Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 25. september 2025 14:00 Sem heimspekikennari legg ég mikið upp úr rökræðum og heimspekilegum samræðum. Mjög mikilvægt er að hlusta á öll sjónarmið nemenda sem og annarra í samfélaginu. Málfrelsið er eitt af mikilvægustu mannréttindum í lýðræðislegu samfélagi sem við verðum að standa vörð um. En ég er líka sammála Páli Skúlasyni sem skrifar í Pælingum sínum að okkur ber alls ekki að virða allar skoðanir. Það er hægt að hlusta á þær en séu þær hvatning til ofbeldis sem dæmi er mikilvægt að þeim sé mótmælt. Að mótmæla skoðunum er ekki þöggun. Skoðanir eru misvel rökstuddar. Nemendur í heimspeki hjá mér vinna rökfærsluritgerð þar sem þau velja sér eitthvað álitamál sem skiptar skoðanir eru á í samfélaginu og taka afstöðu. Síðan þurfa þau að rökstyðja afstöðu sína. Góður rökstuðningur er alltaf meðvitaður um mótrök. Enda þurfa þau að tilgreina í ritgerðinni mótrökin gegn afstöðu sinni og koma svo með enn betri rök gegn mótrökunum til að ítreka afstöðu sína. Ég reyni svo að meta hversu vel þau rökstyðja mál sitt og gef einkunn útfrá því. Ég hef gefið mjög háa einkunn fyrir ritgerð sem talar gegn líknardrápi en líka fyrir ritgerð sem talar fyrir líknardrápi því báðar voru vel rökstuddar. Ég gef að sjálfsögðu ekki einkunn eftir því hvort ég er sammála skoðuninni eða ekki. Enda væri það ófaglegt. En eru öll málefni tilefni til skiptra skoðana? Þar vandast málið. Sumt er einfaldlega ekki spurning um skoðun. Í umfjöllun minni um rökfræði og merkingarfræði lærum við að gera greinarmun á staðhæfingum um staðreyndir (fact) og staðhæfingum um gildisdóma (opinion). Þetta er mjög mikilvægur greinarmunur sem ekki allir virðast klárir á. Sumt er bara einfaldlega rangt. Ef ég héldi fram að múslimar væru hryðjuverkamenn sem hötuðu konur og segði: ,,þetta er bara mín skoðun” er það einfaldlega rangt. Það er ekki hægt að hafa skoðun á öllum múslimum enda eru þeir misjafnir eins og þeir eru margir. Það er röng staðhæfing um staðreynd að segja eitthvað slíkt um alla múslima. Þetta kallast líka óréttmæt alhæfing sem er í raun rökvilla og er grunnurinn í flestum fordómum. Að sama skapi get ég ekki sagt: ,,Það er bara mín skoðun að jörðin sé flöt!” því það er einfaldlega röng staðhæfing um staðreynd. Vísindin hafa einfaldlega sýnt fram á að jörðin sé hnötótt. Í lýðræðissamfélagi er mikilvægt að taka mark á vísindalegum rannsóknum. Auðvitað eigum við alltaf að lesa vísindalegar rannsóknir með gagnrýnum augum og vera tilbúin að endurskoða hlutina. En sumt er bara búið að sanna vísindalega eins og að vatn sjóði við 100 gráður. Sömuleiðis er líffræðin og taugasálfræðin búin að sýna fram á að kyn, kynhneigð og kynupplifun er miklu nær því að vera róf og að alrangt sé að fullyrða að það séu bara til tvö kyn. Samt tönglast fólk á þessu daginn út og inn, meira að segja fólk á launum hjá almenningi, sjálfir alþingismenn! Það eru vissulega bara til tvenns konar kynfæri en lífið er ekki kynfæri. Þessar ranghugmyndir um að kynin séu bara tvö og að trans sé í besta falli ímyndun en klárlega pólitísk hugmyndafræði vinstri vókistanna er líka ranghugmynd. Ósönn staðhæfing um staðreynd. Það þarf ekki að leita lengi í viðurkenndum vísindatímaritum til að sjá rannsóknir um mismunandi heilavirkni trans og sís kynja. Erfðafræðin og nútímalíffræði er líka löngu búin að sýna fram á að kynin eru alls ekki bara tvö. Þessi ranghugmynd er orðin ein vinsælasta pólitíska hugmyndafræðin sem tiltekinn stjórnmálaflokkur setur fram. Þetta eru ekki bara fordómar heldur rangar staðhæfingar um staðreyndir. Væri það í lagi fyrir mig sem kennara að prédika ranghugmyndir gegn vísindalegum staðreyndum um að jörðin væri flöt? Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Sem heimspekikennari legg ég mikið upp úr rökræðum og heimspekilegum samræðum. Mjög mikilvægt er að hlusta á öll sjónarmið nemenda sem og annarra í samfélaginu. Málfrelsið er eitt af mikilvægustu mannréttindum í lýðræðislegu samfélagi sem við verðum að standa vörð um. En ég er líka sammála Páli Skúlasyni sem skrifar í Pælingum sínum að okkur ber alls ekki að virða allar skoðanir. Það er hægt að hlusta á þær en séu þær hvatning til ofbeldis sem dæmi er mikilvægt að þeim sé mótmælt. Að mótmæla skoðunum er ekki þöggun. Skoðanir eru misvel rökstuddar. Nemendur í heimspeki hjá mér vinna rökfærsluritgerð þar sem þau velja sér eitthvað álitamál sem skiptar skoðanir eru á í samfélaginu og taka afstöðu. Síðan þurfa þau að rökstyðja afstöðu sína. Góður rökstuðningur er alltaf meðvitaður um mótrök. Enda þurfa þau að tilgreina í ritgerðinni mótrökin gegn afstöðu sinni og koma svo með enn betri rök gegn mótrökunum til að ítreka afstöðu sína. Ég reyni svo að meta hversu vel þau rökstyðja mál sitt og gef einkunn útfrá því. Ég hef gefið mjög háa einkunn fyrir ritgerð sem talar gegn líknardrápi en líka fyrir ritgerð sem talar fyrir líknardrápi því báðar voru vel rökstuddar. Ég gef að sjálfsögðu ekki einkunn eftir því hvort ég er sammála skoðuninni eða ekki. Enda væri það ófaglegt. En eru öll málefni tilefni til skiptra skoðana? Þar vandast málið. Sumt er einfaldlega ekki spurning um skoðun. Í umfjöllun minni um rökfræði og merkingarfræði lærum við að gera greinarmun á staðhæfingum um staðreyndir (fact) og staðhæfingum um gildisdóma (opinion). Þetta er mjög mikilvægur greinarmunur sem ekki allir virðast klárir á. Sumt er bara einfaldlega rangt. Ef ég héldi fram að múslimar væru hryðjuverkamenn sem hötuðu konur og segði: ,,þetta er bara mín skoðun” er það einfaldlega rangt. Það er ekki hægt að hafa skoðun á öllum múslimum enda eru þeir misjafnir eins og þeir eru margir. Það er röng staðhæfing um staðreynd að segja eitthvað slíkt um alla múslima. Þetta kallast líka óréttmæt alhæfing sem er í raun rökvilla og er grunnurinn í flestum fordómum. Að sama skapi get ég ekki sagt: ,,Það er bara mín skoðun að jörðin sé flöt!” því það er einfaldlega röng staðhæfing um staðreynd. Vísindin hafa einfaldlega sýnt fram á að jörðin sé hnötótt. Í lýðræðissamfélagi er mikilvægt að taka mark á vísindalegum rannsóknum. Auðvitað eigum við alltaf að lesa vísindalegar rannsóknir með gagnrýnum augum og vera tilbúin að endurskoða hlutina. En sumt er bara búið að sanna vísindalega eins og að vatn sjóði við 100 gráður. Sömuleiðis er líffræðin og taugasálfræðin búin að sýna fram á að kyn, kynhneigð og kynupplifun er miklu nær því að vera róf og að alrangt sé að fullyrða að það séu bara til tvö kyn. Samt tönglast fólk á þessu daginn út og inn, meira að segja fólk á launum hjá almenningi, sjálfir alþingismenn! Það eru vissulega bara til tvenns konar kynfæri en lífið er ekki kynfæri. Þessar ranghugmyndir um að kynin séu bara tvö og að trans sé í besta falli ímyndun en klárlega pólitísk hugmyndafræði vinstri vókistanna er líka ranghugmynd. Ósönn staðhæfing um staðreynd. Það þarf ekki að leita lengi í viðurkenndum vísindatímaritum til að sjá rannsóknir um mismunandi heilavirkni trans og sís kynja. Erfðafræðin og nútímalíffræði er líka löngu búin að sýna fram á að kynin eru alls ekki bara tvö. Þessi ranghugmynd er orðin ein vinsælasta pólitíska hugmyndafræðin sem tiltekinn stjórnmálaflokkur setur fram. Þetta eru ekki bara fordómar heldur rangar staðhæfingar um staðreyndir. Væri það í lagi fyrir mig sem kennara að prédika ranghugmyndir gegn vísindalegum staðreyndum um að jörðin væri flöt? Höfundur er framhaldsskólakennari.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun