Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2025 09:02 Stjörnukonur fagna sigurmarkinu gegn Breiðabliki í gærkvöld. vísir/Diego Það voru skoruð mögnuð mörk í Bestu deild kvenna í fótbolta í gærkvöld og nóg um að vera. Stjarnan frestaði Íslandsmeistarafögnuði Breiðabliks, Þróttur var 2-1 undir gegn Víkingi í uppbótartíma en vann, FH og Valur skildu jöfn og Þór/KA tryggði sæti sitt. Breiðablik hefði með sigri í gær getað orðið Íslandsmeistari annað árið í röð en Stjörnunni tókst að verða annað liðið í ár, á eftir FH, til að vinna Blika. Slæm meiðsli Elínar Helenu Karlsdóttur settu svartan blett á leikinn en breyta því ekki að Garðbæingar unnu 2-1, þrátt fyrir að hafa lent undir eftir mark Samönthu Smith. Stjarnan hefur verið að bjóða upp á leiftrandi skyndisóknir og þær Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir og Birna Jóhannsdóttir skoruðu mörk liðsins í seinni hálfleik. Í Laugardalnum var heldur betur dramatík og má hin 19 ára unglingalandsliðskona Bergdís Sveinsdóttir vera svekkt að tvö glæsimörk hennar skyldu ekki skila Víkingi neinum stigum. Katie Cousins hafði komið Þrótti yfir í leiknumen Bergdís kom Víkingi í 2-1 á 85. mínútu, rétt eftir að Jelena Tinna Kujundzic, miðvörður Þróttar, fékk rautt spjald. Manni færri skoraði Þróttur, eða réttara sagt Kayla Rollins, tvö mörk í uppbótartímanum og ótrúlegur sigur Þróttara staðreynd. Sigur Þróttar og 1-1 jafntefli FH við Val þýðir að FH og Þróttur eru nú jöfn að stigum í 2.-3. sæti en FH með betri markatölu, í harðri baráttu liðanna um Evrópusæti. Fanndís Friðriksdóttir skoraði sitt fjórða mark í mánuðinum með fallegu skoti en Thelma Karen Pálmadóttir jafnaði metin fyrir FH eftir að hafa stolið boltanum af Málfríði Önnu Eiríksdóttur. Tindastóll er svo kominn í afar erfiða stöðu í fallsæti, eftir 3-0 tap gegn Þór/KA í Boganum sem jafnframt þýðir að Þór/KA er öruggt um áframhaldandi veru í deildinni. Ellie Moreno, Sonja Björg Sigurðardóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir skoruðu mörk Akureyringa í þessum kærkomna sigri. Besta deild kvenna Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sjá meira
Breiðablik hefði með sigri í gær getað orðið Íslandsmeistari annað árið í röð en Stjörnunni tókst að verða annað liðið í ár, á eftir FH, til að vinna Blika. Slæm meiðsli Elínar Helenu Karlsdóttur settu svartan blett á leikinn en breyta því ekki að Garðbæingar unnu 2-1, þrátt fyrir að hafa lent undir eftir mark Samönthu Smith. Stjarnan hefur verið að bjóða upp á leiftrandi skyndisóknir og þær Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir og Birna Jóhannsdóttir skoruðu mörk liðsins í seinni hálfleik. Í Laugardalnum var heldur betur dramatík og má hin 19 ára unglingalandsliðskona Bergdís Sveinsdóttir vera svekkt að tvö glæsimörk hennar skyldu ekki skila Víkingi neinum stigum. Katie Cousins hafði komið Þrótti yfir í leiknumen Bergdís kom Víkingi í 2-1 á 85. mínútu, rétt eftir að Jelena Tinna Kujundzic, miðvörður Þróttar, fékk rautt spjald. Manni færri skoraði Þróttur, eða réttara sagt Kayla Rollins, tvö mörk í uppbótartímanum og ótrúlegur sigur Þróttara staðreynd. Sigur Þróttar og 1-1 jafntefli FH við Val þýðir að FH og Þróttur eru nú jöfn að stigum í 2.-3. sæti en FH með betri markatölu, í harðri baráttu liðanna um Evrópusæti. Fanndís Friðriksdóttir skoraði sitt fjórða mark í mánuðinum með fallegu skoti en Thelma Karen Pálmadóttir jafnaði metin fyrir FH eftir að hafa stolið boltanum af Málfríði Önnu Eiríksdóttur. Tindastóll er svo kominn í afar erfiða stöðu í fallsæti, eftir 3-0 tap gegn Þór/KA í Boganum sem jafnframt þýðir að Þór/KA er öruggt um áframhaldandi veru í deildinni. Ellie Moreno, Sonja Björg Sigurðardóttir og Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir skoruðu mörk Akureyringa í þessum kærkomna sigri.
Besta deild kvenna Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sjá meira