Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2025 22:30 Sigurður Kári Kristjánsson og Bogi Nils Bogason eru eins og svo margir Íslendingar með lið í Fantasy-deild enska boltans. Samsett/Vísir Hvernig hafa topparnir í íslenska flugbransanum staðið sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar til þessa? Strákarnir í Fantasýn veltu þessu fyrir sér í nýjasta hlaðvarpsþætti sínum. Þeir Albert Guðmundsson og Sindri Rafn Þrastarson stýra Fantasýn þar sem þeir velta vöngum í hverri viku yfir því hvað best sé að gera í hinum gríðarlega vinsæla Fantasy-leik enska boltans. Í tilefni þess að fréttatímar hafa verið fullir af fréttum tengdum falli flugfélagsins Play leituðu Albert og Sindri að stjórnendum úr íslenska flugbransanum, til að sjá hvernig þeim gengi í Fantasy. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er stuðningsmaður Tottenham og heitir lið hans Kudos, mögulega með vísan í Mohammed Kudus sem er að sjálfsögðu í liði Boga. „Hann var aktívur í þessari viku. Losaði sig við Sunderland-varnarmann sem var ekki að spila og tók inn Ruben Dias, og losaði sig við Palmer og tók inn Szoboszlai. Þessar breytingar skiluðu honum +7 stigum,“ sagði Albert. „Leiðin liggur bara upp á við hjá honum“ „En hann þarf að fara að vara sig, því hann er með Alisson Becker í markinu,“ skaut Sindri inn í en Alisson meiddist í tapinu gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í gær. Bogi virðist hins vegar nota bæði belti og axlabönd því hann er með Nick Pope kláran á bekknum. Á bekknum er einnig Danny Welbeck og stigin hans 11 töldu því ekki inn í 62 stig Boga úr síðustu umferð. „Hann er sirka númer 4,3 milljónir í heiminum… Það er ekki alslæmt. Leiðin liggur bara upp á við hjá honum næstu daga,“ sögðu strákarnir. Fantasy-liðin hjá Boga Nils Bogasyni (vinstra megin) og Sigurði Kára Kristjánssyni (hægra megin) eru mjög ólík. Eins og sjá má er Sigurður Kári stuðningsmaður Manchester United.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com Þeir fundu ekki forstjóra Play í Fantasy en fundu hins vegar stjórnarformanninn Sigurð Kára Kristjánsson, fyrrverandi alþingismann. Sigurður Kári er því miður ekki með Erling Haaland í sínu liði og virðist reyndar ekki mjög upptekinn af leiknum: „Hann er aðeins á eftir Boga í töflunni. Hann gerði ekki neinar breytingar fyrir síðustu umferð, og hefur ekki gert neinar breytingar. Það er kannski merki um að það sé búið að vera nóg að gera hjá honum,“ sagði Albert. Sigurður Kári, sem er stuðningsmaður Manchester United, var með Viktor Gyökeres sem fyrirliða en hefði betur valið Benjamin Sesko í síðustu umferð. „Þetta er ekki alslæmt lið. Hann var nokkuð óheppinn í þessari viku með stigasöfnun,“ sagði Albert. Hægt er að hlusta á Fantasýn hér að ofan eða með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Þeir Albert Guðmundsson og Sindri Rafn Þrastarson stýra Fantasýn þar sem þeir velta vöngum í hverri viku yfir því hvað best sé að gera í hinum gríðarlega vinsæla Fantasy-leik enska boltans. Í tilefni þess að fréttatímar hafa verið fullir af fréttum tengdum falli flugfélagsins Play leituðu Albert og Sindri að stjórnendum úr íslenska flugbransanum, til að sjá hvernig þeim gengi í Fantasy. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, er stuðningsmaður Tottenham og heitir lið hans Kudos, mögulega með vísan í Mohammed Kudus sem er að sjálfsögðu í liði Boga. „Hann var aktívur í þessari viku. Losaði sig við Sunderland-varnarmann sem var ekki að spila og tók inn Ruben Dias, og losaði sig við Palmer og tók inn Szoboszlai. Þessar breytingar skiluðu honum +7 stigum,“ sagði Albert. „Leiðin liggur bara upp á við hjá honum“ „En hann þarf að fara að vara sig, því hann er með Alisson Becker í markinu,“ skaut Sindri inn í en Alisson meiddist í tapinu gegn Galatasaray í Meistaradeild Evrópu í gær. Bogi virðist hins vegar nota bæði belti og axlabönd því hann er með Nick Pope kláran á bekknum. Á bekknum er einnig Danny Welbeck og stigin hans 11 töldu því ekki inn í 62 stig Boga úr síðustu umferð. „Hann er sirka númer 4,3 milljónir í heiminum… Það er ekki alslæmt. Leiðin liggur bara upp á við hjá honum næstu daga,“ sögðu strákarnir. Fantasy-liðin hjá Boga Nils Bogasyni (vinstra megin) og Sigurði Kára Kristjánssyni (hægra megin) eru mjög ólík. Eins og sjá má er Sigurður Kári stuðningsmaður Manchester United.Skjáskot/Fantasy.premierleague.com Þeir fundu ekki forstjóra Play í Fantasy en fundu hins vegar stjórnarformanninn Sigurð Kára Kristjánsson, fyrrverandi alþingismann. Sigurður Kári er því miður ekki með Erling Haaland í sínu liði og virðist reyndar ekki mjög upptekinn af leiknum: „Hann er aðeins á eftir Boga í töflunni. Hann gerði ekki neinar breytingar fyrir síðustu umferð, og hefur ekki gert neinar breytingar. Það er kannski merki um að það sé búið að vera nóg að gera hjá honum,“ sagði Albert. Sigurður Kári, sem er stuðningsmaður Manchester United, var með Viktor Gyökeres sem fyrirliða en hefði betur valið Benjamin Sesko í síðustu umferð. „Þetta er ekki alslæmt lið. Hann var nokkuð óheppinn í þessari viku með stigasöfnun,“ sagði Albert. Hægt er að hlusta á Fantasýn hér að ofan eða með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira