Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2025 19:37 Skoraði tvö og lagði upp eitt í átta marka leik. Djurgården Kolbeinn Þórðarson, Mikael Anderson og Stefán Ingi Sigurðarson voru á skotskónum í góðum sigrum sinna liða í skandinavíska fótboltanum. Kolbeinn Þórðarson gulltryggði Gautaborg 2-0 útisigur á Öster í efstu deild sænska boltans. Um var að ræða sjöunda mark Kolbeins á leiktíðinni og kom það þegar mínúta var til loka venjulegs leiktíma. Þessi markheppni miðjumaður var svo tekinn af velli skömmu síðar. Kolbeinn Thordarson! Blåvitt utökar till 2-0 borta mot Östers IF 👀 📲 Se matchen på HBO Max pic.twitter.com/lbM4d7jclW— Sports on HBO Max 🇸🇪 (@sportshbomaxse) September 29, 2025 Gautaborg er í 4. sæti með 44 stig að loknum 25 leikjum. Hinn 27 ára gamli Mikael skoraði fyrstu tvö mörk sín í efstu deild Svíþjóðar þegar Djurgården vann ótrúlegan 8-2 sigur á Sirius. Ofan á það lagði Mikael einnig upp eitt marka Djurgården. Landsliðsmaðurinn var tekinn af velli þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. 2-0 Djurgården! Mikael Anderson med första allsvenska målet 🔵 📲 Se matchen på HBO Max pic.twitter.com/tos3qcOXoP— Sports on HBO Max 🇸🇪 (@sportshbomaxse) September 29, 2025 Vi har tennissiffror på 3Arena! Mikael Anderson med sitt andra mål för kvällen efter fint förarbete av Tokmac Nguen 🔵 📲 Se matchen på HBO Max pic.twitter.com/APs6frXna4— Sports on HBO Max 🇸🇪 (@sportshbomaxse) September 29, 2025 7-2 Djurgården och hattrick August Priske! Sanslös målfest i afton på 3Arena! 🔵 📲 Se matchen på HBO Max pic.twitter.com/RUkkiFiNrw— Sports on HBO Max 🇸🇪 (@sportshbomaxse) September 29, 2025 Djurgården er í 7. sæti með 41 stig eftir 25 leiki. Hættir ekki að skora Stefán Ingi skoraði annað mark Sandefjord sem komst í 2-0 gegn Sandefjord á útivelli. Heimamenn jöfnuðu metin en Frederik Pedersen tryggði Sandefjord sigurinn með marki á 81. mínútu leiksins. Stefán Ingi hefur nú skorað 12 mörk á leiktíðinni. Sigurinn lyftir Sandefjord upp í 6. sætið með 32 stig eftir 22 umferðir. Mikilvægar sigrar hjá Elíasi Rafni og Emelíu FC Midtjylland og HB Köge unnu mikilvæga sigra í efstu deildum danska fótboltans. Tveir Íslendingar komu við sögu í leikjunum. Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson stóð vaktina í marki Midtjylland sem vann 2-1 sigur á Randers. Sigurinn lyftir Midtjylland upp í 2. sætið með 21 stig þegar tíu umferðum er lokið. Emelía Óskarsdóttir kom inn af bekknum í lokin þegar HB Köge vann 3-2 endurkomusigur á Nordsjælland á útivelli. Emelía kom inn fyrir gamla brýnið Nadiu Nadim sem skoraði fyrstu tvö mörk HB Köge í kvöld. Köge er með 18 stig eftir sjö leiki á toppi efstu deildar kvenna. Fótbolti Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
Kolbeinn Þórðarson gulltryggði Gautaborg 2-0 útisigur á Öster í efstu deild sænska boltans. Um var að ræða sjöunda mark Kolbeins á leiktíðinni og kom það þegar mínúta var til loka venjulegs leiktíma. Þessi markheppni miðjumaður var svo tekinn af velli skömmu síðar. Kolbeinn Thordarson! Blåvitt utökar till 2-0 borta mot Östers IF 👀 📲 Se matchen på HBO Max pic.twitter.com/lbM4d7jclW— Sports on HBO Max 🇸🇪 (@sportshbomaxse) September 29, 2025 Gautaborg er í 4. sæti með 44 stig að loknum 25 leikjum. Hinn 27 ára gamli Mikael skoraði fyrstu tvö mörk sín í efstu deild Svíþjóðar þegar Djurgården vann ótrúlegan 8-2 sigur á Sirius. Ofan á það lagði Mikael einnig upp eitt marka Djurgården. Landsliðsmaðurinn var tekinn af velli þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka. 2-0 Djurgården! Mikael Anderson med första allsvenska målet 🔵 📲 Se matchen på HBO Max pic.twitter.com/tos3qcOXoP— Sports on HBO Max 🇸🇪 (@sportshbomaxse) September 29, 2025 Vi har tennissiffror på 3Arena! Mikael Anderson med sitt andra mål för kvällen efter fint förarbete av Tokmac Nguen 🔵 📲 Se matchen på HBO Max pic.twitter.com/APs6frXna4— Sports on HBO Max 🇸🇪 (@sportshbomaxse) September 29, 2025 7-2 Djurgården och hattrick August Priske! Sanslös målfest i afton på 3Arena! 🔵 📲 Se matchen på HBO Max pic.twitter.com/RUkkiFiNrw— Sports on HBO Max 🇸🇪 (@sportshbomaxse) September 29, 2025 Djurgården er í 7. sæti með 41 stig eftir 25 leiki. Hættir ekki að skora Stefán Ingi skoraði annað mark Sandefjord sem komst í 2-0 gegn Sandefjord á útivelli. Heimamenn jöfnuðu metin en Frederik Pedersen tryggði Sandefjord sigurinn með marki á 81. mínútu leiksins. Stefán Ingi hefur nú skorað 12 mörk á leiktíðinni. Sigurinn lyftir Sandefjord upp í 6. sætið með 32 stig eftir 22 umferðir. Mikilvægar sigrar hjá Elíasi Rafni og Emelíu FC Midtjylland og HB Köge unnu mikilvæga sigra í efstu deildum danska fótboltans. Tveir Íslendingar komu við sögu í leikjunum. Landsliðsmarkvörðurinn Elías Rafn Ólafsson stóð vaktina í marki Midtjylland sem vann 2-1 sigur á Randers. Sigurinn lyftir Midtjylland upp í 2. sætið með 21 stig þegar tíu umferðum er lokið. Emelía Óskarsdóttir kom inn af bekknum í lokin þegar HB Köge vann 3-2 endurkomusigur á Nordsjælland á útivelli. Emelía kom inn fyrir gamla brýnið Nadiu Nadim sem skoraði fyrstu tvö mörk HB Köge í kvöld. Köge er með 18 stig eftir sjö leiki á toppi efstu deildar kvenna.
Fótbolti Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira