Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2025 15:02 John McGinn, fyrirliði Aston Villa, fagnar eftir að hafa skorað gegn Fulham. getty/Marc Atkins Aston Villa vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Fulham að velli, 3-1, í dag. Fulham fékk draumabyrjun því strax á 3. mínútu skoraði Raúl Jiménez með skalla eftir hornspyrnu frá Sasa Lukic. Skömmu síðar fór hann meiddur af velli. Ollie Watkins jafnaði með sínu fyrsta marki á tímabilinu þegar átta mínútur voru til hálfleiks og staðan var því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Villa gekk svo frá leiknum í upphafi seinni hálfleiks. John McGinn skoraði með skoti fyrir utan vítateig á 49. mínútu og tveimur mínútum síðar gerði Emi Buendía þriðja mark Villa. Argentínumaðurinn kom inn á sem varamaður í hálfleik og var ekki lengi að láta að sér kveða. Með sigrinum komst Villa upp í 16. sæti deildarinnar en liðið er með sex stig. Fulham er í 10. sæti með átta stig. Enski boltinn
Aston Villa vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Fulham að velli, 3-1, í dag. Fulham fékk draumabyrjun því strax á 3. mínútu skoraði Raúl Jiménez með skalla eftir hornspyrnu frá Sasa Lukic. Skömmu síðar fór hann meiddur af velli. Ollie Watkins jafnaði með sínu fyrsta marki á tímabilinu þegar átta mínútur voru til hálfleiks og staðan var því 1-1 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Villa gekk svo frá leiknum í upphafi seinni hálfleiks. John McGinn skoraði með skoti fyrir utan vítateig á 49. mínútu og tveimur mínútum síðar gerði Emi Buendía þriðja mark Villa. Argentínumaðurinn kom inn á sem varamaður í hálfleik og var ekki lengi að láta að sér kveða. Með sigrinum komst Villa upp í 16. sæti deildarinnar en liðið er með sex stig. Fulham er í 10. sæti með átta stig.