sem nýtist ekki sem skyldi, ekki síst vegna takmarkaðrar íslenskukunnáttu þeirra,“ segir Eiríkur. Í könnun á vegum ASÍ og BSRB kemur fram að af félagsfólki þeirra eru mun fleiri innflytjendur sem eru með háskólagráður. Á móti kemur er mun hærra hlutfall innflytjenda með lægri atvinnutekjur en innfæddir. Eiríkur segir takmarkaða íslenskukunnáttu innflytjenda ekki bitna einungis á þeim sjálfum heldur á samfélaginu í heild. Fjöldi þeirra starfi í ýmiss konar þjónustustörfum sem geri öðrum erfiðara fyrir að fá þjónustu á Íslandi. „Fæstir innflytjendur eiga ensku að móðurmáli en reynslan sýnir að þeir læra (ófullkomna) ensku eftir að þeir koma til landsins og nota hana sem samskiptamál við innfædda, og einnig í samskiptum við aðra innflytjendur af ólíku þjóðerni. Ef bjöguð enska dugir til daglegra nota er lítil hvatning til að læra íslensku. Hlutverk hennar sem samskiptamáls verður því sífellt minna og ef ekkert er að gert er hætta á að hún verði undir í atvinnulífinu,“ segir Eiríkur. Þegar þessi orð eru rituð hafa 454 skrifað undir undirskriftarlistann. Íslensk tunga Innflytjendamál Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, hefur sett á laggirnar undirskriftarlista þar sem hann skorar á ríkisstjórn og Alþingi að stórhækka framlög til kennslu í íslensku sem annað mál. Hann auglýsir listann á Facebook-síðunni sinni en lætur ítarlegan rökstuðning fylgja með listanum. „Fyrir áratug voru erlendir ríkisborgarar um 10% en eru nú um 20%, og um fjórðungur fólks á vinnumarkaði er af erlendum uppruna. Í skýrslu OECD um málefni innflytjenda á Íslandi sem birt var fyrir ári kom fram að hlutfall innflytjenda í ríkjum OECD sem telja sig hafa sæmilega færni í tungumáli landsins þar sem þeir búa er hvergi lægra en á Íslandi,“ segir Eiríkur í rökstuðningi sínum. Innan við tuttugu prósent innflytjenda telja sig hafa sæmilega færni í íslensku en meðaltalið í OECD-ríkjunum séu tæp sextíu prósent. Annars staðar á Norðurlöndunum telja 45 til sextíu prósent innflytjenda sig hafa sæmilega færni. „Þetta endurspeglar það að fjárveitingar á hvern innflytjanda til kennslu íslensku sem annars máls eru ekki nema brot af því sem önnur Norðurlönd verja til kennslu í sínum þjóðtungum.“ Bitni á öllu samfélaginu „Innflytjendur hafa átt stóran þátt í hagvextinum undanfarin ár og halda í raun uppi heilum atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu og byggingariðnaði, og þeim fer einnig ört fjölgandi í heilbrigðiskerfinu. En margir þeirra búa yfir fjölbreyttri menntun og þekkingu sem nýtist ekki sem skyldi, ekki síst vegna takmarkaðrar íslenskukunnáttu þeirra,“ segir Eiríkur. Í könnun á vegum ASÍ og BSRB kemur fram að af félagsfólki þeirra eru mun fleiri innflytjendur sem eru með háskólagráður. Á móti kemur er mun hærra hlutfall innflytjenda með lægri atvinnutekjur en innfæddir. Eiríkur segir takmarkaða íslenskukunnáttu innflytjenda ekki bitna einungis á þeim sjálfum heldur á samfélaginu í heild. Fjöldi þeirra starfi í ýmiss konar þjónustustörfum sem geri öðrum erfiðara fyrir að fá þjónustu á Íslandi. „Fæstir innflytjendur eiga ensku að móðurmáli en reynslan sýnir að þeir læra (ófullkomna) ensku eftir að þeir koma til landsins og nota hana sem samskiptamál við innfædda, og einnig í samskiptum við aðra innflytjendur af ólíku þjóðerni. Ef bjöguð enska dugir til daglegra nota er lítil hvatning til að læra íslensku. Hlutverk hennar sem samskiptamáls verður því sífellt minna og ef ekkert er að gert er hætta á að hún verði undir í atvinnulífinu,“ segir Eiríkur. Þegar þessi orð eru rituð hafa 454 skrifað undir undirskriftarlistann.
Íslensk tunga Innflytjendamál Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira