Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2025 12:00 Robin Olsen ætlar ekki að spila fleiri landsleiki fyrir Jon Dahl Tomasson. Getty/Armando Babani Eftir að Jon Dahl Tomasson, landsliðsþjálfari Svía í fótbolta, tilkynnti Robin Olsen að hann yrði ekki aðalmarkvörður í komandi landsleikjum tilkynnti þessi 35 ára markvörður að hann væri hættur í landsliðinu. Að minnsta kosti á meðan Daninn væri enn þjálfari. Þetta tilkynnti Olsen í viðtali við Aftonbladet í gær en hinn íslenskættaði Tomasson segir ákvörðun markvarðarins einfaldlega svik við liðsfélagana. Svíar eru í harðri baráttu um sæti á HM næsta sumar og nú er allt útlit fyrir að Viktor Johansson standi í markinu gegn Sviss og Kósovó í þessum mánuði, eftir að Olsen fékk á sig tvö mörk bæði gegn Slóveníu (2-2) og Kósovó (2-0 tap) í síðasta mánuði. Móðgaður yfir að vera skipt út „Ég tók ákvörðunina fyrst og fremst vegna þess að við Jon Dahl Tomasson settumst niður í síðasta verkefni fyrir mánuði síðan og þar sagði hann að ég yrði aðalmarkvörður liðsins. Eins og allir vita gerði ég svo mistök gegn Slóveníu og það er aldrei gott. En síðan sagði hann mér í gær að hann ætlaði að skipta mér út og þá fann ég að hann væri þjálfari sem ég vildi ekki starfa fyrir. Þess vegna hef ég ákveðið að segja þetta gott, að minnsta kosti meðan Jon Dahl Tomasson er landsliðsþjálfari,“ sagði Olsen við Aftonbladet. Jon Dahl Tomasson átti íslenskan langafa. Hann hlaut mikla gagnrýni eftir byrjunina á undankeppni HM í þessum mánuði.Getty/Timothy Rogers Tomasson er skiljanlega vonsvikinn yfir viðbrögðum þessa reynslumikla markvarðar Malmö, sem á að baki 79 A-landsleiki og hefur varið mark liða á borð við Aston Villa, Everton og Roma. Kolröng skilaboð til liðsfélaga „Ég er vonsvikinn yfir vonbrigðum Robin. Hann hefur svikið liðsfélaga sína. Hann er að segja við liðsfélaga sinn að hann sé ekki nógu góður, hann er jafnmikið að keppast um stöðuna. Hann er að segja við liðsfélaga sem leggja hart að sér að þeir verðskuldi þetta ekki. Ég er búinn að vera mjög opinn, hreinskilinn og skýr, ég er það alltaf,“ sagði Tomasson og bætti við: „Ég segi alltaf hvað mér finnst. Ég hef stutt Robin allan tímann, hann hefur staðið sig vel fyrir landsliðið í mörg ár. Þess vegna hringdi ég í hann og útskýrði fyrir honum að hann yrði ekki í markinu gegn Sviss. Það er enginn frípassi í þessu. Mér finnst ekki got að hann bregðist svona við,“ sagði Tomasson. Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira
Þetta tilkynnti Olsen í viðtali við Aftonbladet í gær en hinn íslenskættaði Tomasson segir ákvörðun markvarðarins einfaldlega svik við liðsfélagana. Svíar eru í harðri baráttu um sæti á HM næsta sumar og nú er allt útlit fyrir að Viktor Johansson standi í markinu gegn Sviss og Kósovó í þessum mánuði, eftir að Olsen fékk á sig tvö mörk bæði gegn Slóveníu (2-2) og Kósovó (2-0 tap) í síðasta mánuði. Móðgaður yfir að vera skipt út „Ég tók ákvörðunina fyrst og fremst vegna þess að við Jon Dahl Tomasson settumst niður í síðasta verkefni fyrir mánuði síðan og þar sagði hann að ég yrði aðalmarkvörður liðsins. Eins og allir vita gerði ég svo mistök gegn Slóveníu og það er aldrei gott. En síðan sagði hann mér í gær að hann ætlaði að skipta mér út og þá fann ég að hann væri þjálfari sem ég vildi ekki starfa fyrir. Þess vegna hef ég ákveðið að segja þetta gott, að minnsta kosti meðan Jon Dahl Tomasson er landsliðsþjálfari,“ sagði Olsen við Aftonbladet. Jon Dahl Tomasson átti íslenskan langafa. Hann hlaut mikla gagnrýni eftir byrjunina á undankeppni HM í þessum mánuði.Getty/Timothy Rogers Tomasson er skiljanlega vonsvikinn yfir viðbrögðum þessa reynslumikla markvarðar Malmö, sem á að baki 79 A-landsleiki og hefur varið mark liða á borð við Aston Villa, Everton og Roma. Kolröng skilaboð til liðsfélaga „Ég er vonsvikinn yfir vonbrigðum Robin. Hann hefur svikið liðsfélaga sína. Hann er að segja við liðsfélaga sinn að hann sé ekki nógu góður, hann er jafnmikið að keppast um stöðuna. Hann er að segja við liðsfélaga sem leggja hart að sér að þeir verðskuldi þetta ekki. Ég er búinn að vera mjög opinn, hreinskilinn og skýr, ég er það alltaf,“ sagði Tomasson og bætti við: „Ég segi alltaf hvað mér finnst. Ég hef stutt Robin allan tímann, hann hefur staðið sig vel fyrir landsliðið í mörg ár. Þess vegna hringdi ég í hann og útskýrði fyrir honum að hann yrði ekki í markinu gegn Sviss. Það er enginn frípassi í þessu. Mér finnst ekki got að hann bregðist svona við,“ sagði Tomasson.
Sænski boltinn HM 2026 í fótbolta Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Sjá meira