Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2025 15:02 John McGinn, fyrirliði Aston Villa, fagnar eftir að hafa skorað gegn Fulham. getty/Marc Atkins Aston Villa vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Fulham að velli, 3-1, í dag. Fulham fékk draumabyrjun því strax á 3. mínútu skoraði Raúl Jiménez með skalla eftir hornspyrnu frá Sasa Lukic. Skömmu síðar fór hann meiddur af velli. Ollie Watkins jafnaði með sínu fyrsta marki á tímabilinu þegar átta mínútur voru til hálfleiks og staðan var því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Villa gekk svo frá leiknum í upphafi seinni hálfleiks. John McGinn skoraði með skoti fyrir utan vítateig á 49. mínútu og tveimur mínútum síðar gerði Emi Buendía þriðja mark Villa. Argentínumaðurinn kom inn á sem varamaður í hálfleik og var ekki lengi að láta að sér kveða. Með sigrinum komst Villa upp í 16. sæti deildarinnar en liðið er með sex stig. Fulham er í 10. sæti með átta stig. Enski boltinn
Aston Villa vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Fulham að velli, 3-1, í dag. Fulham fékk draumabyrjun því strax á 3. mínútu skoraði Raúl Jiménez með skalla eftir hornspyrnu frá Sasa Lukic. Skömmu síðar fór hann meiddur af velli. Ollie Watkins jafnaði með sínu fyrsta marki á tímabilinu þegar átta mínútur voru til hálfleiks og staðan var því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Villa gekk svo frá leiknum í upphafi seinni hálfleiks. John McGinn skoraði með skoti fyrir utan vítateig á 49. mínútu og tveimur mínútum síðar gerði Emi Buendía þriðja mark Villa. Argentínumaðurinn kom inn á sem varamaður í hálfleik og var ekki lengi að láta að sér kveða. Með sigrinum komst Villa upp í 16. sæti deildarinnar en liðið er með sex stig. Fulham er í 10. sæti með átta stig.
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn
Rifjuðu upp þegar Gummi spurði strákana eftir tvær umferðir hvort KR gæti orðið meistari Íslenski boltinn