Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar 25. september 2025 14:00 Sem heimspekikennari legg ég mikið upp úr rökræðum og heimspekilegum samræðum. Mjög mikilvægt er að hlusta á öll sjónarmið nemenda sem og annarra í samfélaginu. Málfrelsið er eitt af mikilvægustu mannréttindum í lýðræðislegu samfélagi sem við verðum að standa vörð um. En ég er líka sammála Páli Skúlasyni, sem skrifar í Pælingum sínum, að okkur beri alls ekki að virða allar skoðanir. Það sé hægt að hlusta á þær en séu þær hvatning til ofbeldis, sem dæmi, er mikilvægt að þeim sé mótmælt. Að mótmæla skoðunum er ekki þöggun. Skoðanir eru misvel rökstuddar. Nemendur í heimspeki hjá mér vinna rökfærsluritgerð þar sem þau velja sér álitamál sem skiptar skoðanir eru um í samfélaginu og taka afstöðu. Síðan þurfa þau að rökstyðja afstöðu sína. Góður rökstuðningur er alltaf meðvitaður um mótrök. Enda þurfa nemendur að tilgreina í ritgerðinni mótrökin gegn afstöðu sinni og koma svo með enn betri rök gegn mótrökunum til að ítreka afstöðu sína. Ég reyni svo að meta hversu vel þau rökstyðja mál sitt og gef einkunn út frá því. Ég hef gefið mjög háa einkunn fyrir ritgerð sem talar gegn líknardrápi og líka fyrir ritgerð sem talar fyrir líknardrápi því báðar voru vel rökstuddar. Ég gef að sjálfsögðu ekki einkunn eftir því hvort ég er sammála skoðuninni eða ekki. Enda væri það ófaglegt. En eru öll málefni tilefni til skiptra skoðana? Þar vandast málið. Sumt er einfaldlega ekki spurning um skoðun. Í umfjöllun minni um rökfræði og merkingarfræði lærum við að gera greinarmun á staðhæfingum um staðreyndir (e. fact) og staðhæfingum um gildisdóma (e. opinion). Þetta er mjög mikilvægur greinarmunur sem ekki allir virðast klárir á. Sumt er bara einfaldlega rangt. Ef ég héldi því fram að múslímar væru hryðjuverkamenn sem hötuðu konur og segði: „þetta er bara mín skoðun“, er það einfaldlega rangt. Það er ekki hægt að hafa skoðun á öllum múslímum enda eru þeir misjafnir eins og þeir eru margir. Það er röng staðhæfing um staðreynd að segja eitthvað slíkt um alla múslíma. Þetta kallast líka óréttmæt alhæfing sem er í raun rökvilla og er grunnurinn í flestum fordómum. Að sama skapi get ég ekki sagt: „Það er bara mín skoðun að jörðin sé flöt!“ því það er einfaldlega röng staðhæfing um staðreynd. Vísindin hafa sýnt fram á að jörðin sé hnöttótt. Í lýðræðissamfélagi er mikilvægt að taka mark á vísindalegum rannsóknum. Auðvitað eigum við alltaf að lesa vísindalegar rannsóknir með gagnrýnum augum og vera tilbúin að endurskoða hlutina. En sumt er bara búið að sanna vísindalega, eins og að vatn sjóði við 100 gráður. Sömuleiðis eru líffræðin og taugasálfræðin búin að sýna fram á að kyn, kynhneigð og kynupplifun er miklu nær því að vera róf og að alrangt sé að fullyrða að það séu bara til tvö kyn. Samt tönglast fólk á þessu daginn út og inn, meira að segja fólk á launum hjá almenningi, sjálfir alþingismenn! Það eru vissulega bara til tvenns konar kynfæri en lífið er ekki kynfæri. Þessar ranghugmyndir um að kynin séu bara tvö og að trans sé í besta falli ímyndun en klárlega pólitísk hugmyndafræði vinstri vókistanna er líka ranghugmynd. Ósönn staðhæfing um staðreynd. Það þarf ekki að leita lengi í viðurkenndum vísindatímaritum til að sjá rannsóknir um mismunandi heilavirkni trans og sís kynja. Erfðafræðin og nútímalíffræði eru líka löngu búin að sýna fram á að kynin eru alls ekki bara tvö. Þessi ranghugmynd er orðin ein vinsælasta pólitíska hugmyndafræðin sem tiltekinn stjórnmálaflokkur setur fram. Þetta eru ekki bara fordómar heldur rangar staðhæfingar um staðreyndir. Væri það í lagi fyrir mig sem kennara að prédika ranghugmyndir gegn vísindalegum staðreyndum um að jörðin væri flöt? Höfundur er kennari og fulltrúi FF í Siðaráði KÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Sem heimspekikennari legg ég mikið upp úr rökræðum og heimspekilegum samræðum. Mjög mikilvægt er að hlusta á öll sjónarmið nemenda sem og annarra í samfélaginu. Málfrelsið er eitt af mikilvægustu mannréttindum í lýðræðislegu samfélagi sem við verðum að standa vörð um. En ég er líka sammála Páli Skúlasyni, sem skrifar í Pælingum sínum, að okkur beri alls ekki að virða allar skoðanir. Það sé hægt að hlusta á þær en séu þær hvatning til ofbeldis, sem dæmi, er mikilvægt að þeim sé mótmælt. Að mótmæla skoðunum er ekki þöggun. Skoðanir eru misvel rökstuddar. Nemendur í heimspeki hjá mér vinna rökfærsluritgerð þar sem þau velja sér álitamál sem skiptar skoðanir eru um í samfélaginu og taka afstöðu. Síðan þurfa þau að rökstyðja afstöðu sína. Góður rökstuðningur er alltaf meðvitaður um mótrök. Enda þurfa nemendur að tilgreina í ritgerðinni mótrökin gegn afstöðu sinni og koma svo með enn betri rök gegn mótrökunum til að ítreka afstöðu sína. Ég reyni svo að meta hversu vel þau rökstyðja mál sitt og gef einkunn út frá því. Ég hef gefið mjög háa einkunn fyrir ritgerð sem talar gegn líknardrápi og líka fyrir ritgerð sem talar fyrir líknardrápi því báðar voru vel rökstuddar. Ég gef að sjálfsögðu ekki einkunn eftir því hvort ég er sammála skoðuninni eða ekki. Enda væri það ófaglegt. En eru öll málefni tilefni til skiptra skoðana? Þar vandast málið. Sumt er einfaldlega ekki spurning um skoðun. Í umfjöllun minni um rökfræði og merkingarfræði lærum við að gera greinarmun á staðhæfingum um staðreyndir (e. fact) og staðhæfingum um gildisdóma (e. opinion). Þetta er mjög mikilvægur greinarmunur sem ekki allir virðast klárir á. Sumt er bara einfaldlega rangt. Ef ég héldi því fram að múslímar væru hryðjuverkamenn sem hötuðu konur og segði: „þetta er bara mín skoðun“, er það einfaldlega rangt. Það er ekki hægt að hafa skoðun á öllum múslímum enda eru þeir misjafnir eins og þeir eru margir. Það er röng staðhæfing um staðreynd að segja eitthvað slíkt um alla múslíma. Þetta kallast líka óréttmæt alhæfing sem er í raun rökvilla og er grunnurinn í flestum fordómum. Að sama skapi get ég ekki sagt: „Það er bara mín skoðun að jörðin sé flöt!“ því það er einfaldlega röng staðhæfing um staðreynd. Vísindin hafa sýnt fram á að jörðin sé hnöttótt. Í lýðræðissamfélagi er mikilvægt að taka mark á vísindalegum rannsóknum. Auðvitað eigum við alltaf að lesa vísindalegar rannsóknir með gagnrýnum augum og vera tilbúin að endurskoða hlutina. En sumt er bara búið að sanna vísindalega, eins og að vatn sjóði við 100 gráður. Sömuleiðis eru líffræðin og taugasálfræðin búin að sýna fram á að kyn, kynhneigð og kynupplifun er miklu nær því að vera róf og að alrangt sé að fullyrða að það séu bara til tvö kyn. Samt tönglast fólk á þessu daginn út og inn, meira að segja fólk á launum hjá almenningi, sjálfir alþingismenn! Það eru vissulega bara til tvenns konar kynfæri en lífið er ekki kynfæri. Þessar ranghugmyndir um að kynin séu bara tvö og að trans sé í besta falli ímyndun en klárlega pólitísk hugmyndafræði vinstri vókistanna er líka ranghugmynd. Ósönn staðhæfing um staðreynd. Það þarf ekki að leita lengi í viðurkenndum vísindatímaritum til að sjá rannsóknir um mismunandi heilavirkni trans og sís kynja. Erfðafræðin og nútímalíffræði eru líka löngu búin að sýna fram á að kynin eru alls ekki bara tvö. Þessi ranghugmynd er orðin ein vinsælasta pólitíska hugmyndafræðin sem tiltekinn stjórnmálaflokkur setur fram. Þetta eru ekki bara fordómar heldur rangar staðhæfingar um staðreyndir. Væri það í lagi fyrir mig sem kennara að prédika ranghugmyndir gegn vísindalegum staðreyndum um að jörðin væri flöt? Höfundur er kennari og fulltrúi FF í Siðaráði KÍ.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun